Nokkrar örlitlar leiðréttingar við fréttir af landsfundi Borgarahreyfingarinnar - Lýðræðið grætur

Vegna ítrekaðra frétta af því að önnur fyrirliggjandi tillaga að lagabreytingum sem lá fyrir landsfundi, hafi verið einhver sérstök tillaga þingmannanna okkar, að þá vil ég koma því á framfæri að sú tillaga var unnin af fjölda manna og kvenna en ekki aðeins af þingmönnum. Mun fleiri en skrifuðu á endanum undir sem stuðningsmenn við hana.

Títtnefndur Jón Þór var til að mynda einn af þeim aðilum og því alls ekki rétt að nefna annan tillögu pakkann sérstaklega við hann. Hann á mikið í þeim báðum.

Ég er leiður vegna þessa máls, leiður yfir því að hreyfing sem okkar geti samþykkt yfir sig lagabreytingar þar sem fram koma fasískar tillögur sem setja eiga bæði þinghóp og alla félaga hreyfingarinnar undir dóm, ef svo ber undir.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvernig slíkar hugmyndir ná fram að ganga í hreyfingu, sem sérstaklega kenndi sig við lýðræðisumbætur og persónukjör.

Ég tók ákvörðun um það fyrir nokkru að bjóða mig ekki fram áfram í stjórn hreyfingarinnar og tilkynnti það sérstaklega á fundinum í morgun. Ég gerði það áður en kosið var um lagabreytingartillögurnar, þolinmæði mín gagnvart þrætufundum er einfaldlega uppurin í bili.

Aldrei að vita nema að lýðræðislegri óþolinmæði minni verði fundinn einhver farvegur fljótlega. Ég mun að minnsta kosti taka sem mestan þátt í grasrótarstarfi hreyfingarinnar áfram.

En svo ég vitni í þingmanninn Þráinn Bertelsson, ég er þess sannfærður í dag að "lýðræðið grætur"


mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða grasrót? þetta er greinilega flokksvæðing Borgarahreyfingarinnar. ég las þetta ekki allt, en stendur kannski þarna að nafninu verði breytt í: Borgaraflokkurinn, viljum verða eins fjórflokkurinn?

það verður bara að segja eins og er. þessi lagabreytingar er einhver sá svæsnasti fasismi og flokkshollusturæði sem ég hef séð í íslenskri pólitík. 

Fannar frá Rifi, 12.9.2009 kl. 15:46

2 identicon

Hvaða grasrót? Er þá verið að vísa í rótgróna spillingu í samfélaginu? Hvet alla þingmenn til að fylgja sannfæringu sinni í hverju máli.

ES (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Fyrstu lögin voru ágæt og þessi sem voru samþykkt eru lýðræðisleg og unnin með lýðræðislegum hætti og eru nokkuð hefðbundin.Engin fasismi þar ef að þú ert að vísa til þeirra. Tillagan sem var felld gekk út að einn maður ( framkvæmdastjóri ) ætti að ráða öllu ásamt þinghópi. Allir íslendingar væru kjörgengir til stjórnar hreyfingarinnar. Að lýðræðislegt afl atkvæða réði ekki niðurstöðunni.Ef þær hefðu verið samþykktar þá hefði í raun hreyfingin verið lögð

niður.Ráðgjafastofa ætti að meta störf framkvæmdastjóra en stjórnin ekki að ráða neinu( sic ). Allir geta kynnt sér þær á netinu á www.xo.is.

Einar Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Baldvin

Það er nú ekki búið að fjalla um breytingartillögurnar.

Eigum við ekki að sjá hvað setur og hvernig lögin verða þegar því er lokið.

Það sem þingmenn gera hinsvegar er að neita að koma sínum sjónarmiðum að, neita að vinna að því að færa hlutina í rétta átt og neita að sætta sig við lýðræðislega kosningu.

Ég verð að segja að ég er afar undrandi á "fulltrúum lýðræðissins á þingi"

Sævar Finnbogason, 12.9.2009 kl. 16:50

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mikið rétt Sævar, það er enn von um að það sé möguleiki að koma því í gegn á þessum fundi að grein 6.1.3 í tillögum A verði felld niður eða breytt verulega.

Sama má segja um grein 11.1.2 sem að sjálfsögðu er einfaldlega brot á Stjórnarskrá ef hún verður samþykkt eins og hún stendur.

Einar, framkvæmdastjórinn átti einmitt ekki að ráða neinu eins og skýrt kemur fram í þeim tillögum. Vankantana sem að voru á þeim tillögum hefði síðan auðveldlega mátt slípa til á fundinum. Mitt mat var að það væri mun minni vinna en að reyna að breyta öllum boðleiðum valds sem lagðar eru fram í tillögum A.

Já Fannar, einstaka sinnum erum við sammála í pólitíkinni. Mér þykja þessar greinar 6.1.3 og 11.1.2 einmitt jaðra við fasisma.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 16:57

6 identicon

http://visir.is/article/20090912/FRETTIR01/838964237

Kæri Baldvin. Mig langar að þú útskýrir það sem haft er eftir þér í þessari frétt á Vísi.is. Hver er "fasisminn"?

Nú skil ég "fasisma" á ákveðin máta; þætti mér vænt um ef þú útskýrðir þessa hugtakanotkun betur, svo ég skildi - því ég á mjög erfitt með að setja þetta saman.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:30

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæri Skorrdal, endilega lestu færsluna hér að ofan og athugasemd #5

Blaðamenn Vísis hafa ekki haft samband við mig vegna þessa, heldur aðeins lesið þessa bloggfærslu væntanlega.

Fasisminn finnst mér í því fólginn að vilja koma á einhverskonar alræði innan hreyfingarinnar sbr. greinar 6.1.3 og 11.1.2

Önnur tiltekur að félagsfundur hreyfingarinnar muni hafa dómsvald yfir þingmönnum og félögum hreyfingarinnar telji stjórn að svo sé. Hin er brot á stjórnarskrá.

Fyrir mér er sorgin í því fólgin hvað þessar hugmyndir eru komnar langt frá þeirri hugmyndafræði sem að mínu mati voru við hafðar þegar að hreyfingin varð til.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 17:37

8 Smámynd: Neddi

Baddi minn, hvaða alræði felst í því að boða til félagsfundar og láta þar félagsmenn skera úr um ágreininginn?

Neddi, 12.9.2009 kl. 17:39

9 identicon

Þú verður að fyrirgefa mér, Baldvin, en mér finnst þú gjaldfella "fasisma" þónokkuð - og hefur mér verið kennt um að nota það hugtak ótæpilega gegnum tíðina. Mér þykir það afar leitt að þurfa að segja þér þetta.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:44

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

þessi hugmynd brýtur t.d. gegn stjórnarskrá Íslands þar sem segir að Þingmenni eigi ekki að vera bundnir af neinu öðru en sannfæringu sinni.

ég er nú ekki alveg viss hvernig hljóðið væru úr Skorrdal ef komið hefði fram sú hugmynd á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins að í lögum flokksins stæði það nákvæmlega sama og hér hefur verið lagt fram. Þá væri fljótt búið að heyrast tal um fasisma og annað. 

Fannar frá Rifi, 12.9.2009 kl. 17:56

11 identicon

Hvaða "hugmynd", Fannar? Vissulega var ég skráður í FLokkinn á sínum tíma; svo þroskaðist ég. Og hef kallað FLokkinn "Fasistaflokk Íslands", meðal annars.

Ég get, því miður, ekki séð að Borgarahreyfingin sé neitt öðruvísi en aðrir lýðræðisræningjar á Alþingi - burt séð frá einhverjum tillögum, hægri eða vinstri.

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:13

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Biðst velvirðingar Skorrdal, það getur meira en verið að ég sé að fara hér full frjálslega með hugtakið.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 18:14

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef ekki mikið meiri tíma hér á þessum blessaða landsfundi.

Langar að koma því hér á framfæri að tillaga A hefur tekið þó nokkrum breytingum til batnaðar í breytingartillögu ferlinu.

Ég ætla hins vegar að taka mér hlé frá pólitík í einhverja daga. Hlakka til að hafa höfuðið á mér "fullt" af einhverju öðru um stund.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 18:26

14 identicon

Ég hlakka til að heyra frá þér aftur, Baldvin; fasismi er hættulegur - en fordómar hættulegri... (Og ekki halda að ég styðji aðra tillöguna umfram hinni - en ég get, því miður, ekki lengur stutt Borgarahreyfinguna opinberlega, eins og ég hef gert frá stofnun hennar. Mér þykir það mjög leitt...)

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:36

15 Smámynd: Sævar Finnbogason

11.1.2 felld sem slík og samþykkt 

6.1.3 felld niður

Sævar Finnbogason, 12.9.2009 kl. 18:37

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

(†) R.I.P. Borgarahreyfing, enda andvana fædd hugmynd!

Þór Jóhannesson, 12.9.2009 kl. 20:12

17 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Baddi, er ekki málið að byltingin er að éta börnin sín?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.9.2009 kl. 20:29

18 identicon

Hver fær 30 milljónirnar inn á reikning sinn sem Alþingi úthlutar Borgarahreyfingunni er það reikningur stjórnar eða þingflokks Borgarahreyfingarinar?

 Þar sem eitt af  skilyrðum til að fá styrk frá Alþingi  sem greiddur er eftir höfðatölu þingflokks hvers stjónmálaafls að ekki séu færri en 2 þingmenn í hverjum flokki. Sé þetta rétt munað hjá mér er það fjárhagslegur akkur að vera ekki einn á báti á þingi. Fer Þráinn i flokk sem myndar fjórflokkinn?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:42

19 Smámynd: 365

Þegar Þráinn sagði að lýræðið gréti, átti hann við að þegar þetta fólk kemur saman þá gráti lýðræðið.  Við hverju átti svo sem að búast.

365, 12.9.2009 kl. 20:57

20 identicon

Hvaða lýðræði?

Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:59

21 Smámynd: ThoR-E

hvar eru upplýsingar um hverjir voru kosnir í stjórn borgarahreyfingarinnar?

ThoR-E, 12.9.2009 kl. 21:25

22 identicon

AceR, á xo.is

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:58

23 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það var Valgeir Skagfjörð - hahahahaahahahahahaahahahaah!

Þór Jóhannesson, 12.9.2009 kl. 22:07

24 identicon

takk fyrir góðan dag  mikið og gott "Detox". maður er allur "léttari" eitthvernveginn  

 stenst bara ekki mátið með að copy-paste Gandra blog til yndisauka  sumir eiga sér enga líka  

Sigur réttlætis og hugsjóna

12 09 2009

anarchyÍ dag er ég glaður og í dag er ég þreyttur. Í dag gerði ég lýðræðinu gagn og í dag sagði ég frá.

Í dag var kosið út gerræðisvald og hroki og inn voru kosin málefni, sátt og lýðræðislegar boðleiðir.

Í dag tók grasrót þátt í að móta afl og slípa af vankanta. Í dag sögðum við meðvirkni stríð á hendur og tókum á vandamálum í stað þess að sópa þeim undir teppið.

I dag leitaði Borgarahreyfingin uppruna síns og fann.

Landsfundur Borgarahreyfingarinnar var um margar sakir forvitnilegur. Kannski þá helst vegna þess að þar kom fram skrítin krafa, krafa sem rökstudd var með þeim orðum að verði hún ekki samþykkt þá færu þingmenn undir feld að hugsa stöðu sína.

Krafan kom frá þingmönnum, krafan var felld og þingmenn gengu á dyr.

Þroskamerki?

Veit ekki.

Lýðræðisást?

Veit ekki.

Sáttavilji?

Nei.

 

Þingmennirnir þrír sem starfa í þingflokki Borgarahreyfingarinnar neituðu að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni hreyfingarinnar. Þau neituðu að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um samþykktir hreyfingarinnar.

Þau hlupu á dyr á miðjum fundi, af því að þau voru gagnrýnd.

Lögðust í gólfið og létu illa, af því að þau fengu ekki öllu ráðið.

 

Borgarahreyfingin á fyrir höndum erfitt endurreisnarstarf. En við vitum, að sé viljinn, réttlætið og hugsjónin sem týndist með í för, þá er von.

Við sem kosin vorum til stjórnar í Borgarahreyfingunni næsta árið eigum það verkefni fyrir höndum að endurvinna trúverðugleikann sem horfinn er. Trúverðugleika sem hvarf um leið og fyrstu skrefin voru stigin innan veggja Alþingis.

Við eigum það starf fyrir höndum að biðja kjósendur okkar afsökunar.

Boðleiðin inn á þing var í óðagoti hönnuð í vitlausa átt og þessvegna var hrokanum mokað yfir lýðinn í stað þess að málefnin ættu leið á þing.

Okkar verk er að snúa þessu á réttan veg, færa gjallarhorn réttlætis aftur til til þjóðarinnar.

  • Date : 12/09/2009
12 09 2009
Grétar Eir (23:43:39) :

Til hamingju vonandi eru erjur að baki og hægt að koma FLOKKNUM til valda semvíðast í lands og sveitamálum ! með PERSÓNUKJÖR fremst á Stefnuskránni :-)

Grétar Eir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:51

25 Smámynd: Sævar Finnbogason

Gaman að spá í þessu með persónukjörið, en þar erum við báðið heitir stuðningsmenn.

Það er athyglisvert ef ég man þetta rétt, að þingmenn og vara í BH, sem hefur persónukjör á stefnuskrá sinni var ýmist raðað í þau sæti, eða frambjóðendur sjálfir skiptu þeim á milli sín. Ekki það að þeir hafi verið kosnir í forvali eða  þessi sæti af einhverjum vegna skoðanna sinna.

Það var sumsé grasrótin og þeir sjálfir sem fólu þeim að vera í efstu sætunum þar sem þeir þættu frambærilegir fulltrúar fyrir BH, hæfir og/eða líklegir til að trekkja  aðkjósendur, eða dregnir á listana vegna skorts á frambjóðendum til að fylla kvótann sumstaðar úti á landi.

Þessi leið var farin þó svo löglegt sé að tefla fram óröðuðum lista, sem hefði verið persónukjör. Það þótti flókið minnir mig og fleira í þeim dúr, man nú ekki hverjir voru á móti því og hvers vegna, þú manst þetta líklega Baldvin.

Sævar Finnbogason, 13.9.2009 kl. 03:39

26 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það hefði nú farið betur á því að þið settust saman (hóparnir sem eru ósammála) og færuð yfir nákvæmlega hvað þið eruð ósammála um og gæfuð út einhverja lýsingu á því sem þið getið verið nokkuð sammála um. Að hlaupa bara í hvert sitt hornið og kalla fasisti hver á annnan ber ekki vitni um mikla samvinnuhæfileika.

Héðinn Björnsson, 13.9.2009 kl. 08:27

27 identicon

Það var dapurlegt að horfa upp á greinilega smölun fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.

Þetta var leiksýning um galla lýðræðisins, þar sem umbúðarlaus bardagi egóa og stjórnsemi réð ríkjum og færði þroskastig hreyfingarinnar aftur á bak um nokkra áratugi.

Ég sá í Borgarahreyfingunni von um siðbót og ferska strauma í íslensku stjórnmálalífi og fékk í staðinn vísirinn að gamaldags flokksaga apparati sem mun aðeins leiða til frekari klofnings og átaka.

Þetta er sérstaklega sorglegt þar sem innan hreyfingarinnar er að finna frábæra, duglega og ósérhlífina einstaklinga sem hafa samhent og í óeigingirni náð frábærum árangri á skömmum tíma, en virðist nú allt vera á góðri leið með að lenda í sama fari og gömlu fjórflokkarnir þar sem þingmenn eru strengjabrúður flokkseigenda en ekki þjóðarinnar.

Sorgleg dæmi um þetta er þvingun og þöggun VG og Samfylkingar í örlagaríkum málum eins og EU og Icesave, sem er þessum flokkum og þessum þingmönnum til háborinnar skammar.

Þetta má aldrei gerast með þingmenn hreyfingarinnar - þess konar málamiðlanir leiða til hossakaupa -og á endanum spillingar.

Það liggur í hlutarins eðli að fólk með sterkar hugjónir ætlist til að þingmenn sem þeir studdu vinni ötullega að framgangi mála sem þeim finnast mikilvægir, en vandinn er bara sá að við getum ekki ætlast til þess af þingmönnum að kjósa gegn eigin sannfæring í málum þar sem skoðanir fara ekki nákvæmlega saman.

Meirihluti í einhverri atkvæðagreiðslu þarf ekki endilega að vera rétta niðurstaðan í öllum málum.

Þingmenn hreyfingarinnar eru ekki hafin yfir gagnrýni, en þau mætti hinsvegar meta af verðleikum fyrir mikla vinnu og mikilvægt framlag þann stutta tíma sem þau hafa setið á þingi, og ég styð þau öll - ásamt Þráni-og treysti, til að fylgja sinni eigin sannfæringu á þingi. 

Stjórn hreyfingarinnar -og reyndar flokksmenn allir verða að virða rétt einstaklinganna innan þingflokksins til að fara eftir eigin sannfæringu og treysta þeim til að vinna áfram að meginmarkmiðum hreyfingarinnar: hagsmunum heimilanna, þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum og upprætingu pólitískrar og fjármálalegrar spillingar á Íslandi.

Flokksapparöt starfa gjarnan undir því yfirskyni að þörf sé á flokksaga til að ná fram sameiginlegum markmiðum á þingi en þessi "sameiginlegu" markmið eru oftar en ekki tengd annarlegum hagsmunum áveðinna flokkseigenda. Ef við skiptum út "smeiginlegu" fyrir "grasrót" í þessu samhengi þá finnst mér ég skynja það sem var að gerast á fundinum í gær.

Sjálfur ætla ég að bíða og sjá hverju fram vindur í málefnum hreyfingarinnar á næstu vikum en félagslegur þroski minn, sem var af skornum skammti áður en ég gekk í Borgarahreyfinguna, hefur versnað til muna eftir fundinn í gær.   

Gunnar Snæland (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:15

28 identicon

HEYR Gunnar  já sorglegt finnst mér að sjá fólk sem er óheiðalegt og/ eða siðferðis brenglað vegna hégóma og valdagræðgi !  EN FLOKKSVÆÐINNGINN vann vegna þess að starfsaðferðir flokkana með smölunn og óheiðarleika voru teknar upp !

samt góð hreynsunn ! það varð allavegna upppgjör ! nú er það á hreynu að BH er orðinn að en einum stjórnmálaflokknum með ríkt grasrótarstarf !

en það er svo sannarlega EKKI það sem ég kaus ! og sennilega ekki heldur megnið af þeim 14.000 athvæðum sem almenninngur treysti BH fyrir !

ég VILL stjórnkerfisbreytingar með fall fjórflokksinns í formi PERSÓNUKJÖRS þvert á lista (ekki sona lögbindingu prófkjörs í efstu 8 sætinn á eiginn lista ! á ekkert skilt við raunverulegt persónukjör) !

og þar sem krafan um PERSÓNUKJÖR er eitt af hornstenum stefnuskrár BH þá finnst mér undarlegt að "þingmenn sverji hreyfingunni hollustu" ? bíddu er ekki grundvallar "conflight" í þessu ? það finnst mér allavegna ! nú eða hið lýðræðislega aðferð að félagsfundur geti REKIÐ EINSTAKLINGA (sem ekki eru þóknannlegir) úr Hreyfingunni ! held að það sé smá miskilninngur á merkinngu LÝÐRÆÐIS ! meira sona ALRÆÐIS !

en BYLTINGINN LIFIR  ég er ékki óánægður með þróunn lengur ! ÉG ER FRJÁLS

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:36

29 Smámynd: Fannar frá Rifi

byrjaði ekki vandamálið þegar þingmennirnir ákváðu að gera baktjaldar makk um sæti í nefndum á alþingi í vor? þar fóru þeir þvert á lýðræðislegt umboð sem getið er í lögum um hlutfall sæta í nefndum eftir þingstyrk? getur verið að um of marga sundurlinda hópa sé að ræða í þessari hreyfingu. það sé of langt á milli þeirra og þeir vilja ekki gefa eftir í málefnum sínum?

finnst samt frekar ógeðfellt að sjá hrægamminn hann Þór hlakka yfir óförum annarra. kemur samt ekki á óvart enda var hann og félagar hans í VG þeir sem börðust mest gegn fleiri valkostum fyrir þingkosningarnar. 

Fannar frá Rifi, 13.9.2009 kl. 11:01

30 identicon

Fannar frá Rifi

Það að semja um að fá sæti í nefndum sem tengjast aðal baráttumálum hreyfingarinnar kalla get ég ómögulega kallað baktjaldamakk.

Gunnar Snæland (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:19

31 identicon

Fannar frá Rifi ! vá ! það voru endginn hrossakaup við nefndarskipan ! engum stuðninngi við eitt eða neitt lofað ! hvergi í stefnustrá er neitt um ESB eins og stundum hefur verið haldið fram ! en vissulega kom fram stuðninngur við KÖNUNNAR viðræður við ESB í kosninngabaráttunni ! en þegar þingmenn áttuðu sig á að um UMS'OKN væri að ræða en ekki könnunnarviðræður þá er þeim varla stætt á að styðja AÐILDARVIÐRÆÐUR enda snýr stefnuskrá að FRELSI ÍSLANDS ! og með að "undirrita umsókn" væru þau að fara á bakvið það sem ég kaus !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:41

32 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara sama tóbakið því miður.

Ómar Ingi, 13.9.2009 kl. 12:21

33 identicon

svipað tóbak bara mjög mismunnandi uppbygging

Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 13:00

34 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Við lofuðum aldrei stuðningi við ESB þegar samið var um nefndir - bara svo það sé á hreinu - við sömdum við meirihlutann í stað minnihlutann þó ekki sé hefð fyrir því til að tryggja að við fengjum sæti í þeim nefndum sem við vissum að við yrðum að fá til að geta unnið hratt og vel að þeim stefnumálum sem stefnuskrá okkar inniheldur. Meirihlutinn á þingi sá sér hag í því að fá fleiri nefndarsæti og við gátum valið um sæti í þeim fastanefndum sem okkur þótti mikilvægt að fá sæti í. EBS bar aldrei á góma í þeim viðræðum og ég skora á þig Fannar að spyrja þingflokksformenn VG og Samfylkingarinnar til að fá úr því skorið.

Birgitta Jónsdóttir, 13.9.2009 kl. 21:35

35 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sævar, fyrirkomulagið á listauppröðun var sú að fólk gaf kost á sér í einhver ákveðin sæti þegar að það gaf kost á sér á lista.Engum var raðað, efhefði komið upp ágreiningur með sæti var hugmyndin að fólkið í sætunum myndi ræða það sín á milli fyrst og ef ekki næðist sátt, átti að varpa hlutkesti um málið. Þetta var lýðræðislegasta leiðin sem fær var á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Prófkjör (í núverandi kerfi) hefði verið skásti kosturinn. Það er nefnilega svo, að þó að óraðaðir listar séu leyfðir (þó að það hafi kostað Ástþór mikil vandræði) að þá er sú hugmynd svo illa kynnt að almennt ræðst röðun þeirra á stafrófsröð og núverandi kerfi er afar stíft. Þarf til að mynda minnir mig 25% yfirstrikanir til að færa nafnið fyrir neðan upp um eitt sæti. Einnig finnst mér það eitt, að besta leiðin til að hafa áhrif á óraðaðan lista sé með útstrikunum, sé mjög neikvæð leið.

"Það var sumsé grasrótin og þeir sjálfir sem fólu þeim að vera í efstu sætunum þar sem þeir þættu frambærilegir fulltrúar fyrir BH, hæfir og/eða líklegir til að trekkja  aðkjósendur, eða dregnir á listana vegna skorts á frambjóðendum til að fylla kvótann sumstaðar úti á landi. "
Mikið rétt Sævar.

Héðinn, ég held að það hafi einfaldlega verið fullreynt með það. Borgarahreyfingin er samsett úr a.m.k. 3 ólíkum hópum. Hópum sem samþykktu fyrir kosningar að vera sammála um að vera ósammála um ákveðna hluti og sameinast heldur um nokkur einföld meginatriði, til þess að koma hér á lýðræðisumbótum. Nú virðist sem svo, að margir hafi ekki getað sæst á að vera sammála um að vera ósammála lengur.

Gunnar Snæland: Amen á eftir efninu. Nánast eins og ég hefði skrifað þetta sjálfur.

Baldvin Jónsson, 13.9.2009 kl. 21:56

36 Smámynd: Fannar frá Rifi

Birgitta, ég ætla ekki að draga í efa orð þín, þau eru samt önnur en þau sem Samfylkingin lét í ljós í sumar um orðheldni og annað slíkt. ég var mjög ánægður með neiin ykkar í ESB málinu.

en það breytir því ekki að þið tókuð ykkur fleiri nefndar sæti en þið höfðuð lýðræðislegt umboð til frá kjósendum þessa lands. og gáfuð ríkisstjórninni meiri völd en hafði umboð til frá sínum kjósendum. þannig að lýðræðisviljin var ekki meiri en svo að komast að kjötkatlinum. 

Fannar frá Rifi, 14.9.2009 kl. 11:13

37 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Baldvin, Gunnar og öll hin.

Ég fylgdi hvorugum "arminum" þegar ég kom til fundarins og hvorugur armurinn hafði biðlað til mín um stuðning og endurtekið orð mín frá því á fundinum.

Lýðræðið snýst um samræðuna og þátttökuna, það snýst um að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu, að beygja aðra undir vilja sinn með hótunum eða naumum kosningum. Það ætti alltaf að vera þrautalending. Það þýðir að stundum verðum við að gefa eftir af okkar ýtrustu kröfum.

Sem dæmi um þau lýðræðisleg vinnubrögð sem ég er að tala um get ég sagt að ég studdi A tillögurnar mikilvægt að það færi fram grasrótar starf innan hreyfingarinnar og lagði sjálfur til hugmyndirnar um nokkurskonar skuggaráðuneyti sem heita málefnasvið í tillögum A. Hinsvegar dreg ég ekki dul á að mér fannst eins og Baldvini hugmyndirnar um Eyðinn ganga of langt sitthvað fleira í tillögunum fannst mér þurfa að fella út eða breyta stórlega. Ég taldi mig þess fullvissan að þar sem B- tillögu og margir fleiri gætu tekið undir með okkur í þeim breytingum. Megnið af þeim breytingumsem ég hafði áhuga á að breyta, eins og títtnefndur eyður og dómsvald fékkst í gegn þó svo að þingmennirnir og hörðust stuðningsmenn þeirra yfirgæfu salinn til að fara í fjölmiðlaviðtöl og kvarta yfir lögum sem ekki var búið að samþykkja eða klára.

Sem sé, gagnrýnin og lýðræðislega ferlið við breytingarnar bætti reglurnar til muna.

Eitt af því sem hefur farið fyrir brjóstið á sumum er að einhverjir skuli vilja bjóða sig fram til borgarstjórnar og viðkvæðið er ævinlega að „þetta var ekki það sem ég ætlaði að taka þátti“ og einnig að þingmenn telji sig vera að þjóna kjósendum sem hafi kosið þá, það því er halda mætti þess að BH bjóði ekki farm í sveitastjórnakosningum. Ég hef hinsvegar ekki heyrt nokkur kjósanda segja að það hafi ráðið vali þeirra en fjöldamargir hafa sagt mér að afstaðan til ESB umsóknar hafi verið frábær og ráðið því að þeir kusu Borgarahreyfinguna frekar en t.d. VG sem var hinn flokkurinn sem þeir töldu ekki hafa komið að hruninu.

Nú tek ég fram að ég er ekki hrifinn af því hugmyndinni um að BH bjóði fram á sveitastjórnastiginu. Ég er þó ekki svo hrokafullur að ég telji mig þess umkominn að BANNA félögum hreyfingarinnar að bjóða fram t.d. í Reykjavík, ætli þeir að starfa eftir stefnu hennar að borgarmálum ef það er mikill áhugi á slíku og hægt er að gera það með skynsamlegum og vönduðum hætti.

Annað mál sem virtist vera B-fólkinu mikið hjartans mál var hvort og hvenær hreyfingin ætlaði að leggja sig niður. Samkvæmt stefnuskrá ætti hún að leggja sig niður ef sýnt þykir að markmiðunum væri náð eða myndu ekki nást!

Þar sem það er ómögulegt að meta þetta á hvorn vegin sem er, sérstaklega hvenær þau náist ekki er ljóst að kjósa verður um þetta.

Ég man nú ekki hvort það þurfti 3/4 eða 2/3 þeirra sem kjósa á aðlalfundi til að leggja hreyfinguna niður í tillögum B, og vel að merkja á aðalfundi sem gerði enga kröfu um að fólk skráði sig í félagið. Út frá lýðræðislegu sjónarhorni og þeim prinsippum sem ég var að tala um hér að ofan er þetta fáránleg umræða.

Hugsum okkur 2/3 gæfist upp og teldi markmiðin ekki nást, hinir neyti að gefast upp.

Á þá að beita OFRÍKI MEIRIHLUTANS til að til að leggja hreyfinguna niður? væri þá ekki nær að þeir sem hefðu gefist upp hættu og leyfðu hinum að halda áfram að berjast fyrir hugsjónunum? svo má bæta við að ef enginn vill starfa í hreyfingunni er henni sjálfhætt

En eins og öllum sem voru á fundinum ætti að vera ljóst var ekki nokkur möguleiki til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, Það var engin vilji til að berjast fyrir máli sínu, og fara þá frá borði ef baráttan hefði tapast. Ég ætla ekki að gera fólki upp ástæður hér og ég veit að þetta hefur verði erfitt sumar hjá þingmönnunum, mikil vinna og aðrir erfiðleikar, engu síður get ég ekki mælt þessari framkomu þingmannanna bót og skil ekki af hverju þau kláruðu ekki fundinn, nema þau hafi bara verið að leita að leið til að segja sig frá hreyfingunni og halda einhverri virðingu í leiðinni.

Ég mælist til þess að að nýkjörnir stjórnarmenn og Þingmenn hittist óformlega og heri eitthvað skemmtilegt saman áður en þau fara að ræða ágreiningsefnin og hver veit hvað gerist í framhaldinu.

Sævar Finnbogason, 14.9.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband