BYLTINGAR ER ÞÖRF - NÚ Á AÐ BYRJA AÐ GEFA AUÐLINDIRNAR OKKAR UNDIR PRESSU FRÁ ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐNUM

Mér er heitt í hamsi. Ég hef verið að mæra Steingrím J. vegna þess máls. Hef verið afskaplega ánægður með að hann sýndi þessu máli áhuga og ætlaði sér að gera eitthvað í málunum. Nú kemur í ljós að virðist að það er að mistakast hrapalega, hvort sem að ríkisstjórnin getur gert eitthvað í því eður ei.

Þetta mál verður að rannsaka mun ítarlegar en gert hefur verið. Hvers vegna hafa til dæmis engir fjölmiðlamenn skoðað það sérstaklega hversu óeðlilegt það er að AGS setji þrýsting á íslensk stjórnvöld að selja hlutinn til kanadísks fyrirtækis, sem talið er vera leppur fyrir Rio Tinto?

Og ekki nóg með það heldur er verið að fara á sveig við lög með því að nota skúffufyrirtæki, erum við ennþá föst í 2007?  Sjá þessa frétt á Vísi.is

Og já, þetta er ekki sala gott fólk. Það er hrein blekking. Magma Energy fær að "kaupa" hlutinn með láni frá  söluaðilanum sjálfum, sem er á svo lágum vöxtum að það mun hverfa í verðbólgu. Þetta er mál sem verður að stöðva en það er líklega þegar orðið of seint.

Það er sagt að íslenskir aðiilar geti ekki keypt hlutinn vegna fjárskorts!!  Bíddu er ekki verið að lána Magma Energy fyrir kaupunum nánast öllum? Mætti ekki heldur lána Almenningi ehf. fyrir kaupunum og halda þar með auðlindunum í eigu þjóðarinnar?

Grasrót VG og Þorleifur Gunnarsson hafa staðið sig afburða vel í þessu máli og hafa komið því í umræðuna. En betur má ef duga skal.

Viljum við samþykkja að það séu þegar komnir hingað efnahagsböðlar með stuðningi AGS að hirða af okkur auðlindirnar?

Vísa á færsluna hans Agnars um málið - gæti ekki orðað þetta mikið betur: http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/940386/?fb=1

Lára Hanna fjallar líka um málið af sinni alkunnu snilld: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/940364/?fb=1


mbl.is Eignast meirihluta í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Við ættum kannski að hittast og stofna þetta fyrirtæki, Almenningur ehf ?

Baldvin Björgvinsson, 31.8.2009 kl. 12:03

2 identicon

Sæll Baldvin.

Það vantar bara góða og skynsamlega útfærslu á BYLTINGU,

Hjartanlega sammála þér. !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:25

3 identicon

Máið er alveg fáránlegt og ekki bjóðandi þjóðinni.

Loftbólu hugmyndafræðin, sem byggir m.a. á s.k. kúlúlánum - til útvalinna einstaklinga - sem kom landinu í þrot heldur áfram, það er alveg greinilegt. 

Ég býðst til að leggja fram minn hlut í dag í Almenningur ehf.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 12:53

4 identicon

Hér er linkur á grein,,Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja'' eftir undirritaðan sem birtist í Víkurfréttum 16.júni 2005 og á vf.is 23 sama mánuð            http://vf.is/Adsent/22155/default.aspx

Gangi ykkur vel með baráttuna ég er búinn með mína þegnskyldu hún stóð samfleygt frá árinu 1991 til 2007 að reyna standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar með afskiftum mínum af stjórnmálum við dræmar undirtektir kjósenda.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hér er starfandi hópur um málið, endilega kíkið þar inn: http://www.facebook.com/group.php?gid=123082401486&ref=nf

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 14:06

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vitanlega á Almenningur í þessu landi að kaupa orkufyrirtækin frekar en að láta þau af hendi. En einhverra hluta vegna virðumst við ekki mega eiga þau og var það ekki þannig með bankana líka...? Þeir þurftu trausta "kjölfestufjárfesta"...!!!

Það er líklega eina ráðið að stofna Almenning ehf eins og þið leggið til. Það fyrirtæki fjárfestir síðan í bitastæðustu fyrirtækjum landsins, orkufyritækjum og lágvöruverslanir. Ráðum svo Vilhjálm til að stýra þessu fyrir okkur....

Ómar Bjarki Smárason, 31.8.2009 kl. 14:10

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Baldvin

það er merkilegt hvernig endalaust er hægt að auða fjármunum í hýt úrrásarliðsins t.d. 16 milljörðum í Sjóvá eða 11 milljörðum í Byr en það er ekki hægt að setja nokkra milljarða til þess að tryggja auðlindirnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 14:23

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Magna er þvinguð sala. Orkuveitan er að hlýða tilskipun Samkeppniseftirlits og VERÐUR að hlýða henni. Steingrímur j. Sigfússon, fjármálaráðherran sem hafði efni á að eyða 16 milljörðum í Sjóva, er núna að blása reyk útum afturendann, með allt annað en ásetning um að ganga inn í kaupin. Vinstri Græn eru svo hjákátlega sorglegur flokkur án skoðana.
Ef þeim er þetta hjartans efni, hví er þá ekki slegið til og hluturinn keyptur ?
Hvers á Orkuveitan að gjalda fyrir það að hafa reynt að selja þennan hlut hér innanlands án árangur, fær gott tilboð frá Magma og þarf nú að taka þátt í leikriti Steingríms J.

Rísið undir stefnu ykkar Vinstri Græn og kaupið þennan hlut strax í dag, eða hættið uppfærslu þessa leikrits.

Haraldur Baldursson, 31.8.2009 kl. 14:54

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Jakobína, þetta er ömurlegt. Allt sem þarf er vilji og hann er augljóslega ekki til staðar nema bara í einhverjum sýndarleik.

Haraldur, þvingunin er afar veikburða. Það eins sem til kæmi væri sekt frá Samkeppnisstofnun. Hvort viltu frekar greiða sektina eða henda hlutnum í auðlindinni?

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 14:57

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það virkar hreinlega ekki þannig að Orkuveitan geti valið út úr spilabunka hverju hún vill fara eftir og hverju ekki. Henni BER að fara eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Ekki vildi Hafnafjarðarbær skera OR niður úr snörunni, þegar OR reyndi að komast hjá því að kaupa hlutinn...ekki hefur Steingrímur gert nokkurn skapaðan hlut til að stíga inn í söluna, ekki hefur Svandís Svavarsdóttir verið mjög hávær með þá kröfu að ríkið kaupi þetta.

Þetta er vissulega ekki óskastaða, en þetta eitt og sér færir ekki auðlindir okkar inn í faðm erlendra eigenda, en þetta markar samt nýja varnarlínu.

Haraldur Baldursson, 31.8.2009 kl. 15:03

12 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Byltingin er upptekin, hún fór í framboð manstu...

Aðalheiður Ámundadóttir, 31.8.2009 kl. 15:40

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þegar ég var að skrifa um þetta mál fyrripart júlí - þegar Reykjanesbær seldi sinn hlut í HS Orku til Geysis Green - vakti málið litla sem enga athygli. Fáir tjáðu sig og Árni Sigfússon kýldi málið í gegn af miklu ofbeldi og valdníðslu. Þingmenn og ráðherrar þögðu þunnu hljóði.

En nú þegar málið snýst um okkur hér á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. hlut OR í HS Orku, vakna fleiri af vondum draumi. Þó er furðulega hljótt um þingmenn og ráðherra. Það er eins og þeir nenni annaðhvort ekki að setja sig inn í málin eða séu hræddir.

Á samstöðufundi í Grindavík fyrir viku fór Guðbrandur Einarsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, í gegnum samning Reykjanesbæjar og HS Orku og fundargestir - sem voru um 100 - sátu sem lamaðir. Samningurinn er með ólíkindum. Annar af tveimur þingmönnum sem staddir voru á fundinum, Róbert Marshall, stóð upp eftir framsögu og sagði nokkur orð. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir alvöru málsins fyrr og greinilegt var að maðurinn hafði fengið áfall.

Samningur sá sem stjórn OR með 14. mann á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í fararbroddi virðist ætla að ganga að nú er ekkert annað en reginhneyksli. Sáralítil útborgun, kúlulán til a.m.k. 7 ára og afsal nýtingarréttar í allt að 130 ár. Auðlindagjald smánarlegt og kaupandinn skúffufyrirtæki Magma í Svíþjóð. Veð haldlaus og forsprakkinn gráðugur fjárfestir sem nýtur fulltingis Magnúsar Bjarnasonar (áður í útrás Glitnis í New York) og Árni Magnússon framsóknarmaður. Bróðir Árna, framsóknarmaðurinn Páll Magnússon, situr í stjórn Landsvirkjunar og var áður formaður stjórnar.

Það er óbærileg skítalykt af málinu, hvernig sem á það er litið.

Neðst í bloggpistli mínum sem Baldvin krækir í neðst í færslunni er listi yfir marga pistla sem ég og aðrir höfum skrifað um þetta alvarlega mál. Ég hvet alla sem vilja kynna sér það að lesa þá.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.8.2009 kl. 15:41

14 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég mátti til

Aðalheiður Ámundadóttir, 31.8.2009 kl. 15:41

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Byltingin komst að stærstum hluta í Ríkisstjórn Alla, þú gleymdir því í skotinu hér að ofan

Við erum hins vegar æði mörg sem að erum búin að reyna að berjast áfram í sumar, já og það jafnvel þó að við höfum líka staðið að framboði Borgarahreyfingarinnar.

Ég skil gremju þína Alla og uppgjöf. Valdalausum hópi byltingarfólks, sem sumt hvert dreymir enn um að geta með pólitík komið hér á breytingum (ég þar með talinn), verður seint kennt um hvernig ástatt er. En endilega endilega komdu og vertu með. Þú yrðir okkur mikill liðsstyrkur.

Lára Hanna: Takk fyrir frábært og óeigingjarnt starf. Þú ert í þessu máli svo sannarlega búin að vera rödd hrópandans í eyðimörkinni. Ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki tekið betur eftir. Var heltekinn af því að það væri verið að þrælbinda börnin mín fyrir skuldum fjárglæframanna.

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 16:23

16 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þú kannt aldeilis að ýta á réttu takkana Baldvin. Ertu að segja að ég hafi gefist upp !!! Það náttúrulega get ég ekki þolað, þó ég neiti því ekki að vonleysi hafi gert vart við sig (ítrekað reyndar).

En það kom bara púki í mig vegna orðaskipta sem við áttum í vor... 

Ekki dettur mér í hug að gagnrýna þá byltingarsinna sem fóru í framboð í vor. Þeir fengu mitt atkvæði í kosningunum. En byltingin er fólksins sem stendur á götum úti, (á Austurvelli). Ég er í þeim hópi. 

Þrátt fyrir að Þingmenn Borgarahreyfingarinnar geri eflaust mikið gagn inná þingi, má ekki vanmeta afl fólksins sem stendur fyrir utan. Við þurfum góða liðsmenn báðu megin.

Ég kýs að standa úti, að sinni að minnsta kosti. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 31.8.2009 kl. 16:49

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ætlaði mér nú ekki að pota á takka Alla en alltaf gaman þegar að slíkt skilar árangri samt :)

Nei nei, ég var bara að vísa til fyrstu bloggfærslunnar þinnar eftir langt hlé þar sem þú barst við uppgjöf og þunglyndi, ef ég man rétt.

Ég tek undir með þér heilshugar, við þurfum gott fólk á mörgum vígstöðvum.

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 17:12

18 Smámynd: AK-72

Samkvæmt athugasemd á síðu minni, þá var Orkuveitu Reykjavíkur gefin frestur til áramóta að selja hlutinn, þannig að þeir gætu hæglega neitað sölu.

Það hangir meira á spýtunni í þessu heldur en sú afsökun að þeir séu "tilneyddir".

AK-72, 31.8.2009 kl. 17:50

19 identicon

Það er skítalykt af þessu, hér eru eh að maka eigin krók á kostnað almennings- hvað er hægt að gera?

Hanna Arnorsdottir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:34

20 Smámynd: AK-72

Hvað er hægt að gera? Tja, það er ýmislegt, bréfaskriftir, mótmæla-aðgerðir og gera bara einfaldlega það óbærilegt fyrir borgarfulltrúa sú tilhugsun að samþykkja þetta tilboð, með slíkum aðgerðum. Mæli með að byrja tölvupósta í kvöld og drekkja þeim í slíku og svo þurfa einhvejrir að fara að skipuleggja mótmæla-aðgerðir hvort sem það er á pöllum ráðhús eða með látum fyrir utan.

Svo fólk skilji hversvegna það þurfi að beina spjótunum að borgarfulltrúum þá þurfa þeir að samþykkja söluna samkvæmt fréttum.

AK-72, 31.8.2009 kl. 18:43

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Minna borgarfulltrúana hressilega á tengslin við REI málið. Það mál var engu þeirra ljúft viðureignar.

Þetta verður mun stærra.

Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 18:46

22 Smámynd: Einar Karl

Sorglegt mál, allt saman. Okkur e sagt að þetta "verður" að gerast, því Samkeppnisstofnun segir það, annað sé brot á lögum.

Ég er ansi hræddur um að raforkulög sem sett voru 2003 á grunni Evróputilskipunar hafi verið óttalegur bastarður og veit ekki til þess að þau hafi verið til neins gagns. Þekkið þið einhvern sem hefur skipt um orkusala, á þessum frábæra "samkeppnismarkaði" sem var svo bráðnauðsynlegt að búa til?Lesið bloggið IcelandicWeatherReport

Var að skrifa um þetta færslu, en málið er flókið, svo flókið að ég hygg að fáir þingmenn hafi skilið það á sínum tíma.

Þess má geta að Einar Oddur heitinn var alfarið á móti þessum lögum, svo ekki var andstaðan bara úr vinstri átt.

Einar Karl, 31.8.2009 kl. 23:33

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Við erum ennþá í sárum ,,sundruð föllum vér,, og þetta eru ákveðnir menn og hópar að nota sér.

Það eru margir "uppreysna hópar" en þeir hópar skiptast í hópa líka og á meðann við tökumst á um völd innan hópanna og erum í því að ergjast á milli hópa virðist alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og önnur auðvaldsöfl "blómstra".

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.9.2009 kl. 11:01

24 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Almenningur hf er góð hugmynd. Þar með gæti almenningur fjárfest í bestu bitum þjóðarinnar.  Félagið gæti keypt hluti í orkufyrirtækjum landsins og gert skilanefndum tilboð í eignir eins og Símann, Vís, Bónus, Icelandair osfrv.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband