Skjár 1 stefnir á verstu framkvæmd að virðist sem þeim gæti hugkvæmst á þessu stigi málsins

Er búinn að velta aðeins fyrir mér þessari hugmynd Skjás 1, að ætla sér að verða að áskriftarsjónvarpi frá og með miðjum næsta mánuði.

Ég skil að mörgu leyti þá aðstöðu sem að þeir eru í. Auglýsingasala hefur dregist gríðarlega saman frá hruni og eins og flestir vita, er það jú nánast eina mögulega tekjulind stöðvarinnar eins og hún hefur verið rekin hingað til.

Sjónvarpsstöðin er rekin sem frí-miðill og hefur nýtt sér styrkinn í áhorfi hingað til við sölu auglýsinga. Áhorfið samkvæmt nýjustu tölum frá Capacent Gallup er yfir 85%, sem verur að teljast afar gott.

Nú ber hins vegar svo við að stöðin býr við mikinn tekjumissi. En hvað skal þá gera? Eigendur standa frammi fyrir því að eiga mögulega ekki marga kosti í stöðunni.

Ég tel kostina vera einhverja af eftirtöldum:

1. Greiða auki hlutafé inn í reksturinn og reyna sem þeir geta að berjast í gegnum erfiðleikana. - Mjög líklega hafa eigendur ekki aðgengi að miklu fjármagni þessa dagana og þessi leið gæti því orðið ansi torfær.

2. Fara í hlutafjáraukningu og ná þannig inn auknu veltufé og reyna þannig að berjast í gegnum þennan samdráttartíma. - Reksturinn virðist vera að ganga í gegnum erfiðleika. Spurning hvort að aðgengi að fjárfestum sé í pípunum. Samkvæmt Gróu á Leiti, virðast flestir þeir sem hafa eitthvað handbært fé, vera að fjárfesta með því erlendis þessa dagana.

3. Reyna að auka tekjustreymið með því að fara að rukka fyrir áhorfið með einhverju móti.

Og eins og kynnt hefur verið í fjölmiðlum virðist ljóst að eigendur hafa valið leið 3.

En hvert mun það leiða stöðina?

Þrennt sem getur gerst að mínu mati:
1. Þetta gengur bara vel og allir sáttir.
2. Þetta gengur illa og minnkar svo áhorf á sama tíma (áætlað allt að 80% drop) að Skjár 1 á ekki afturkvæmt nema með gríðarlegum kostnaði, inn á frímarkaðinn aftur.
Það þarf jú miki áhorf til að selja auglýsingar gegn góðu verði.
3. Þetta gengur ekki upp en viðskiptavinurinn kemur strax aftur þegar að þeir ákveða að slútta þessu.

Persónulega tel ég og mikill meirihluti samnemenda minna, sem voru með mér á vinnuhelgi í markaðssamskiptum á Bifröst um helgina, að atriði 2 verði ofan á, og að þessi framkvæmd muni að líkum ríða stöðinni að fullu.

Skoðaði þessa könnun sem að hefur gengið um málið á Facebook, sjá hér.

Samkvæmt könnuninni ætla um 9.2% að greiða fyrir áskrift, 79,4% ætla ekki að gera það og um 11,4% eru enn óákveðin. Það voru 5.617 manns búin að svara könnuninni þegar að ég sótti þessar tölur.

Erum við að fara að kveðja enn einu sinni "þriðju" sjónvarpsstöðina? Hvað heldur þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að þessi könnun á facebook sé ekki raunhæf.. þó úrtakið sé stórt. Íslendingar eru svooooo shallow! Held að það muni margir gerast áskrifendur og "laumast" aftan af sjálfum sér með því að bæta því inn á símareikningana sína.

Held hins vegar að það verði ekki nógu margir til að halda stöðinni gangandi

Og hvað ætlar þeir að gera með auglýsingatímana? Fækka þeim? Hætta að slíta þætti hundrað sinnum í sundur með auglýsingum?

Ég hef sýnt því umburðarlyndi af því að stöðin er "frí" en ég myndi aldrei borga áskrift af slíkri stöð. Ekki það að ég myndi nokkurn tímann borga áskrift að svona léttmetisstöð eins og skjánum

(...no such thing as a free lunch, en það er annað röfl)

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Facebook kannanir verða seint settar á sama stall og Capacent, til að nefna eitthvað Heiða, en þetta er engu að síður mjög afgerandi niðurstaða úr mjög stóru þýði.

Áhorfið mun hrynja og þar með munu þeir selja enn minna af auglýsingum.

Þeir eru a.m.k. í afar erfiðri stöðu - svo mikið er ljóst.

Baldvin Jónsson, 18.10.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, hver hefur eiginlega áhuga á þeirri froðu sem þar boðið er upp á ?

Hver er markhópurinn ?

hilmar jónsson, 18.10.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Árni Steingrímur Sigurðsson

Option 4: Draga saman seglin, minnka kostnað (og aftur vona það besta, þ.e. áhorf minnkar ekki við ódýrara sjónvarpsefni)

Árni Steingrímur Sigurðsson, 19.10.2009 kl. 07:08

5 identicon

Látum okkur sjá, horfa á Þórhall miðil, endalaust raunveruleika crap...
Nei takk... goodbye skjár 1

DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 08:58

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Held að það sé barasta enginn grundvöllur fyrir svona mörgum sjónvarpsstöðvum fyrir okkar litla samféalag. Hugsa að bæði Skjár einn og hliðarstöðvar Stöðvar 2 verði lagðar niður á komandi 1-2 árum, og að meira að segja Stöð 2 verði á mörkum þess að lifa af. Get ekki séða ð hér sé markaður fyrir meira en 1-2 sjónvarpsstöðvar, 1 dagblað og nokkrar útvarpsstöðvar.

Héðinn Björnsson, 19.10.2009 kl. 09:10

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Árni Steingrímur er líklega með þetta hérna, en það er væntanlega afar óálitlegur kostur fyrir núverandi eigendur. En líklega álitlegri en að hverfa alveg.

Markhópurinn er peningar Hilmar. En að kaldhæðninni slepptri er augljóslega mikið af fólki sem horfir á þetta. Mælast með yfir 85% áhorf.

Já Héðinn, eftirspurnin sveiflast líka með þenslu samfélagsins. Á miklu samdráttarskeiði er líklega ekki pláss fyrir þennan fjölda.

Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fara aftur á byrjunarreit og hefja endursýningar á Dallas. það er varla verri froða en allt þetta raunveruleika- og bitchelorrugl, en örugglega mun ódýrari í innkaupum.

Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 10:22

9 identicon

Dýrasta efnið í sjónvarpi er innlend dagsskrárgerð. Stöðin á því að hætta öllu slíku og fækka fastráðnu starfsfólki og einbeita sér að því sem hún er best í , þ.e. að sýna améríska velluþætti. Þeir eru misjafni en innanum eru hreint ágætir þættir sem mér líkar ágætlega við. Ef eigendur hafa trú á rekstrinum, þá koma þeir með peninga inn, annars er þetta dauðadæmt dæmi.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:23

10 identicon

Ahhhh gamli góði tíminn... en nú verður að spara enn meira, nú verður bara sjónvarp á fimmtudögum.. i ágúst.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:36

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skjár einn er það sem ég neita mér um framar öllu öðru.  Ég mundi ekki borga fyrir það sorp, sem þar er sýnt.  Raunar kemst ég vel af án stöðvar tvö líka.

Hef ekki áhuga á sjónrænu chloroformi.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 11:37

12 identicon

Komið bara á bloggið mitt... miklu betra en skjár 1, betra en stöð 2, betra en RÚV... svei mér þá ef það er bara ekki best í heimi.. og algerlega ókeypis.. + fræðandi :)


DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:43

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég kemst af án Stöðvar 2 og mun komast af án SkjásEins

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 13:51

14 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gleymið ekki að til að borga mánaðaráskrift SkjásEins þarftu að vinna þér inn ca Kr 5000 miðað við nýja skattastefnu núverandi ríkistjórnar sem tekur gildi á næsta ári

Jón Snæbjörnsson, 19.10.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband