VERJUM LANDIÐ - RADDIR FÓLKSINS BOÐA TIL MÓTMÆLA Á MORGUN LAUGARDAG Á AUSTURVELLI!!!

Raddir fólksins ásamt fleirum sem hafa staðið mótmælavaktina gegn Icesave undanfarnar vikur, boða nú til mótmæla á Austurvelli á morgun. Allir þeir sem vettlingi geta valdið og hafa áhuga á því að hneppa ekki landann undir nýlendu stefnu Breta, verða að mæta. Ég verð því miður að fylgjast með þessu enn eina ferðina bara af fjöllum.

Sjá fréttatilkynningu frá þeim hér að neðan:

Fréttatilkynning

Laugardagur 20. júní 2009 – Austurvöllur kl. 15:00


Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní kl. 15:00. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðufólk dagsins er:

Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna
Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari

Fundarstjóri er Hörður Torfason.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég mæti..

Óskar Þorkelsson, 19.6.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skal slá í pottlok fyrir þína hönd.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Frímann. afhverju drífur þú þig ekki til draumalandsins ESB og leyfir okkur hinum að velkjast um í sjálstæðinu og sjálfskapar vítum sem fylgja því að vera sjálfstæð þjóð? 

Jón Frímann hvar vilt þú að peningar séu teknir til að borga Icesave? úr heilbrygðiskerinu? það þyrfti að loka Landspítalanum og Háskóla Íslands til þess það myndi fara að ná upp í það sem þarf til að borga Icesave, miðað við bestu niðurstöður á sölu eigna Landsbankans. er það framtíðar sín þín? 

Fannar frá Rifi, 19.6.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kemst því miður ekki á mótmælafundinn á morgun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2009 kl. 03:17

5 identicon

ég mæti ekki nokkur spurning.

Það verður að stöðva yfirvofandi landráð og föðurlandssvik

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:02

6 identicon

Það voru kosningar í apríl sl. Fólkið kaus þetta yfir sig og það sem var vera það hafði ekki úr mörgu að moða. 

Þjóðin almennigur þarf sjálft að taka þátt í stjónmálastarfi til að koma í veg fyrir klíkumyndanir í flokkum sem er svo ávísun á spillingu í framhaldinu. Þetta er okkar eina von til þess að grundvöllur verði fyrir alvöru lýðræði.

Lýðræðið er aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn þar er valdið mest hverju sinni í stjórnskipan landsins þ.a.s. að það erum við ég og þú sem erum valdið ef við sinnum skyldum okkar sem einstaklingar sem heyra undir Lýðveldið Ísland. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:42

7 Smámynd: Ómar Ingi

Fríman Jón alltaf hress.

Ómar Ingi, 20.6.2009 kl. 21:59

8 identicon

Spekin  vítt og breitt á Jörðinni í bankaheiminum er að þar sem vextirnir eru mestir þar er mesta áhættan  Þetta gildir ekki um Icesave sem bauð best í Hollandi og Englandi sem dæmi skrítið.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband