Getur þú bjargað barni??

Fékk þetta sent áðan frá skrifstofu ABC barnahjálpar, endilega ef þú mögulega getur sendu þetta áfram á þína tengiliði. Skelfilegt þegar að eitthvað jafn óviðráðanlegt og mikil gengissveifla setur fleiri þúsund börn í verulega afkomu hættu.

Kæri viðtakandi
 
Fall krónunnar hefur ekki farið fram hjá neinum og hefur ABC barnahjálp hefur ekki farið varhluta af því ástandi.
 
Um 12 þúsund börn eru í skólum og barnaheimilum ABC barnahjálpar í hinum ýmsu löndum og kostar yfir 27 milljónir á mánuði að sjá fyrir þessum stóra barnaskara miðað við gengi krónunnar í dag. Íslenska krónan hefur fallið yfir 40% frá áramótum sem er þriðja mesta fall allra gjaldmiðla í heiminum á þessum tíma. Þegar svo við bætist hækkun matarverðs í heiminum sem er verulegt vandamál í þeim löndum sem ABC starfar er ljóst að endar ná hvergi nærri saman.
 
Allir sjóðir ABC eru nú uppurnir og þó hefur ekki verið hægt að senda nauðsynlegt fjármagn til barnanna. Matarreikningar hafa hlaðist upp og þolinmæði birgja er á þrotum.
 
Í svona árferði væri eðlilegast að skera niður og senda á brott þau börn sem enn vantar stuðningsaðila, en það er ekki valkostur í hugum okkar. Við viljum berjast fyrir börnunum okkar sem mörg hver hafa komið úr ömurlegum aðstæðum og hafa leitað á náðir starfsins í neyð sinni.
 
Hefðir þú tök á að hjálpa einu barni svo að hægt sé að tryggja því örugga dvöl á heimili og/eða skóla ABC barnahjálpar. Það kostar ekki nema 2500 kr./mán. að sjá barni fyrir skólagöngu með skólamáltíðum, bókum og öðru tilheyrandi skólanum. Ef barnið dvelur á barnaheimili ABC eða heimavist með fullri framfærslu er þessi kostnaður 3900 kr./mán.
 
Vinsamlegast smelltu hér ef þú vilt taka að þér að styðja barn.
 
Það væri frábært ef þú vildir hjálpa okkur í baráttunni með því að áframsenda þennan póst sem víðast.
Hjartans þakkir fyrir hjálpina.
ABC barnahjálp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Flott og þarft framtak Baddi.

Verður maður ekki að reyna að gera e-h í málunum?

Gísli Hjálmar , 22.8.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er búinn að hækka mitt framlag Baddi. Minn pjakkur er reyndar í SOS þorpi í Equador, en það gildir einu hvaðan gott kemur, bara að eitthvað sé að gert og sjálfsagt að dreifa þessu sem víðast...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.8.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband