Tæpt ár er liðið - hefur eitthvað áunnist? Blessaði Guð kannski ekki Ísland?

Ég er trúaður og trúi því að Guð sé góður. Trúi því að Guð "hugsi" (ef hann gerir það, kannski bara ER hann) til mín eins og ég hugsa til barnanna minna. Ég vil þeim aðeins allt það besta. Ég vil að þau fái að alast upp full af lífsgleði, hugrekki, forvitni, og samúð með náunganum.

Hún Aðalheiður bloggvinkona mín táraðist yfir þessu myndbroti.

Ég er sorgmæddur en græt ekki - og er þó oft æði viðkvæmur fyrir. En ég skil algjörlega hvað hún er að upplifa.

Ég fyllist hins vegar löngun til að gera eitthvað - löngun til að sameina fólk, setja fram lausnir. Löngunin dvínar oft á milli, sérstaklega þegar að maður fær að upplifa í nærmynd hvað þetta er allt í raun skítugt þetta samfélag sem við lifum í.

En það er annaðhvort að duga eða dr.... flytja.

Hér á ég líf - hér á ég fjölskyldu sem ég elska - stóra fjölskyldu. Ég vil að börnin mín fái að upplifa að alast upp með stórfjölskyldunni eins og ég fékk að upplifa.

Til þess að ég sé sáttur við þá ákvörðun verð ég að berjast fyrir því að samfélagið þeirra verði byggt á réttlæti, lýðræði og sanngirni.

Tökum Nike á þetta bara - koma svo - "Just Do It"


mbl.is Þetta er bara allt farið í steik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

At rejse er at leve.

ES (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:42

2 identicon

Guð gefur okkar allir tækifæri til þess.

Lissy (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Berjumst,   tökum saman höndum, búum þeim framtíð.

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2009 kl. 03:58

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Já Baldvin.  Allir verða að leggja sitt af mörkum.  Það er svo ótrúlega víða sem fólk er að gefast upp. 

Ein vonkona mín úr kosningabaráttunni í vor er að flytja úr landi eftir helgi.  Gat ekki annað. 

Við verðum að finna lausnir.

Jón Kristófer Arnarson, 4.9.2009 kl. 08:47

5 identicon

Sæll Baldvin.

Þetta eru orð í tíma töluð, mjög svo góður og vel orðaður pistill á allan máta.

Sameinuð.... stöndum við ,......Sundruð..... föllum við.

Baráttukveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Þakka fyrir góða færslu. Sammála þér, við eigum ekki að gefast upp heldur taka nikeinn á þetta, fyllt Guðs krafti og þá reddast þetta...

Nike, Guð og "reddast" Þetta hljómar eins og góð vítamín pilla ( Omega 3 ) :-)

Brosveitan - Pétur Reynisson, 4.9.2009 kl. 13:48

7 identicon

Er ekki viss um að Guð hafi verið að hlusta á Haarde...

Einar Bergmundur Arnbjörnsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Magnús Kristjánsson

Það myndi hjálpa ef þjóðin hefði aðgang að sínum eigin auðlindum en það er búið að gefa fáum útvöldum stærstu tekjulind þjóðarinnar og því fyrr sem við tökum hana aftur því fyrr getum við unnið úr málum.  Hefur enginn spurt sig hversvegna við fáum lægra verð fyrir sjávarafurðirnar okkar í krónum núna en fyrir hrun? Hversvegna fáum við ekki helmingi meira núna en í fyrra fyrst krónan er helmingi veikari? Ekki hefur fiskverð breyst neitt í evrópu, þeir eru enn að borga sama verð fyrir fisk þar ef ekki meira.  Getur verið að kvótakóngarnir séu eignaraðilar af dreifingu fiskafurða í evrópu og séu að arðræna þjóðina með því að selja fiskinn sjálfum sér á lágmarksverði úr landi og endurselja hann svo úti fyrir evrur sem skila sér ekki heim.  Ef svo er skiptir þá nokkru máli hvers lendskur arðræninginn er ef hann er ræningi á annað borð.  Fyrst verður þjóðin að taka til sín tekjulind sína ef hún á að geta borgað. Þegar það er í höfn þá getum við hafist handa.

Allir bátar á sjó, kvótann heim,allur fiskur á land,nýja sölumenn, og svo hefjast handa. Sameinuð getum við endurreist landið en það verður ekki gert án aðal auðlindar okkar í okkar höndum.

Magnús Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband