Að sjálfsögðu á að setja valið í hendur þjóðarinnar

Þetta er mál sem varðar sjálfstæði þjóðarinnar og skyldi ekki umgangast af léttúð.

Málið verður að fara í þjóðaratkvæði bæði þegar tekin er ákvörðun um umsókn (aðildarviðræður kalla sumir málið) og hins vegar aftur þjóðaratkvæði þegar orðið er ljóst hver skilyrðin á okkur eru.

Það er eina leiðin til þess að nálgast þessa Evrópusambandsumræðu.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það þarf ekki þjóðaratkvæði til þess að fara í viðræður.. hinsvegar er það skilyrði að farið sé í slíka atkvæðagreiðslu eftir viðræður. 

Óskar Þorkelsson, 14.12.2008 kl. 01:49

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Þar sem traust almenning á stjórninni er lítið tel ég þjóðar atkvæðagriðsla sé lausnin og varðandi viðræður líka, ég er bara brendur eftir upplýsingarskort núverandi stjórnarmanna og skal engan undra að mig myndi langa að hafa eitthvað með það að segja hverjir tækju það að sér þ.e.a.s aðildarviðræður. " Ekki gleyma okkur á skyndilausnum né öðru sem lítur vel út " if it is to good to be true "IT USUALY IS" Svo förum varlega  eins og Baldvin segir ekki nálgast málið af léttúð, af henni er nóg komið.

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 11:17

3 identicon

Obb obb obb..

Merkilegt hvað þessi EU umræða "skyndilega" er komin á fulla ferð,,, og það hjá sjálfstæðisflokknum?? Er náttúrulega alveg frábær leið til þess að dreifa athygli almennings frá því sem er og hefur verið í gangi.

Það er langtí frá rétti tíminn núna að spá í aðild að EU, enda liggur ekkert á.

Hvað er verið að draga athygli fólks frá? Innri spillingu þjóðfélagsins? Hagsmunatengsl í efnahagsstjórn?

Ísland er ekki stórt hagkerfi og í raun þarf ekki neitt kraftaverk til þess að leiðrétta þetta ástand sem hefur skapast vegna hins svokallað bankahruns. En við verðum að gera það hér innanfrá..

Það er augljóst að Alþingi, ríkisstjórn, embættismenn og stærstu leikararnir í farsanum ætla ekki láta rannsaka "sig" og vilja alls ekki að rannsókn fari fram. 

Því verður slík rannsókn að vera gerð af óháðum utanaðkomandi aðilum sem hafa "engra" hagsmuna eða frændleikatengsla að gæta. Eðlilegast fyrir okkur væri að leita óska eftir aðstoð frá grannríkjum okkar, Noregs Svíþjóðar og Danmerkur. Þessi eiga reyndar og virkar stofnanir sem sinna rannsókn efnahagsbrota og þaðan er hægt að fá teymi til að leiða innri og ytri rannsókn hér.

Vist er að áhugi þings og stjórnar á rannsókn efnahagsbrota hér er líklega 0.03 á skalanum 1 - 10 eins og sést á þeim fjárveitingum sem veittar eru til þessa málaflokks.. um 130 milj. á ári....svipað fjárhæð og sumir nota til að skjótast á handboltaleik í öðrum heimsálfum... eða þannig..

Hér búa um 300.000 manns, lítið efnahagskerfi, mikil hagsmunatengs.. nákvæm og vel upplýsandi rannsókn á öllum liðum, þáttum og aðkomu þingmanna, ríkisstjórnar, embættismanna, einstaklinga og fyritækja er hægt að gera á minna en sex vikum... það er staðreynd! 

Áður en við svo mikið sem hugsum um aðildarviðræður að EU er eðlilegast að við lagfærum innviði þjóðfélagsins.

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 11:30

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þó að ég sé, eins og komið hefur fram, enginn sérstakur fylgismaður Evrópusambandsins, er þetta engu að síður tíminn fyrir umræðuna. Ekki til þess að draga athyglina frá einhverju, heldur umræða til að taka samhliða öllu hinu.

Miðað við alla þá kosti sem Evrópusambandssinnarnir hafa haldið fram að þá er engin tími betri fyrir þessa umræðu en akkúrat núna. Ég persónulega tel síðan að við það að leggja af stað, muni meðmælendurnir fljótlega sjá að grasið er kannski ekki mikið grænna þarna inni en utan þess, jafnvel bara mun grárra.

Umræðuna þarf hins vegar að taka núna og það meðal annars vegna mikilvægis þess að skoða uptöku annars gjaldmiðils.

Þar kemur hins vegar inn enn önnur vangavelta, það er á hvaða gengi krónunnar ættu gengisskipti að fara fram?

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Ómar Ingi

Sjaldan erum við sammála en það kemur fyrir eins og núna.

Ómar Ingi, 14.12.2008 kl. 12:20

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Ómar minn, ég undrast stöðugt á hverju þú byggir þína pólitísku afstöðu

Ekki er það komið frá því að fæðast inn í peninga eða af uppbyggingu eigin reksturs, væri gaman að ræða þetta einhvern tímann

Baldvin Jónsson, 14.12.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband