Ég er trúaður og trúi því að Guð sé góður. Trúi því að Guð "hugsi" (ef hann gerir það, kannski bara ER hann) til mín eins og ég hugsa til barnanna minna. Ég vil þeim aðeins allt það besta. Ég vil að þau fái að alast upp full af lífsgleði, hugrekki, forvitni, og samúð með náunganum.
Hún Aðalheiður bloggvinkona mín táraðist yfir þessu myndbroti.
Ég er sorgmæddur en græt ekki - og er þó oft æði viðkvæmur fyrir. En ég skil algjörlega hvað hún er að upplifa.
Ég fyllist hins vegar löngun til að gera eitthvað - löngun til að sameina fólk, setja fram lausnir. Löngunin dvínar oft á milli, sérstaklega þegar að maður fær að upplifa í nærmynd hvað þetta er allt í raun skítugt þetta samfélag sem við lifum í.
En það er annaðhvort að duga eða dr.... flytja.
Hér á ég líf - hér á ég fjölskyldu sem ég elska - stóra fjölskyldu. Ég vil að börnin mín fái að upplifa að alast upp með stórfjölskyldunni eins og ég fékk að upplifa.
Til þess að ég sé sáttur við þá ákvörðun verð ég að berjast fyrir því að samfélagið þeirra verði byggt á réttlæti, lýðræði og sanngirni.
Tökum Nike á þetta bara - koma svo - "Just Do It"
Þetta er bara allt farið í steik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áætlað TAP Orkuveitunnar af sölunni á móti söluandvirðinu, er nú komið í 13-14 MILLJARÐA króna
2.9.2009 | 13:12
Í athugasemd við færslu hjá Láru Hönnu komu fram neðangreindar upplýsingar frá Birgi Gíslasyni. Þetta eru of veigamiklar vangaveltur til þess að gera þeim ekki góð skil. Tek mér það bessaleyfi að birta athugasemdina hér.
Sæl Lára,
Eins og þú þá hef ég skoðað þetta Magma / OR mál. Í framhaldi af þeim fréttum í gær að OR hafi gengið að kauptilboði Magma í hlut OR í HS Orku og 95% hlut Hfj í gegnum OR í sama fyrirtæki. Ég vil ekki taka svo sterkt til máls að kalla svona gjörninga landráð, heldur vanhæfi stjórnenda opinberra fyrirtækja.
Miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi efni sölusamnings OR til Magma má draga saman þessa niðurstöðu um áhrif hans á rekstur OR. Það skal tekið fram að ég er ekki endurskoðandi, en það væri fróðlegt að fá álit endurskoðanda með þekkingu á uppgjörsreglum orkufyrirtækja.
Beint sölutap OR af þessum samningi er lauslega áætlað 4,211 milljarðar. Inn í þeirri upphæð er sölutap upp á 743 milljónir vegna kaupa OR og framsals á hlutum Hafnarfjarðarbæjar (95% hlutur þeirra í HS Orku).
Vaxtaberandi skuldir OR bera allt að 9.325% vexti á ári (sjá árshluta uppjör þeirra 30.06.2009). Miðað við þá vaxtabirgði félagsins má áætla að nettó vaxtakostnaður OR á hverju ári vegna láns á 70% kaupverðsins sé 657 milljónir á ári, eða 4,601 milljarður næstu 7 árin. OR er mjög skuldsett félag og þar sem kaupverðið er að meirihluta lánað þá getur OR ekki greitt niður aðrar skuldir sínar á móti, eru í raun að taka lán til að lána Magma, ergo netto vaxtakostnaður OR næstu 7 árin 4,601 milljarður.
Heildartap OR á sölu hlut sínum í HS Orku er því varlega áætlað 8,813 milljarðar króna eða 54% af heildarverðmæti hlutanna beggja (bókfærtverð hlutanna beggja er 16,211 milljarðar en söluverðið er sagt vera 12 milljarðar).
Gengisáhætta OR af 8,4 milljarða (ca 66.9 milljónir USD) láni til Magma er eftirfarandi: Ef gengi íslensku krónunar styrkist um 10% gegn US dollar, þá þýðir það tap upp á 840 milljónir. Ef krónan styrkist um 20% er upphæðin 1,680 milljarðar. Það skal tekið fram að mjög miklar líkur eru á því að gengi krónunar styrkist næstu 7 árin, út á það miðar efnhagsáætlun ríkisins og IMF.
Ég óska eftir því að stjórn OR og/eða fulltrúar eigenda félagsins (borgarfulltrúar) leiðrétti mína útreikninga ef þeir eru rangir, en svona lítur málið út miðað við þær fréttir sem stjórn OR hefur gefið út vegna þessarar sölu.
Ég spyr, ef útreikningar mínir eru réttir, eru hagsmunir eigenda OR borgið með sölu hlutabréfanna til Magma Energy núna, heildartap upp á 8,813 milljarð króna auk hugsanlegs gengistap ef krónan styrkist?
Að lokum vil ég benda á að óbeint eignarhald OR í HS Orku vegna veðs í hlutabréfunum er 22%. Samræmist það kröfu Samkeppnisstofnunar um að OR megi ekki eiga meira en 10% í félaginu? Er samningurinn því ekki brot á úrskurði Samkeppnisstofnunar og þar með ólögmætur? Hvernig hyggst stjórn OR tryggja að veðið rýrni ekki í virði?
Almenningur á Íslandi á rétt á því að efni sölusamningins OR til Magma Energy sé gert opinbert og hlutlaus úttekt á heildarkostnaði af honum verði einnig gerð opinber. Það er búið að leggja alltof miklar byrðar á þjóðina vegna "díla" sem gerðir eru í skjóli viðskipta- og bankaleyndar. Opinber fyrirtæki eiga ekki að starfa í skjóli viðskiptaleynda, þetta eru fyrirtæki í eigu almennings.
Þetta mál er svo sannarlega að fá á sig réttnefnið REI II - eina er að þetta virðist vera enn verra og vanhugsaðra mál en REI I.
Ef saman er lagðar þær tölur sem nefndar hafa verið í málinu, tap Orkuveitunnar út frá hógværri 10% ávöxtunarkröfu, upp á 5-6 milljarða að viðbættum þessum 8,8 milljörðum sem hér eru settir fram í athugasemd Birgis Gíslasonar, er óhætt að segja að Orkuveitan er að tapa á þessum sölusamningi að lágmarki 13-14 milljörðum. Væntanlega meira þar sem að þeir munu áfram greiða HS Orku 4,5% af því sem þeir skulda þeim, þar til það lán er uppgreitt.
Þetta mál lyktar af þeirri siðspilltu pólitík sem almenningur var að vona að væri frá að hverfa. Kannski að það þurfi að fara að setja sérstaka áherslu á sveitarstjórnarmálin líka?
Þið getið séð meira um skrif mín um þetta mál hér, hér og hér. Og enn eina vel rökstudda færslu frá Láru Hönnu um málið hér.
Sameinuð erum við afl - munum það!
"People have a way of becoming what you encourage them to be not what you nag them to be." --S.N. Parker
Skrifið borgarfulltrúunum okkar, sendið tölvupósta, hringið. Gerið allt sem hægt er til þess að vekja athygli þeirra á því að við erum að fylgjast með og ætlum okkur ekki að leyfa þessu að hverfa. Mótmælið á alla vegu og sjáum til þess að þau geti ekki annað en hætt við. Ef þau gera það ekki, þá höfum við glatað náttúru-auðlind til þrjóta, þá höfum við glatað óbætanlegum verðmætum þjóðarinnar svo Finnur Ingólfs eða álíka skaðræðisgripur geti grætt á hörmungum þjóðarinnar.
Hér eru netföng borgarfulltrúa og staðlaður póstur fyrir þá sem vilja senda þeim staðlað bréf sem samið var af aðilum sem stendur ekki á sama:
Netföng borgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
vilhjalmurth@reykjavik.is,bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is, dagur.b.eggertsson@reykjavik.is,gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is, borgarstjori@reykjavik.is,jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is, jvi@reykjavik.is,kjartan.magnusson@reykjavik.is,oddny@reykjavik.is, olafur.f.magnusson@reykjavik.is,oskar.bergsson@reykjavik.is, sigrun.elsa.smaradottir@reykjavik.is,soley.tomasdottir@reykjavik.is, thorbjorghelga@reykjavik.is,thorleifur.gunnlaugsson@reykjavik.is
Netföng varaborgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
marsibil@reykjavik.is,sif.sigfusdottir@reykjavik.is, bolli@hi.is,marta.gudjonsdottir@reykjavik.is, ragnar.s@simnet.is,kristjan.gudmundsson@or.is, bjorn.gislason@shs.is, aslaug@sja.is,margret.kristjana.sverrisdottir@reykjavik.is,dofri.hermannsson@reykjavik.is, stefan.johann@islandia.is,steben@internet.is, gerlag@internet.is, hermannv@nordlingaskoli.is
Hugmynd að texta (fengin frá AK-72), ef vill:
Kæri borgarfulltrúi
Ég hvet þig eindregið til að samþykkja EKKI söluna á HS Orku. Ísland þarf á öllum sínum auðlindum að halda í komandi kreppu og þessi orka verður bara verðmætari eftir því sem á líður. Ég minni á að það styttist í sveitarstjórnarkosningar og það verður örugglega minnt á þetta mál þegar nær dregur, hvernig sem það fer. Mér finnst að hagsmunum Orkuveitunnar og borgarbúa sé illa sinnt með því að selja hlutinn á undirverði.
Virðingarfyllst"
Segir samninga við HS Orku í samræmi við orkulög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
OR TAPAR AÐ LÍKUM 5-6 MILLJÖRÐUM Á VIÐSKIPTUNUM VIÐ MAGMA ENERGY
1.9.2009 | 23:56
Samkvæmt viðhengdri frétt eru allar líkur á því að OR sé ekki aðeins að gefa frá sér hlut sinn í auðlindum HS Orku til Magma Energy, heldur ætlar OR í raun að borga með, já BORGA MEÐ viðskiptunum.
Miðað við 10% ávöxtunarkrafa (sem verður að teljast mjög hófleg) er áætlað að OR geti tapað allt að 5-6 milljörðum á viðskiptunum.
Þetta fær mig til að spyrja mig enn og aftur, hver er tilgangur viðskiptanna?
Hverjir standa raunverulega að þeim?
Hvers vegna er fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi að ganga á eftir því að viðskiptin fari fram?
Þetta eru óvinsælar spurningar. Í stað þess að veita mér svör, hafa þeir sem að ég hef skotið þessu að vænt mig um ofsóknarbrjálæði, vænissýki og jafnvel heimsku.
Hvers vegna ekki bara að svara þessu skýrt og taka af allan vafa kæru fulltrúar mínir í OR?
Tilboðið óhagstætt fyrir OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitt hálmstrá eftir í REI málinu - nei fyrirgefið - HS Orku málinu
31.8.2009 | 18:37
BYLTINGAR ER ÞÖRF - NÚ Á AÐ BYRJA AÐ GEFA AUÐLINDIRNAR OKKAR UNDIR PRESSU FRÁ ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐNUM
31.8.2009 | 11:38
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Glatað PR stunt eða siðblinda hjá Bakkavarar bræðrum?
31.8.2009 | 01:52
Hannes Hólmsteinn er ekki fréttir dagsins!!
27.8.2009 | 21:30
Er ekki kominn tími á að setja þingmönnum skýrar siðareglur í samskiptum við viðskiptalífið?
26.8.2009 | 21:36
Loksins fundin lausn á Icesave málinu !!
25.8.2009 | 02:20
Af hverju hentar það mbl.is að fela þessa frétt af ummælum Sigurðar G.?
24.8.2009 | 09:53
Voru örugglega allir ódrukknir við Icesave umræðuna á Alþingi? - Ágætis myndband hér á ferðinni með húmor vinkilinn
22.8.2009 | 17:11
Stjórnlaus vegagerð á hálendi Íslands? - Eða er kannski um að ræða miðstýrt kerfi sem vill breytingar án þess að bera það undir hagsmunaaðila?
22.8.2009 | 10:18
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Er traustvekjandi að treysta fólki fyrir stjórnun landsins sem "heldur" að það sé ekki að framselja landann til skuldaþrælkunar ??
21.8.2009 | 17:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ótrúlegur árangur íþróttamanns - hér afar áhugavert en ógnvekjandi myndband um þróun mannsins til næstu tegundar
21.8.2009 | 16:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við megum ekki framselja sjálfstæði þjóðarinnar - nýlenduherrarnir bíða spenntir - skrifum ekki undir nema að vel athugðu máli!!!
21.8.2009 | 15:15
Hagsmunasamtök heimilanna enn einu sinni að vekja gleði mína
21.8.2009 | 15:06
Þór Saari að standa sig afbragðs vel í Icesave baráttunni
20.8.2009 | 18:35