Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Það eru ekki bara lykilstjórnendur Kaupþing banka sem lifa í óvissu

Jú jú, við getum vissulega fundið til með mörgum stjórnandanum þar sem og annarsstaðar. Upp til hópa efalaust gott fólk og vont að lifa við fjárhagslega óvissu. En það er ljóst að líklega um 90% þjóðarinnar býr við þá óvissu í dag.

Það ríður því á með þetta mál og öll önnur svipuð mál að leysa þau sem hraðast með heilbrigt siðferði að leiðarljósi. Samningar skulu standa svo lengi sem að þeir brjóta ekki gróflega á rétti þriðja aðila. Það stenst ekki lög að gera með sér samning um að arðræna hluthafa bankans til dæmis og sparifjáreigendur. Það getur ekki verið.

Það þarf því að leysa þetta mál hratt og örugglega með það að leiðarljósi að samningsaðilar skulu vera ábyrgir gjörða sinna.

Svo fá voru þau orð.....


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar góð byrjun - göngum alla leið og gerum samninga um samnýtingu húsnæðis sendiráða norðurlandanna

Það er beinlínis kjánalegt birtingarform óraðsíunnar sem verið hefur í gangi að sjá lista yfir öll þessi rándýru sendiráð sem Íslendingar eiga orðið um víða veröld. Á flestum stöðum á dýrasta eða afar dýrum stöðum, gríðarleg sýndarmennska smáríkis í birtingu.

Nú er mál að selja þessi rándýru hús og nýta fjármagnið til uppbyggingar hér heima. Ég efast ekki um að vinir okkar á norðurlöndunum muni verða okkur innan handar með að leigja okkur aðstöðu innan sinna sendiráða. Það er yfirdrifið nóg að vera með góða skrifstofu aðstöðu og samnýta fundaraðstöðu með öðrum.

Lærum núna að fara með peninga - sníðum okkur stakk eftir vexti.


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róbert Melax þarf engu að síður að fylgja lögum eins og við hin

Liggi málið svona fyrir er mér erfitt að skilja hvers vegna ekki var einfaldlega haldinn löglegur hluthafafundur og málið afgreitt þar. Hvers vegna þurfti að koma til fölsuð heimild um nýja stjórnarmenn? Hvers vegna þurfti KPMG að svindla og draga ríkisskattstjóra niður með sér?

Viðskiptahugmyndin var ekki að ganga upp segir Róbert hérna. Gott og vel, hvers vegna þá ekki að slíta bara félaginu og taka með löglegum hætti til baka eigur sínar í því?


mbl.is Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handvömm hjá ríkisskattstjóra endar í einkamáli

Hvernig getur það gerst að einhverjir sem skrá sjálfa sig sem nýja stjórnarmenn í félagi, geti sannfært ríkisskattstjóra um gjörðina án undirskriftar raunverulegra eigenda og stjórnarmanna félags??  Þetta er einfaldlega fáránlegt mál og ættu eigendur FS13 ehf. án nokkurs vafa að sækja einnig mál á ríkisskattstjóra.

Gríðarleg handvömm þar á bæ veldur eigendum augljóslega stórtjóni.

Hvort sem að menn eru sammála eða ósammála viðskiptahugmyndum eða framkvæmdastjórn félaga (sem ég ímynda mér að hafi verið aðalmálið hér) að þá ríkja engu að síður lög um samskipti og stjórn fyrirtækja. Þar er skilgreint í samþykktum hvers félags hvernig stjórn þess og ákvarðana töku skuliháttað, gangist hluthafar við því ber þeim að sjálfsögðu að hlýta því.

Ég finn samt fyrir þakklæti í dag að einhverju leyti að bólan skildi springa á Íslandi. Með því að bankarnir okkar, sem tengdust nánast öllum þessum gjörningum, eru nú í ríkiseigu gefst gott tækifæri til þess að ná öllum svona málum upp á yfirborðið.

Hljómar hræðilega öfgafullt, en tími hreinsunar er framundan.


mbl.is Ágirntust þeir FS13 ehf.?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin er byrjuð að sjá að sér - heyri frá fólki á hverjum degi sem ætlar sér að reyna að komast hjá því eins og hægt er að versla við þetta fólk

Nú er það í okkar höndum að styðja ekki við þennan verslunarmáta Bónusfeðga og vina þeirra áfram.

Bónus verslanirnar eru í eigu Haga, Hagar eru skráðir eigendur að minnsta kosti þessara fyrirtækja:

Hagkaup
Bónus
Bananar
Hýsing
Aðföng
Ferskar kjötvörur
10-11
Debenhams
Karen Millen
All Saints
Warehouse
TopShop
Zara
Oasis
Dorothy Perkins
Coast
Evans
Útilíf
Jane Norman
Day

Svo áttu þeir félagar líka þegar ég síðast vissi bensínstöðvarnar Orkan og gott ef ekki Skeljung líka.

Geturðu bætt við þennan lista lesandi góður?


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algerlega óskiljanleg yfirlýsing um fjárlög frá forsætisráðherra

Hvað er maðurinn að meina með hallalausum fjárlögum 2012??  Þetta tel ég vera nánast siðlausa tilraun til þess að hugga fólk og auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. Leggi Geir ekki fram raunveruleg gögn um hvernig þetta megi takast er þetta ekkert annað en fantasía. Álíka líkleg til þess að rætast og að það verði kominn á heimsfriður árið 2012 eða að búið verði að uppræta hungri í heiminum.

Ekki misskilja mig, ég myndi meira en flest annað langa til að sjá afgang á fjárlögum hið allra fyrsta, en ég vil sjá það byggt á raunveruleika - raunveruleika þar sem að hinir minnstu borga ekki hlutfallslega langmest.

Við hvað er miðað hérna??  Rekstur ríkisins 2007??  Ég held að varlega áætlað muni VLF dragast saman um að minnsta kosti 15-20% á næsta ári.  Við erum að tala um keðjuverkandi áhrif kreppunnar, atvinnuleysis og almenns samdráttar í viðskiptalöndum okkar líka. Við erum ekki að fara að hafa miklar tekjur af bönkum eða fjármálastarfsemi, álið er að snúast í tap, fiskverð fer hríðlækkandi á erlendum mörkuðum (verðlaus krónan hjálpar okkur sem betur fer aðeins þar ennþá) og fá dæmi um að eitthvað nýtt komi til á næstu misserum.

Ég endurtek, á hverju byggir þú þessa spá Geir?


mbl.is Undirbúa ný fjárlög eftir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo deyr siðferði hjá kaupmönnum sem ráðamönnum - gleðileg jólahjöf til handa almenningi

Þetta kemur enn einu sinni inn á þá staðreynd að flest trúum við því í hjarta okkar að við séum gott fólk. Geir Haarde trúir því raunverulega að hann sé manna hæfastur til þess að leiða okkur út úr ógöngunum sem að hann henti okkur með valdníðslu inn í.

Jóhannes Jónsson trúir því að hann sé góður maður og að verið sé að koma fram við hann af ósanngirni af því að einu sinni skapaði hann betri kjör fyrir neytendur, og þessu trúir hann þrátt fyrir að vera búinn ásamt sínu fólki að arðræna okkur árum saman í krafti fákeppni. Kaup þeirra á 10-11 voru dulin snilldarleikur fyrir þeirra hagnað. Með því að eiga 10-11 gátu þeir hækkað verðið í allri keðjunni og samt litið út fyrir að vera "ódýrir" ennþá í Bónus. Þeir hækkuðu verð í 10-11 og gátu með því hækkað verð í Hagkaup en voru samt ennþá "ódýrir" við hliðina á 10-11. Svo á sama máta með Hagkaup, með því að þeir gátu hækkað verðið þar, gátu þeir einnig hækkað verðið í Bónus og virkað áfram ódýrastir þar.

Nei, veistu Jóhannes - þetta er fyrir þjóðina afar gleðileg jólagjöf. Afar gleðileg.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófin búin - pólitíkin tekur völdin

Jæja, þá er þessari önninni lokið - var að ljúka síðasta prófinu þetta árið Cool

Nú er það bara vinnan og pólitíkin fram yfir áramót. Vil vara ykkur við sem ég kalla vini mína og félaga, nú mun ég byrja að hringja og herja á fólk að standa upp og berjast fyrir breyttum tímum og heilsu þjóðarinnar, bæði fjárhagslegri og líkamlegri.

Hættum að kvarta bara - stöndum upp og tökum málin í okkar eigin hendur.

Hvernig? Jú, við byggum upp sterkt stjórnmálaafl, bjóðum fram og breytum svo því sem þarf að breyta.

Bjartsýni? Já, mögulega. En ef einhvern tímann var þörf á henni og fólki sem er tilbúið til að leggja sitt af mörkum, þá er það núna.

Ertu með?  Ég er með baddiblue@gmail.com ef þú vilt ólm/ur og ég er ekki búinn að hringja í þig.


Baugsmálið 2008 - alveg bráðmerkilegt fyrirbæri

Það er rétt og eðlilegt að ákæra aðila sem taldir hafa gerst brotlegir við lög. Afar vafasamt verður samt að teljast að ákæra þá 10 árum síðar - eða 6 árum frá því að rannsókn á tilteknu atviki hófst.

Mér fyndist þetta kannski ekki alger sóun á tíma saksóknara (sem ætti að hafa nóg að sýsla við að rannsaka bankastarfsemi og innherja gjörninga) og peningum skattborgara, ef um væri að ræða hærri upphæðir en þarna koma mögulega til dóms.

Ég er ekki einn þeirra sem vil hlífa Jóni Ásgeiri við rannsókn þessa dagana, en er ekki eitthvað annað mikið stærra sem ætti að vera að skoða hjá honum núna? Eitthvað sem skiptir hagsmuni þjóðarinnar gríðarlegu máli sem fordæmi. Eitthvað sem tengist ítrekuðum innherjaviðskiptum?


mbl.is Ákært á ný í Baugsmálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða fólksins virkar!! - Nýtum þetta okkur til hughreistingar, berjumst áfram gegn spillingu og valdhroka

Mér finnast þetta afar góðar fréttir. Persónulega hef ég ekkert á móti Tryggva Jónssyni, ekki frekar en til dæmis Lalla Johns. En báðir hafa þeir brotið af sér, fengið dóm og þurfa að sæta honum og þeim álitshnekki sem slíku fylgir.

Algerlega óháð persónu Tryggva, er það einfaldlega bara ekki boðlegt á þessum tímum að vera með mann sem er á skilorði fyrir ólögleg athæfi við rekstur fyrirtækis, í þeirri stöðu að hjálpa viðskiptavinum Landsbankans að vefja ofan af flókinni stöðu í þeirra eigin fyrirtækjum.

Þetta er að minnsta kosti annar augljós sigur af mótmælum. Fyrst kom KPMG málið, nú Tryggvi og verður spennandi að sjá hvað tekst að sigra næst.


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband