Var einmitt að sækja um vinnu þar - mikið væri gaman ef ég fengi vinnu hjá alþjóðlegu fjármálafyrirtæki :)

Já, eftir allt sem á undan er gengið væri nú smá húmor í því að minnsta kosti ef ég færi að vinna hjá alþjóðlegu fjármálafyrirtæki. Verð reyndar að taka fram að ég hef allt frá hruni talað fyrir því að fá hér inn í samkeppni erlenda aðila. Það er besta tryggingin að mínu viti gegn þessu samtryggingarkerfi strákaklúbbanna á Íslandi.

En hvað um það, sendi inn umsókn hjá þeim vegna auglýstrar stöðu ráðgjafa við fjármögnun atvinnutækja. Væri gaman að fá að minnsta kosti að funda með þeim.

Þú mátt líka lesandi góður ef þú þekkir orðið á mér einhver skil, endilega láta mig vita ef þú veist af starfi sem ég myndi vinna vel. Er orðið svo lítið að gera í ferðaþjónustunni að ég verð víst að sætta mig við að fá mér aftur alvöru vinnu :)

Er á öðru ári í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Bifröst, en það er kennt í fjarnámi og er námið skipulagt sem nám með vinnu.


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi færðu vinnuna sem þú sóttir um. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.10.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband