Aðeins enn ein slík fyrirsögn og langt í frá sú síðasta óttast ég

Ég vil taka fram í byrjun að ég finn mikið til með starfsfólkinu, það eru afar erfiðir tímar framundan fyrir mjög mikið af fólki.

Nú þegar eru skráðir um það bil jafn margir atvinnulausir og voru þegar verst lét 1995, eftir samdráttar árin 1992-1994.  Það voru mjög erfiðir tímar og mörg fyrirtæki sem lifðu það ekki. Þó voru þau fyrirtæki ekki orðin 90% háð bankanum sínum með rekstrarfé eins og því miður var orðið gríðarlega algengt fyrir hrunið núna.

Það er því miður afar fátt sem kemur manni til hugar sem hægt er að gera til skamms tíma til þess að bæta stöðu fólksins, en allar hugmyndir varðandi tímabundna frystingu afborgana, breytingar á eða niðurfellingu verðtryggingar og eins hugmyndir um launaða íhlaupavinnu (frekar en hreinar atvinnuleysisbætur) eru hugmyndir sem verður að skoða mjög gaumgæfilega og gera eitthvað í fyrr en seinna.

En til lengri tíma litið er EINA lausnin sú að kjósa sem fyrst og kjósa eitthvað sem leggur fram eitthvað alveg NÝTT - Tillögur að dramatískum breytingum.  Vísa til fyrri skrifa minna þar um.

Ég hef einsett mér að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að það verði til raunverulegur valkostur í komandi kosningum.


mbl.is Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband