Á ÍSLENSKA RÍKIÐ WEST HAM?

Samkvæmt þeim síðustu fréttum sem ég man eftir að hafa séð af þessu, eignaðist Straumur (fjárfestingarbanki Björgólfs) West Ham þegar að Björgólfur stefndi í þrot.

Nú skilst mér að ríkið sé að eignast Straum fjárfestingarbanka.

Mér er spurn, er ekki fínt að setja West Ham upp í Icesave skuldina? Gætum til dæmis "liquidate'að" félagið, náð út úr því sem mestum skammtíma hagnaði og notað peningana upp í Icesave.

Þetta er náttúrulega bara draumsýn, en mér er samt í alvörunni spurn um hvort að ríkið eigi mögulega orðið fótboltafélag í Bretlandi?


mbl.is Stoke í viðræðum við West Ham um kaup á Ashton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Látum Tjallann hirða fótboltafélagið og eigandann með!

Þráinn Jökull Elísson, 25.6.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Aron Ingi Ólason

þetta er svipuð hugmynd og pabbi kom með fyrir nokkru. Alls ekki vitlaus hann reindar vildi bara selja það allt í hlutum hvern einasta leikmann og hverja einustu aðstöðu og nota svo unglinga liðið á meðan liðið félli eða einhver keifti merkið og þá leikmenn sem eftir væru.

Aron Ingi Ólason, 25.6.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það sé ekkert að fá úr þessum björgólfi heldur hinum. Reyndar er skondið að segja að ein af fáu fjárfestingunum sem björgólfur tapaði ekki á var Vest ham..

 ég er þeirrar skoðunar að nú séu öll rök sem mæla fyrir því að gera eigur útrásavíknganna upptæka og fylla upp í þetta icesave gat. Sér í lagi þar sem hagsmunasamtök fjárglæpamanna eru óvenju fámenn núna á alþingi.  og því geta þau ekki verið með eitthvað eilífðarmálþóf. 

Brynjar Jóhannsson, 25.6.2009 kl. 17:07

4 identicon

Fínt mál.  Því meira sem þjóðn tekur af þessum mönnum þeim mun betra.

Sama hvort það er West Ham eða bara ham. 

Hirða allt upp í skuldirnar og koma því í verð. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Ómar Ingi

Á endanum endar þetta allt hjá ríkinu.

Ómar Ingi, 25.6.2009 kl. 19:08

6 identicon

Ómar Ingi.

Ríkið er ekki nein vond skepna. 

Það erum við.  Ég og þú og allir hinir. 

Og það er bara jákvætt að geta tekið sem mest upp í skuldir þessara manna.

Gildir einu hvort það eru bankar, skipafélög, þyrlur, skemmtibátar, sumarhallir eða flugfélög.  Þjóðnýtum sem mest af "eigum" þessar manna.

Við, (þjóðin, ríkið) seljum þetta svo fyrir rétt verð þegar þar að kemur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband