Mér þætti vænt um að fá svör hér frá forkólfum Samfylkingarinnar.....

Ég setti inn nokkrar spurningar í athugasemdir hjá Dofra, en þetta á heima hérna þar sem að forystumenn S geta þá nýtt tækifærið, t.d.  í athugasemdum hjá mér og svarað mér með þær spurningar sem brenna á mér þessa stundina:

1.  Hver er afstaða S til fjölgunar/stækkunar álvera?

2.  Hver er afstaða S til loftlagsmengunar?  Þ.e. ætlar S að standa gegn frekari aukningu?

3.  Hver er afstaða  til aðstæðna aldraðra í samfélaginu og hvað leggið þið til að verði gert?
(Er lausnin kannski fólgin í að minnka einangrunina og finna fjölskylduvænni lausnir þrátt fyrir að það sé þó nokkuð dýrara?)

4.  Hvaða stefnumál S get ég treyst því að þið munið berjast fyrir með kjafti og klóm komist þið á þing?  Þ.e. hvaða mál eruð þið tilbúin að ábyrgjast að verði ekki samin frá ykkur fyrir völd og/eða stóla?

Ég spyr ekki vegna þess að ég vilji vera með leiðindi eða hroka. Ég spyr ykkur kæru S menn og konur vegna þess að óstöðugleiki S hingað til með sín eigin stefnumál er eina ástæðan fyrir því að ég treysti mér ekki til að kjósa S í komandi kosningum.

Það eru vissulega að sjálfsögðu fjölmörg önnur mál sem er krafa frá þjóðinni um að viðra í kosningaslagnum og þar með taka á á komandi kjörtímabili, s.s. samgöngumál, skipulagsmál o.fl. en ég vil skilgreina það sem lúxusvandamál í velferðarsamfélaginu okkar.  Spurningar um aðbúnað aldraðra og umhverfismál sem taka til framtíðar barnanna okkar um allan heim eru mál sem má ekki fresta því að taka á að mínu mati.

Hvað finnst þér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband