Gamlar fréttir endurteknar - Evran er betri kostur en íslensk króna

Hér er augljóslega á ferðinni fréttatregða eða öllu heldur skortur á nýum fréttum, líklega vegna kyrrstöðu alls svona yfir hátíðarnar. 

Já, sæl kæru bloggvinir og lesendur. Vona að þið hafið haft það verulega gott um hátíðirnar hingað til. Er sjálfur búinn að njóta þess að vera með fjölskyldunni og hef nánast varla litið á tölvu í að verða viku. Hefur verið afar gott frí frá pólitísku þrasi.

Nú fer hins vegar að líða að nýju ári og þá verðum við að vera til taks hvort fyrir annað til þess að láta að okkur kveða og vera tilbúin til þess að keyra af stað breytingar til batnaðar.

Njótum samverunnar með fjölskyldu og vinum fram á nýtt ár, söfnum kröftum. Við munum þurfa á öllu okkar að halda væntanlega á nýju ári vilum við breyta einhverju. Ráðamenn treysta á að við séum að verða södd og leið á kreppu þrasi. Látum ekki þreyta okkur með þusi, hvílum okkur og mætum endurnærð til baráttu á nýu ári.


mbl.is Evran hefði dregið úr fallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað er Evra, norsk króna, dollar og næstum allt nema Simbavískur peningur betra en krónan okkar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Mikið væru Grikkir fegnir í dag ef gamla gríska Drakman væri enn við lýði. Hún dugði þeim vel frá 1832 og þar til Evran var tekin upp 2002.

Núna er Evran þeirra helsta fótakefli í baráttunni við kreppuna. Það er greinilegt að ein lausn dugir ekki fyrir alla.

Haraldur Hansson, 28.12.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég mæli með norsku krónunni. Ég meina, við vorum nú einusinni hluti af Noregi. Þeim hlýtur að renna blóðið til skyldunnar og hjálpa okkur við það - BARA FYRIR ALLA MUNI; EKKI FARA Í ESB !!!

Gísli Hjálmar , 29.12.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Norðmenn gáfu snemma ástands út þá yfirlýsingu að þeim hugnaðist ekki að við tækjum upp norsku krónuna, sú hugmynd verður því að teljast ófær.

Baldvin Jónsson, 29.12.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband