Greenspan horfist í augu við nauðsyn reglna í frjálshyggjunni og létt útskýring á skortstöðu hugtakinu.

Merkilegt nokk, en kallinn trúði svo sterkt á kerfið að mannu sýnist hann bara nánast þurfa á áfallahjálp að halda, eins og svo margir, við að komast yfir áfallið af að sjá kerfið krassa.

Maðurinn sem hefur verið einn helsti talsmaður algers frjálsræðis á fjármála mörkuðum viðurkennir nú að líklega hefði verið sniðugt að hafa meiri höft. Að fyrirtækjum á markaði hefði verið betra að neyðast til þess að skoða hvert RAUNVERULEGT verðmæti þess sem verið er að versla með væri.

Greenspan kallinn hefur augljóslega reiknað með að það væri sjálfsagt að fyrirtækin könnuðu verðmætið sjálf, en hefur yfirsést það sem hefur stundum verið kallað "The greater fool theory". Það er að kaupverð þess sem að þú kaupir skipti ekki öllu máli, svo lengi sem að þú finnur einhvern vitlausari til að kaupa það af þér áfram á hærra verði.

Síðan er fyrir leikmanninn mig augljóst, að skortsölu hluti kerfisins er megin krabbameinið. Þar er á ferðinni bara einfaldlega allt of stór freisting til þess að menn fari ekki siðlausar leiðir að því að rýra verulega verðmæti eignanna sem að þeir hafa tekið skortstöðu gagnvart.

Skortsala. 

En svona af því að mér tókst ekki í nokkuð langan tíma að skilja fyllilega hutakið um skortstöðu, og skildi ekki í raun að mér finnst fyrr en að ég fékk vin minn verkfræðing til þess að skýra það fyrir mér, að þá langar mig að útskýra það hér fyrir þér, ef ske kynni að þú hafir ekki náð því alveg ennþá sjálf/ur.

Fjármálafyrirtæki A er með ákveðna eign í höndunum. Þeir vilja selja hana áfram og bjóða á hefðbundinn hátt. Fyrirtæki B kemur og kaupir með það í huga að verðmæti eignarinnar muni aukast á komandi mánuðum, staða sem að okkur öllum finnst eðlileg. Þá kemur hins vegar fyrirtæki C og kaupir í skortsölu og er að veðja með því á að umrædd eign muni falla í verði á gefnu tímabili.
Fyrirtæki B ber sem sagt hagnaðinn á kostnað C, gangi allt vel en fyrirtæki C græðir hins vegar á fyrirtæki B, falli verð eignarinnar.

Við þetta upphefst mikil keppni í raun þar sem að bæði B og C reyna að sjálfsögðu sitt besta til að ná markmiðum sínum, það siðlausa er þá að fyrirtæki C er að sjálfsögðu að gera allt sem að það getur til að RÝRA verðgildi eignarinnar, með t.d. yfirlýsingum í blöðum, fréttum frá greiningardeildum o.s.frv.

Það að hægt sé að eiga viðskipti sem að ganga út á að eyðileggja eignir er að sjálfsögðu nánast siðlaust og fyrir mér óskiljanlegt með öllu að slíkt sé löglegt.


mbl.is Greenspan viðurkennir veikleika í frjálsræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband