Langjökull er einfaldlega himnaríki á degi eins og í dag

Ég "þurfti" að vinna í dag. Fór með 2 ferðalanga í prívat jeppaferð í dag gullhring og upp á Langjökul. Þessi "vinna" er svo ótrúlega dásamleg á dögum eins og í dag, þar sem veðrið er eins og best verður, skyggni nánast endalaust til allra átta og bara stöku ský sjáanlegt á himni.

 

 

Það skyggði kannski aðeins á að viðskiptavinurinn voru amerísk hjón frá Texas og ekki bara smá frá Texas, heldur algerlega ALLT Texas eins og ýktustu sögurnar af steríótýpunum þeirra segja frá.

Ég eyddi því deginum í dag í raun að miklu leyti í óheiðarleika, það er að segja ég gerði mér grein fyrir því í dag að það var mitt hlutverk að jánka bara voða mörgu kurteisilega og leyfa þessum ágæta manni, hann talaði nánast út í eitt í allan dag, bara að rasa út um það sem honum lá á hjarta.

Það voru aðallega hugmyndir um skelfinguna sem Demókratar munu koma yfir allt í Bandaríkjunum. Ég var líka nógu kurteis til þess að benda honum ekki á að núverandi ástand varð ekki til undir "öruggri efnahagsstjórn" Repúblikana Whistling  Ekkert frekar en að ástandið á Íslandi sé okkur að kenna, það er jú eins og "allir" vilja meina Bandaríska markaðnum að kenna öðru fremur.

Var annars að hlusta núna áðan á jómfrúarræður þriggja af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar á Alþingi frá því í gær. Verð bara að segja það hreint út, mikið assgoti er ég stoltur af mínu fólki.

Við eigum von meðan að þjóðin á þarna inni fulltrúa sem ætla sér raunverulega að vera þjónar þjóðarinnar á Alþingi en ekki öðru fremur, þjónar eigin hagsmuna.

GO Borgarahreyfingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta minnir mig allhressilega á 3 forríka Texasbúa og olíufursta sem ég keyrði og leiðsagði í 2 daga sumarið 2003. Fínir og hressir kallar, vinir Bush eldri, Frakkar nýbúnir að fordæma innrásina í Írak og French Fries kallaðar Freedom Fries í USA.

Þeir voru svo stútfullir af fordómum að ég átti bágt með mig. Sjokkeraði þá í kaffi í Bláa lóninu bara með því að segjast kunna ágætlega við Frakka. Leyfði þeim að bulla þess utan og hélt skoðunum mínum til hlés.

Og þú mátt svo sannarlega vera stoltur af þínu fólki!

Áfram MU! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband