Eða á íslensku í einlægni...

... "nýtum okkur ástandið og kaupum afganginn þarna á brunaútsölu"

Sorglegt en engu að síður almenna afleiðingin af fjármálakreppum er sú að eignir þjappast á enn færri hendur og misskiptingin verður enn meiri á eftir. Því miður.

Hér ætti í raun að frysta kaup og sölu stórra fyrirtækja og eigna þar til að rannsóknin á ástandinu er að minnsta kosti langt komin. Hér mega ekki skapast þær aðstæður að hér verði margir stórir gjörningar fljótlega sem þarf frekari rannsóknar við og jafnvel riftunar.


mbl.is Straumur stofnar fjárfestingarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo sannarlega. Ísland er á brunaútsölu og skúrkarnir fá frítt spil.

Það er þó huggun að okkar þingmennirnir eru bara 63, - í Úkraínu eru þeir 400+(tala sem ég ekki man). Hugsaðu þér malið og valdníðsluna þar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:39

2 identicon

Þú hefur greinilega tröllatrú á hinum frjálsa markaði Baldvin.  Það stendur yfir tiltekt (afskriftir) í bullkerfi sem stóðst ekki. Að sjálfsögðu koma fjárfestar að, nafnið á þeim gæti t.d. lífeyrissjóðir.

Séra Jón (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef reyndar alveg tröllatrú á hinum frjálsa markaði Séra Jón, með eðlilegu eftirliti. Hef nákvæmlega enga trú á því að markaðurinn á Íslandi hafi ekki verið að einhverju leyti misnotaður í ljósi þess hve ungur og óreyndur hann var.

Eftir því sem að mér er sagt vorum við enn að "finna upp hjólið" má segja í t.d. Kauphöll Íslands þegar hrunið varð. Hefðum víst getað sparað okkur mikið af streði og undarlegum gerningum, ef frá upphafi hefði verið svipuð lagasetning hér á opnum markaði eins og í Bandaríkjunum eða Japan svona til að nefna eitthvað.

Er ekki að segja að lagasetning hefði komið í veg fyrir kreppuna, hefði hins vegar getað komið í veg fyrir mikið af ætlaðri misnotkun á kerfinu sem nú verður rannsökuð.

Baldvin Jónsson, 26.11.2008 kl. 22:02

4 identicon

Ég er hluthafi í Straumi og stoltur af því að það leiti nú að fjárfestum til að koma hérna inn. Ekki veitir af.  Hvað er brunaútsala og var þá verðið sem var í gangi á fyrirtækjum fyrir einu ári okursala?

Okkur vantar peninga í verkefni einsog þetta
http://m5.is/?gluggi=frett&id=66122

Sumir fóru og bratt í rekstri og nú verða þeir einfaldlega að taka afleiðingunum annars lendum við bara í þeirri aðstöðu að vera bjarga Hannesum 

Séra Jón (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband