Flestar fréttir þessa helgina snúast um umferð ekki satt og eitthvað sem "þeir" kalla "umferðarmenningu".

  Það er mikil Guðs mildi tel ég hvað lítið hefur verið um alvarleg slys þessa helgina og umferðin virðist almennt ganga vel. Það á þó jú reyndar eftir að koma í ljós hversu vel landanum gengur að aka heim á morgun eftir vökur helgarinnar Sleeping

trabant

 Við lesum mikið um dólga eins og þennan með fellihýsi sem þvingar bifhjólasnót út af vegi og veldur henni skaða. Dólg sem veit væntanlega ekki einu sinni af því og trúir því enn að hann sé einn af þessum bestu í umferðinni.  Einn af þessum yfir 80% aðspurðra Íslendinga sem trúa því að þeir séu vel yfir meðallagi góðir bílstjórar.  Vantar ekki falskt sjálfstraustið þar.

En hvað um þessa sem valda sífellt stórhættu vegna of hægs aksturs??  Menn eins og þennan í fjölskyldu bíltúrnum á leiðinni til höfuðborgarinnar í gær á einum al anna samasta tíma í Íslenskri umferð??  Hvað með þá?

Konan mín var að koma að austan í gær og gekk umferðin vel þangað til að komið var í bílalest sem var búin til af einum einstökum bíl sem var algerlega í eigin heimi og tók ekki tillit til eins né neins. Einstaks bíls með fjölskyldu sem hefur örugglega verið að dást að því sín á milli hvað það væri nú gott að til væri fólk eins og þau sem hefur til að bera þroska og andlegt jafnvægi til að geta keyrt rólega á þjóðvegi 1.

Fjölskylda sem í einskærri eigingirni "þroska síns" skapaði bílaröð sem náði frá Rauðavatni og alla leið upp í Lögbergsbrekkuna.  Bílaröð sem var engin leið að komast fram fyrir vegna þess að 50% borgarbúa voru á leiðinni í hina áttina og komu því úr gagnstæðri átt.

Ég dáist að fólki sem liggur ekkert á, í alvöru!!  En tökum samt tillit!!!  Ef við ætlum út að rúnta til að njóta umhverfisins, víkjum þá stöku sinnum og hleypum ÖLLUM hinum sem vilja komast leiðar sinnar á eðlilegum hraða fram fyrir.

Það er jú góð "umferðarmenning".

Ætlaði mér ekki að tuða mikið hérna, en stundum þarf að rifja líka upp duldu hætturnar.  Þær eru nefnilega svo hættulega duldar Whistling


mbl.is Þvinguð út af veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er komið inná virkilegt vandamál og örugglega stórvaxandi slysavald. Það sér hver maður sem þarf að keyra hérna yfir fjallið allt að því daglega að það er með ólíkindum hvað menn geta verið snjóaðir inni í eigin heimi á þessari leið. Í raun og veru ætti að vera óbrotin lína á þessum vegi allar götur frá Þrengslum inní Bæ því það er þannig umferðin að maður á ekkert framúr að gera, en það eykur til muna þörfina fyrir að menn sem eru í náttúruskoðun, eða bara eru hræddir við hraðann hleypi framúr sér, með því að fara útá öxlina og losi stýfluna sem þeir eru búnir að safna fyrir aftan sig.

Ég var á ferð norður í land á dögunum og varð í ferðinni var við hverslags bull er að verða til í kringum þessi hjólhýsi og aftanívagna allskonar. Það er skemmst frá að segja að það er sennilega ekki nema annar hver ökumaður sem er fær um að draslast með þetta á eftir sér, hinir ættu að fara í námskeið til að læra að fara með þetta, auk þess sem sumir eru sér meðvitaðir um það að þeir mega bara aka á 80 og fara eftir því í hvívetna og segjast örugglega stoltir vera að forða slysum, en búa í leiðinni til þvílíkan glæpaakstur við að taka framúr þeim að engu tali tekur.

Nei, ég segi eins og þú Baldvin, snillingurinn sem svínaði á stúlkunni á dögunum  stendur sennilega í þeirri trú ennþá að hann sé fyrirmyndarökumaður og það er mikill skaði, það er allt of mikið af fólki á ferðinni sem telur uppá að það sé fært um að keyra, en er það í raun ekki, fólk á öllum aldri, því miður.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.8.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband