Magnús Orri Schram gekkst við því fyrir hönd Ríkisstjórnarinnar að búið væri að afskrifa lán íslensku bankanna af erlendum lánveitendum

Merkilegt. Hingað til þegar þetta hefur borið á góma hefur sá fulltrúi ríkisstjórnarinnar sem talað hefur verið við, yfirleitt eytt talinu eða gert lítið úr því.

Magnús Orri Schram, sem sat í Kastljósi rétt í þessu á móti Birni Þorra Viktorssyni og reyndi að verja hálfkákið sem stórskuldugum fjölskyldum landsins er boðið upp á í þeim úrræðum sem að stjórnin hefur verið að kynna að undanförnu. Á stundum að virðist mest megnis einungis til þess að lægja gagnrýnisraddir til dæmis Hagsmunasamta Heimilanna, en þau samtök hafa staðið sig gríðarlega vel á vaktinni fyrir fjölskyldur landsins, og eru ekki auðblekkt með glansandi hugmyndum.

Samtökin voru einmitt að senda frá sér yfirlýsingu vegna þessa í formi ályktunar sem sjá má hér.

En sem sagt, það sem vakti undrun mína í þessum Kastljós þætti, sem að ég mæli með því að fólk nálgist og horfi á á vef RÚV, var að Magnús Orri svaraði því til á þá leið að afskriftirnar hefðu farið fram og nú væri ríkið að ákvarða hvernig þeim peningum væri best varið.

Ég spyr, er það ekki lántakandanna að taka afstöðu til þess?


mbl.is Rannsókn á hruni fær aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

  1. Það heldur bara áfram þjófnaður bankana eins og þeir hafi ekki fengið nóg með þeim okurlánum sem hafa verið í boði undanfarin ár, ekki dugðu þau til að þeir stæðu í lappirnar. Auðvitað eiga lántakendur að fá leiðréttingu þá myndu allflestir borga ánægðari.

Sigurður Haraldsson, 8.10.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður blasir við sú sorglega staðreynd á Íslandi að "íslenskir stjórnmála- & viðskiptamenn" hafa breytt landinu í RÆNINGJASAMFÉLAG.  Örlög þjóðarinnar er í höndunum á "siðblindum hræsnurum....!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 8.10.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef nú horft á viðtalið við Magnús Orra og Björn Viktor í Kastljósinu. Því miður kom þessu viðurkenning Magnúsar Orra það seint fram að Sigmar greyp hana ekki á lofti til að hnykkja betur á henni, enda tíminn á þrotum. Þó Magnús Orri  og Björn Viktor töluðu hver ofaní annan, gat ég ekki betur heyrt en að þessi viðurkenning Magnúsar sé staðreynd. Hlustaði á þann bút aftur til öryggis. Sé þessi viðurkenning staðreynd, sem ég hef ekki ástæður til að efast um, verður að ganga vel eftir því að afskriftir gangi til þeirra sem tóku lánin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 20:55

4 identicon

Mér varð nú hálf illt að hlusta á þennan Magnús Orra! Þvílíkur trúður! Veruleikafirringin í HÁMARKI!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mikið fylgist þið illa með. Því hefur aldrei verið neitað af stjórnvöldum að afskriftir verði við kaup nýju bankanna á skuldabréfasöfnum gömlu bankanna. Það, sem stjórnmálamenn hafa hins vegar sagt er að erlendu kröfuhafarnir hafi barist fyrir hverri krónu og því hafi einu afskriftirnar verið samkvæmt mati á greiðslugetu skuldara.

Með öðrum orðum þá var það aðeins gefið eftir, sem tailið væri að væri hvort eð er tapað fé. Þetta eru því aðeins afskfitrir á lánasöfnunum til að mæta óhjákvæmilegu útlánatapi vegna þeirra skuldara, sem ekki geta greitt lán sín að fullu. Verðmæti skuldabréfasafnanna voru verðmetin út frá þessum forsendum af tveimur alþjóðlegum endurskoðunarskrifstofum með sérþekkingu á þessu sviði.

Ef við gefum okkur að þessar fullyrðingar stjórnarinnar séu réttar og að mat þessara endurskoðunarskrifstofa sé rétt þá verður ekkert eftir til að skipta milli annarra skuldara.

Orð Magnúsar um ákvarðanir um það hernig þessum peningum er varið snúa að því að afskrifa þessi óhjákvæmilegu útlánatöp vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu með þeim hætti að ekki þurfi að koma til gjaldþrota eða annarra dýrra úrræða við þá niðurfellingu.

Þeir, sem halda því fram að eitthvað verði eftir af þessum afskriftum til almennra niðurfellinga skulda eru að halda því fram að annað hvort séu þeir að ljúga, sem halda því fram að erlendu kröfuhafarnir hafi ekkert gefið eftir og ekki veitt afslættu umfram það, sem þurfti til að mæta óhjákvæmilegum útlánatöpum eða að þær alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofur, sem framkvæmdu útreikninga á þörfinni fyrir afskriftir til að mæta þeim afskriftum hafi ofmetið þá þröf og það verulega.

Að framansögðu segi ég við Ragnheið Örnu. Það var engin veruleikafyrring hjá Magnúsi í þessu viðtali. Það er veruleikafyrring hjá Birni Þorra Vigfússyni og öðrum, sem virkilega trúa því að hægt sé að nota afskriftir á skuldabréfasöfnum gömlu bankanna við kaup nýju bankanna á þeim til almennra afskrifta skulda. Það er veruleikafyrring hjá þeim, sem halda að hægt sé að fara út í almennar afskriftir skulda án þess að leggja þungar byrgðar á ríkissjóð og þar með skattgreiðendur. Það er leitun að dæmi í Íslandssögunni um að jafn margir hafi trúað jafn mikið á jafn ranga fullyrðingu eins opg þessa.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2009 kl. 21:26

6 identicon

ég segi nú bara að það sé veruleikafyrring að halda að heimilin geti/ætli að borga glæpi elítunnar.........

zappa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:38

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það sem Magnús Orri sagði var í grófum dráttum:

Afsláttur á lánasöfnum, sem færst við færslu þeirra frá gömlu bönkunum til þeirra nýju, verður notaður til að aðstoða ÞORRA almennings.

Nú er bara að láta Magnús Orra standa við þessa yfirlýsingu sína, því enginn annar innan Samfylkingarinnar hefur viljað gangast við þessu hingað til.

Marinó G. Njálsson, 9.10.2009 kl. 00:22

8 identicon

Afslátturinn á lánasöfnum gömlu bankanna á að nota í afskriftir íls.

Með öðrum orðum 120% hækkun gengistryggðra lána sem nýji bankinn fær án endurgjalds á að nota til að greiða niður útlán hjá öðrum lánastofnunum.

Við höfum fengið ríkisstjórn sem þjáist af heilabilun og eða siðblindu.

Og það verður einhver að fara benda þessum félagsmálaráðherra á það að afborganir gengistryggðra lána sem tekin voru 2007 hækkuðu 40-120% á einu ári. Maí ´08 leiðréttingin svokallaða lagar aðeins um helmingin af þeirri hækkun.

Það er verið vísvitandi verið að ljúga að okkur af þessari ríkisstjórn og snötum hennar samanber langloku Sigurðar M. hér ofar.

Toni (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:45

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef stjórnendur fjármálastofnana stæðu frammi fyrir því vali að fá holskeflu fasteigna í fengið eða að lækka höfuðstól húsnæðislána um tiltekið hlutfall eða færa hann aftur til ákveðinnar dagsetningar, tel ég næsta víst að síðari valkosturinn yrði tekin. Auðvitað yrði reynt að prútta og kannski næðust ekki ýtrustu kröfur fram. Gangi fólk almennt að þessum valkosti án þess að gera fyrirvara á samþykki sínu, verður þessi leið trúlega farin. Er ekki þess virði að hvetja fólk til að setja slíkan fyrirvara við undirskrift, velji það að taka þessa leið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 00:58

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bankarnir hafa semsagt lánað út loft? Hvar urðu þessir peningar til, sem verið er að innheimta núna, fyrst engin lán eru að baki? 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2009 kl. 05:48

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Hann ruddi út úr sér utanbókarlærðum frösum og maður fékk á tilfinninguna að hann hefði ekki grænustu glóru um hvað hann var að tala. Hann heyrði ekki í Birni Þorra, skildi hann líklega ekki, og hélt bara áfram í frasafílingnum. Minnti óhugnanlega á Árna Pál." (Úr pistli Láru Hönnu um þetta mál)

Verð að taka undir þessi orð hennar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 10:05

12 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Þegar Magnús Orri segir að þessi aðgerð sem ríkisstjórnin er að fara í með því að fara greiðslubyrgðina aftur þá er verið að gera fólki auðveldara með því að greiða af lánum.

ég bara spyr Magnús Orra hvort hann vilji ekki greiða af láninu mínum líka því ég er bara með atvinnuleysisbætur og ég næ varla endum saman.

með öllum þessum skattahækknum sem framundan er og skerðingu alls staðar þá held ég að ég hætti að borga reikningana mína bráðlega.

frekar kýs ég að gefa barni mínu mat að borða.

Arnar Bergur Guðjónsson, 9.10.2009 kl. 10:18

13 identicon

Það er reyndar ótrúlegt að hlusta á Samfylkingarfólk og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um leiðréttingu á lánum og koma til móts við skuldara í landinu. Það er eins og stjórnvöld séu algjörlega úti á þekju þegar vikið er máls á þessu efni. Það vottar ekki fyrir skilningi á því að lán sem voru tekin í góðri trú en eru nú komin í himinhæðir eru þvílíkt óréttlæti að það hálfa væri nóg og ekkert sem réttlætir að lántakendur eigi að greiða fyrir þann óskunda sem bankarnir áttu stóra sök á. Stjórnvöldum þykir ekkert að því að tala um þetta sem skuldir heimilanna! Það er aldrei minnst á að þetta eru skuldir óprúttinna einstaklinga sem hafa komið landinu á hausinn og nú er þorri almennings settur í að greiða fyrir. Þetta óréttlæti fer bara ekki inn í hausinn á ráðamönnum þessa lands og þeir halda því blákalt fram að það sé verið að koma til móts við "skuldara" með handónýtum aðgerðum. Skuldarar eru bankarnir sem með óráðsíu komu öllu á hvolf hér!! Þeir hljóta að þurfa að taka á sig leiðréttingu á þeim lánum sem almenningi var lofað á allt öðrum forsendum en eru nú fyrir hendi.  Það á að leiðrétta höfuðstól lána strax, annað gagnast ekkert.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 11:48

14 Smámynd: Baldvin Jónsson

Marinó kemur með virkilega rökræna samantekt á sama máli hér: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/961820/?fb=1

Hann hefur eytt miklum tíma í að stúdera þessi lánamál og veit hvað hann syngur.

Baldvin Jónsson, 9.10.2009 kl. 14:48

15 identicon

Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fengu árið 2006 400 milljóna króna lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar til að kaupa fasteign í Lettlandi. Verðmæti hennar var 40 sinnum lægra. Viðskiptafélagi þeirra í Lettlandi er frægur verjandi mafíuforingja. Áætlað er að Byr þurfi að afskrifa hátt í milljarð króna vegna lánsins. Lögmennirnir hafa fengið yfir 20 milljónir króna frá einstaklingum sem vilja taka þátt í hópmálsókn hjá þeim þó ekki sé hægt að fara í hópmálsókn á Íslandi.

Er þetta ekki sami Björn Þorri sem fékk 500 milljón króna erlent kúlulánlán í gegnum eignarhaldsfélag sitt til að kaupa bréf í BYR.

Ótrúlegt að þessi sami maður skuli ítrekað mæta í Kastljós og þykjast vera talsmaður lítilmangarans. Líklega fáir sem fór lengra fram úr sér í góðærinu en þessi sami Björn Þorri.

Jónas (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 16:13

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Zappa. Það er helvíti skítt að þjóðin skuli standa uppi með skaðann af glæpsamlegri hegðun útrásarvíkinganna. Það er hins vegar staðreynd, sem við búum við nú og þurfum að takast á við. Við komumst því miður ekki hjá því.

Edda Karlsdóttir. Það er ríkið og þar með við skattgreiðendur, sem stöndum uppi með nýju bankana. Afslættirnir, sem nýju bankarnir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna eru aðeins í samræmi við útreikning á óhjákvæmilegum útlánatöpum vegna þeirra, sem ekki geta greitt sín lán að fullu. Allir afslættir til þeirra, sem geta greitt sín lán lenda því á nýju bönkunum og þar með skattgreiðendum. Ekki láta Framsóknarflokkinn eða Hagsmunasamtök heimilanna ljúga öðru að þér. Það heldur áfram að vera lygi hversu oft, sem því er haldið fram.

Hvað sanngirni varðar þá spyr ég þig. Hvort er sanngjarnara að þeir, sem tóku lánin taki á sig þennan skell eða að skattgreiðendur geri það? Það er ekki öðrum kostum til að dreifa. Er það sanngjarnt að fólk, sem ekki stofnaði til þessara lána greiði hluta af höfuðstól þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 11.10.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband