Ég er Kristinn OG mér finnst þetta alveg frábær auglýsing!!!

Ég gjörsamlega kútveltist af hlátri þegar ég sá auglýsinguna í fréttum í kvöld.  Af hverju ekki að gefa Guði og Jesú smá kredit og trúa því að þeir hafi húmor?  Guð skapaði jú okkur skv. kenningunni í sinni mynd.

Ég trúi því að Hann hafi líka gefið okkur góðan húmor, og margbreytilegan húmor því það virðast jú ekki allir geta hlegið að því sama. En ofsalega erum við að taka okkur sjálf hátíðlega og það sem við höldum/trúum að við stöndum fyrir ef við getum ekki hlegið að Jesú bröndurum?

Ég er algerlega viss um að Jesú, alveg eins og menn sem þurfa að ganga í gegnum skelfilega reynslu (þó að reynslan komist að sjálfsögðu væntanlega ekki í hálfkvisti við það sem Jesú þurfti að upplifa á krossinum í syndum manna), hafi lært með tímanum að hlægja að erfiðleikunum.

Þar fyrir utan vissi Hann væntanlega innst inni allan tímann hvert planið var, skv. kenningunni þurfti planið jú að gerast til þess að við skrælingjarnir ættum einhvern séns.

Hef alla tíð síðan ég varð Kristinn líka fundið mikið til með Júdasi, hlýtur að vera skelfilegt að hafa þurft að taka að sér þetta hlutverk. Ömurlegt.

En höfum gaman af lífinu og gleðjumst. Eyðum ekki öllu okkar í dómhörku og hneikslan. Það trúi ég að sé Guði þóknanlegt.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get alveg verið sammála þér að mörgu leyti. Sjálfur er ég kristinn en  það er reyndar afskaplega dapurlegt þegar menn fara hamförum gagnvart kirkjunni og biskupi í stjórnlausri gremju eins og stundum er í bloggheimum.  Við verðum líka að sýna ákveðna virðingu gagnvart trú. Tek undir með þér - Höfum gaman af lífinu og gleðjumst ! Þannig vill Guð hafa okkur.  

Kalli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband