Steingrímur J.: Hvers vegna ekki bara að segja satt??

Ég er hryggur yfir þessu máli eins og oft hefur komið fram, og verð hryggari með degi hverjum. Steingrímur J. var fyrir mér talsmaður litla mannsins á þingi, maður sem sagði satt og stóð fast á sínu. Þessu bar ég mikla virðingu fyrir, þrátt fyrir að hafa ekki getað kosið VG hingað til vegna ólíkra áhersla þeirra og minnar hugmyndafræði í efnahagsmálum.

En nú hefur Steingrímur í fjölda mála á undanförnum örfáum vikum, snarsnúist og það þvert á yfirlýsta stefnu VG í kosningunum. En eins og það sé ekki nóg, að þá er hann farinn núna að hreinlega afneita skýrum sannleika og halda fram einhverri fásinnu sem stenst enga skoðun.

Hvers vegna ekki bara að segja satt?

Auðvitað er Icesave málið nátengt ES aðildarviðræðum. Auðvitað munu Hollendingar og Bretar gera sem þeir geta til þess að stilla málum þannig upp. Þeir eru í stríði við okkur - efnahagsstríði. Stríði sem við, því miður, stofnuðum til undir "öruggri" efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og þeirra þýðis.

Hvernig sem að allt fer, hvernig sem að Icesave málið mun verkast á endanum, að þá er krafan skýr. Þjóðin á ALLAN rétt á því að fá ALLAR upplýsingar upp á borðið, að sannleikurinn í samningnum verði gerður opinber.

Við sem eigum að greiða, eigum að sjálfsögðu rétt á því að fá að vita um hvað málið snýst nákvæmlega.


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, einmitt - " hversvegna ekki bara að segja satt" ?!!

 " undir efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins" -

 Ja hérna - einhverjir hafa haldið því fram, að alla tíð hafi verið samsteypustjórnir á landi feðranna !  Rangt ?

 Menn sem skrifa um stjórnmál, eiga einfaldlega að segja satt !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki ert þú Bjössi dvergur, endurborinn?  Hans vin var á þingi,  Albert Guðmundsson.  Gjarna nefndur vinur litla mannsins!

Auðun Gíslason, 22.7.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jafnhissa og þú minn kæri.

Arinbjörn Kúld, 22.7.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:09

5 identicon

Sæll Baldvin.

Það er einmitt meinið í Íslenskri Pólitík.

Lygi+Lygi getur af sér vantraust og virðingaleysi. Ekkert mál vinnst á óheiðarleika.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 03:41

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Mikið er é sammála þér Baldvin það er komin tími til að Steingrímur J og hans fólk og samfylkingin sjá þetta í réttu ljósi og hætti þessum skrípalátum.

Páll: Hvað varðar fílyrðingar þínar um ofdekraða ESB sinna þá er ég ekki að skilja málflutninginn, getur verið að þú og þínir líkar séu farnir að óttast það að þjóðin skilji samhengið í ESB aðildinni og Icesave samningunum eða hvað er það sem er svona hættulegt við að ESB andstæðingar fái að koma skoðunum sínum á framfæri, ég get ekki betur séð en að þú og aðrir ESB sinnar fái að segja ykkar álit á ESB og Icesave án þess að Morgunblaðið hindri þig í því, en þú verður að afsaka það að ég kaupi ekki svona bull eins og fram kemur í þessu bloggi þínu. Það skildi ekki vera að við sem erum andstæðingar ESB séum duglegri við að koma skoðunum okkar á framfæri, eða er það skoðun þín að málflutningur okkar ESB andstæðinga megi ekki heyrast eða birtast á bloggsíðum Morgunblaðsins. Eða telur þú það virkilega vera svo að einhver hjá blaðinu sitji og flokki burt skrif ykkar á okkar kostnað?

Rafn Gíslason, 23.7.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: Ómar Ingi

Kann hann það ?

Ómar Ingi, 23.7.2009 kl. 18:04

8 identicon

Hvernig geturðu fengið það út að hann sé að ljúga þegar í stjórnarsáttmálanum kemur fram að sækja skuli um aðild að ESB. Skoðanir stjórnmálaflokka geta breyst án þess að það sé lygi. Mér finnst þetta stór orð Baldvin. Það er auðvelt að hrópa upp og fara með sleggjudóma að fólk sé lygarar og svikarar eins og þínir flokksmenn á þingi voru kallaðir fyrir stuttu sían. Er það sanngjarnt þegar fólk er að vinna vinnuna sína eftir bestu getu? Steingrímur J. heldur stjórnarsáttmálann og gerir það á ábyrgann hátt.

Þú segir að VG hafi ekki fylgt flokkslínu og brugðið út af yfirlýstri stefnu (sem ekki var einstefna heldur samþykkt á flokksþingi VG). Er það allt í einu orðið málið hjá þér þar sem XO vilja kjósa eftir eigin sannfæringu?

Auðvitað hefur stjórnin ekki meirihluta atkvæða á þingi fyrir málinu nú eins og málin hafa þróast.

Hitt er svo umhugsunarvert þegar þú fullyrðir að Bretar og Hollendingar munu ekki kjósa með Íslandi í ESB. Þó ég sé enginn sérfræðingur frekar en þú í þeim efnum þá ætla ég að vona að Ísland gangi í Evrópusambandið og þykist vita að þín sannfæring í málinu er eftir því sem Guð gaf þér í þeim efnum.

Eða; sleggjudómar eru þreytandi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 22:40

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Axel og þakka þér fyrir innlitið. Mér þykir miður að þú sem þekkir mig nú ágætlega skulir kjósa að misskilja mig svona og dúndra á mig yfirlýsingum um sleggjudóma.

Það sem ég er hér að vísa til er sú einfalda staðreynd að það eru augljós tengsl á milli Icesave og ESB málsins og hafa verið síðan í nóvember á síðasta ári.

Vangavelturnar mínar hér snúast um þá einföldu spurningu: Af hverju er þessi heiðarlegi og trausti maður sem Steingrímur hefur birst mér hingað til, að afneita ítrekað þessum augljósu tengslum í fjölmiðlum?

Þykja þér það sleggjudómar að velta því fyrir sér?

Það að forysta VG kjósi að fylgja ekki yfirlýstri stefnu VG hreyfingarinnar fyrir síðustu kosningar hefur ekkert með það að gera að þingmönnum beri að kjósa eftir eigin sannfæringu, það hefur ætíð legið fyrir að þingmönnum beri að gera það.

Finnst þér það óeðlileg hugmynd að kjósendur eigi að geta reiknað með því að kjörnir fulltrúar vinni að þeirri stefnu sem þeir gáfu sig út fyrir við framboð?

Baldvin Jónsson, 24.7.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband