Hvaða bleyðuháttur er þetta í VR félögum???

Þetta er mér óskiljanlegt, hvað gengur þarna á? Var ekki farinn af stað sterkur hópur fólks sem vildi breytingar þarna innanborðs?

Og Gunnar Páll, gjörspilltur eins og hefur sýnt sig, stendur þarna bara keikur og brosandi og ætlar að starfa áfram sem auðmaður innan verkalýðshreyfingar.

Hvað er að gerast??  Mér þykir þetta óskiljanlegt og þætti vænt um að fá hér skýringar ef eitthvert ykkar veit meira um málið.


mbl.is Gunnar Páll einn í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Baldvin

Þessi hópur að ég best veit higgur á hallarbyltingu og kemur með mótframboð gegn allri VR stjórninni.

Mótframboðið verður þá kynnt í heild sinni eftir fundinn 5 jánúar. Eftir því sem ég best veit ákváðu þeir sem hvað harðast hafa barist í þessu, ekki vænlegt til breytinga í félaginu að bjóða sig fram eftir uppstillingarkerfi VR sem stjórnin að mestu ræður.

Hef nú ekki kynnt mér þær reglur en heyrt að þær séu ansi broslegar og ekki til þess fallnar að breyta miklu í stjórn félagsins.

Ég veit hinsvegar fyrir víst að það er mikill hugur og dugur í fólkinu og ég vona svo sannarlega þjóðarinnar vegna að þetta lykilvígi náist í baráttu okkar allra gegn ástandinu.    

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.12.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Maður hlýtur einnig að setja spurningamerki við önnur verkalýðsfélög og þau ofurlaun sem þar eru í gangi. 

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.12.2008 kl. 14:36

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Með því að setja fram heilt framboð er mögulegt að skipta út allri stjórninni en ekki formanni og þremur stjórnarmönnum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.12.2008 kl. 14:57

4 identicon

Það er nátúrlega ömurlegt að Gunnar Páll bjóði sig aftur fram og ekki gott að engin fari gegn honum en þetta kosningakerfi sem boðið er uppá í VR er heldur ekki til þess gert að hvetja fólk áfram.

Ég er sjálfur búin að fara á fund í VR varðandi 20 gr. laga VR sem er um kosningar til stjórnar og þurfti þrjá aðila til að útskýra reglunar svo ekki eru þær einfaldar.

Gunnar með því að bjóða sig fram hefur sýnt að hann ber ekki hag VR fyrir brjósti.

Ágúst (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:55

5 identicon

Þetta er með öllu ósættanlegt, maðurinn er/var greinileg siðblindur. Það er rétt að félagar VR setji öðrum viðmið til að fara eftir hvað ábyrgð varðar. 

Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 17:14

6 identicon

Baddi minn - elsku drengurinn - mig minnir að sagt hafi verið við mig fyrir margt löngu - þú ert ennþá í dómarastörfunum - er ekki erfitt að vera svona fullkominn - ef þetta er misminni leiðréttir þú mig bara - ég er nefnilega ekki fullkominn og mig getur misminnt.

Gunnar hjá VR hefur gert margt gott - en líka orðið á mistök eins og okkur öllum - ég er nú bara leikmaður þannig að ég get ekki úrskurðað um geðheilsu fólks - hvorki að lýsa fólk siðblint - gjörspillt né annað sem andlegu óstandi fylgir væntanlega. Ég hef bara séð hann í fjölmiðlum og hann hefur virkað á mig sem heill maður bæði á líkama og sál.

Sá sem stjórnaði aðförinni fyrir nokkrum vikum mætti á fund og fór í ræðustól og hóf mál sitt.  Honum var bent á að ræðumönnum bæri að kynna sig.  Hann reiddist þessu og sagði við fundarstjóra - ég hef verið í fjölmiðlum - ha já og? Ekki veit ég hvað þessi maður heitir og svo mun um fleiri.

Baddi minn - ef það á að gera breytingar - þá eiga þær að vera þannig út garði gerðar að þær nýtist öllum (VRfélögum í þessu tilfelli) en ekki sem auglýsingabrella eins manns - - sem hefur verið í fjölmiðlum --

Fáum okkur kaffi Baddi minn og ræðum málin

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:37

7 identicon

Ólafur virðist eiga mann sem kallaður er Baddi.  Þeir geta huganlega fengið sér kaffi saman, ákvörðunin er Badda.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband