Já, hver finnur ekki fyrir djúpstæðu þakklæti núna??

Við erum svo einstaklega heppin nefnilega hérna á landi Ísa í norðurhöfum að það er stöðugt góðæri hérna í gangi.  Við lesum og heyrum stöðugt yfirlýsingar stjórnmálamanna og hagfræðinga (á launaskrá bankanna) sem segja okkur að við höfum það svo gott.  Svo miklu miklu betra en við höfðum það fyrir 4 árum.  Eignir hafi aukist svo og svo mikið og kaupmáttur aukist til muna.

Doc1Mér er spurn, hvaða forsendur gefa menn sér og af hverju virðist engin vera þakklátur fyrir góðærið? (að innan við u.þ.b. þúsund auðmönnum frátöldum sem eru auðsjáanlega í skýjunum yfir sínum kaupmætti).

Ef ég skoða dæmið miðað við margar fjölskyldur í kringum mig að þá virðumst við fá minni mat fyrir launin okkar í dag heldur en fyrir 4 árum.  Minna bensín á bílinn okkar fyrir launin okkar heldur en fyrir 4 árum.  Minna af fötum fyrir launin okkar í dag heldur en fyrir 4 árum síðan.

Af hverju þá góðæri?  Jú, almenna skýringin sem við heyrum er sú að vegna mikillar hækkunar á húsnæðismarkaði þá hafi eignir okkar aukist svo mikið á sama tíma. En hver er bættur af því?  Meðan að markaðurinn heldur sér að þá eru það aðeins þeir sem eru að minnka verulega við sig sem eiga möguleika á því að njóta þess hvað eignirnar þeirra hafa hækkað. Þeir hinir sem þurfa áfram húsnæði fyrir alla fjölskylduna, já og þurfa jafnvel að bæta við sig, þeir eru ekki sjáanlega að njóta neins.

Svo þeir sem hafa ekki selt eða keypt undanfarin 4 ár, já það er nú eiginlega versta dæmið þar. Þar eru hundruðir, líklega þúsundir fjölskyldna sem hafa lækkað í tekjum um 500-1000 þúsund. á tímabilinu.  Þær fjölskyldur misstu nefnilega vaxtabæturnar sínar af því að eignirnar höfðu hækkað svo mikið í verði að fólkið var orðið "ríkt" skv. skilgreiningu ríkisins OG fasteignagjöldin hækkuðu svo líka verulega á sama tíma af sömu sökum.

Við erum nefnilega orðin svo rík blessuð öll sömul.

 

Heppin?  Woundering

 


mbl.is Yfirdráttarlán í sögulegu hámarki og gengisbundin lán heimila vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Heppin!

Markús frá Djúpalæk, 22.8.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband