Sat aðalfund Íslandshreyfingarinnar í gærkvöldi.

Afar ánægjulegt að sjá Ómar í sínu besta formi eftir mikil veikindi undanfarna mánuði.

Ég hlakka til að takast á við málefnin og uppbygginguna sem framundan er undir handleiðslu góðs fólks. Ekki aðrir stjórnmálaflokkar sem geta státað af öðrum eins umhverfis baráttujaxli í forsvari eins og hann Ómar er, og nýleg viðurkenning sem hann fékk frá Seacology samtökunum glæsileg staðfesting á þörf baráttu hans hingað til.

Margir í kringum mig hafa viljað efast um þörf á framboði flokks með umhverfismál sem sína helstu áherslu, en ítrekuð og endurtekin dæmi nýlega sýna kröftuglega að þvert á móti hefur þörfin fyrir umhverfisframboð aldrei verið meiri.

Nú situr í ríkisstjórn flokkur sem náði væntanlega mjög stórum hluta síns fylgis út á fullfagurt plagg sem gengur undir nafninu Fagra Ísland.  Nú þegar eru þingmenn Samfylkingar búnir að samþykkja meiri framkvæmdir tengdar stóriðju en meira að segja þingmenn Framsóknarflokksins voru tilbúnir til að lofa fyrir síðustu kosningar.

Hver á á verja okkur ef ekki við sjálf?


mbl.is Ómar endurkjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ok ertu svona KLIKK ?

Ómar Ingi, 15.8.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Baddi ... núna ertu búinn að gera Mammon-dýrkendur til reiði ...

... hahahhhahahah

Gísli Hjálmar , 16.8.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Sorry; gera Mammon-dýrkendur reiða.

Gísli Hjálmar , 16.8.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Jónas Jónasson

Fínt hjá þer Baddi minn. Aðalatriðið er bara að kjósa aldrei Samfylkinguna.

Jónas Jónasson, 16.8.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég ber mikla virðingu fyrir Ómari og náttúru Íslands.

En það er ekki þar með sagt að ég beri virðingu fyrir öfgafullri umhverfisstefnu í pólitík.

Það sem hins vegar réttlætir öfgafullar skoðanir á málum er sú ofureinfalda staðreynd að með því er nánast öruggt að öll sjónarmið komi til umræðu.

Og það er oft meira en nauðsynlegt þegar um mikilvæg samfélagsmál er að ræða.

En ég er ekki þar með að segja að ég aðhyllist öfga í einni eða neinni mynd, hvorki til hægri né vinstri; norður né niður; út né suður; aftur á bak eða áfram.

Ég vel mér einfaldlega milliveginn, ef þess kostur ...

... þess vegna fylgi ég Samfylkingunni að málum í pólitík.

Íslandshreyfingin er ágæt búbót í íslenska pólitík.

Gísli Hjálmar , 16.8.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Velurðu s.s. Samfylkinguna Gísli til að þurfa ekki að taka afstöðu???

Baldvin Jónsson, 17.8.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já ... hvernig vissurðu???

Gísli Hjálmar , 18.8.2008 kl. 23:48

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Baddi; það má segja að allt í lífinu er nokkurskonar málamiðlun.

Og þegar þannig er ástatt, þá þýðir ekkert að vera með e-h einstrengingslegar skoðanir á hlutunum. Það er að segja ef menn ætla að komast að e-h ásættanlegri niðurstöðu varðandi viðkomandi málefni.

Þesslegs viðhorf er einkanlega mikilvægt í pólitík.

... það er bara þannig Baddi.

Gísli Hjálmar , 18.8.2008 kl. 23:58

9 identicon

Einhverjum þætti eðlilegast að við borðuðum öll bara Cherrios.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband