Dautt atkvæði? Ertu hrædd/ur við að atkvæðið þitt skili ekki árangri hjá litlu framboði?

Ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að maður á ekki að láta aðra segja sér hvernig mann eigin atkvæði sé best varið, við eigum ALLTAF að fylgja eigin sannfæringu.

En ég er samt í kosningabaráttu og því vill ég leyta leiða til að hafa áhrif á val þitt í dag ef ég mögulega get. Ég er að sjálfsögðu sannfærður um það að atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er atkvæði afskaplega vel varið og trúi því af festu að við munum geta haft mikil áhrif inni á þingi sem rödd fólksins.

Við munum starfa náið áfram með grasrótinni og þingflokkurinn okkar verður ekki vald heldur framkvæmdaaðilinn!  Það er nýmæli og gefur þér færi á að hafa mun beinni áhrif heldur en möguleiki hefur verið á hingað til nokkurn tímann.

Ég hvet þig til að fylgja eigin sannfæringu en skelli hér engu að síður inn tveimur skýringarmyndum til að hrista aðeins upp í þessu og reyna með því að hvetja þig til að kjósa Borgarahreyfinguna frekar, ef valið stendur hjá þér um minni framboðin.

Þitt atkvæði hefur líklega aldrei haft meira vægi en í dag, ef þú kýst Borgarahreyfinguna!

BH_fjoldi1  BH_fjoldi2

Þitt atkvæði í dag ásamt örfáum öðrum gæti talið 2-3 þingmenn í stað ekki neins!

En eins og hún vinkona mín, oddviti listans míns í Reykjavík suður sagði í dag, POWER TO THE PEOPLE!

Ljúkum þessum gagnsæja áróðri á lokaorðum hins ágæta Þórs Saarí úr lokaþætti RÚV á framboðskynningunum og borgarafundunum, sem var sjónvarpað í gær:

Þór Saari, Borgarahreyfingunni

„Við verðum að muna eftir því hvers vegna er verið að kjósa á morgun. Það er verið að kjósa á morgun af því að hér varð algjört efnahagshrun. Stjórnvöld á Íslandi brugðust almenningi algerlega og sveipuðu efnahagsmálin hér í leyndarhjúp, þannig að heimilin lentu á vonarvöl.

Við megum ekki gleyma því.

Þessi sömu stjórnvöld þau sitja hér í kvöld, allt í kringum mig og bjóða almenningi upp á það að láta kjósa sig aftur á morgun. Við vitum hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vitum hverjir bera ábyrgðina. Við megum ekki gleyma því heldur. Það er algjört grundvallaratriði. Ástæðan fyrir því að hlutirnir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hættum að skipta okkur sjálf af stjórnmálum. Við gleymdum því, við sváfum á verðinum. Við megum ekki gera það. Á morgun þegar við göngum inn í kjörklefann, þá skulum við ekki spyrja okkur þessarar spurningar, aftur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vitum hvað það var.

Við skulum spyrja okkur þeirrar spurningar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morgun.


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gangi ykkur vel Baddi minn

Ómar Ingi, 25.4.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku Baddi - það er búið að vera frábært að fá að vinna með þér við að búa til þessa hreyfingu og alveg dásamlegt að upplifa hvernig þetta afl hefur vaxið og vaxið eins og snarrót sem er nánast ómögulegt að uppræta:)

Birgitta Jónsdóttir, 25.4.2009 kl. 12:16

3 identicon

Kjósa með hjartanu, – kjósa Borgarahreyfinguna!

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú fyrirgefur Baldvin, en rödd hvaða fólks? Svona í ljósi þess að aðeins lítill hluti kjósenda mun væntanlega kjósa ykkur. Þetta er ekki illa meint en það fer alltaf um mig hrollur þegar einhverjir telja sig umboðslaust geta talað fyrir hönd þjóðarinnar, þ.e. fólksins í landinu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Ég kom með utankjörfundaratkvæðið mitt á kosningaskrifstofuna í gær og treysti því að það hafi ratað rétta leið...

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Sigurjón

Mér sýnist nú að sögulega lítill hópur muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú.  Getur hann talað fyrir fólkið í landinu?  Fólkið sem er á leiðinni til helvítis vegna sofandahátts þriggja flokka?

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 16:31

7 identicon

Sigurjón : Einmitt.  Fá atkvæði hafa ekki stöðvar Hjört og vini hans í að taka upp samstarf við Framsókn sem þar með getur farið að taka ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, jafnvel með 6% atkvæða eða svo.  Hvar var hrollurinn hjá Hirti þá?

Annars hef ég gaman af Hirti.  Hann býður ekki upp á komment á sinni síðu, en flestar greina hans eru samt spurningar.  Það getur bara enginn svarað honum því hann býður ekki upp á það.  Það aftrar honum þó ekki frá því að kommenta hjá öðrum einhverra hluta vegna.

Borgarahreyfingin vill auka á almenna þáttöku venjulegs fólks með þjóðaratkvæðagreiðslu. Borgarahreufingin hefur aldrei sagst ætla að tala í umboði þjóðarinnar, hún vill að þjóðin fái að tala fyrir sig sjálf.

Svoleiðis er bara ofar skilningu margra og það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.  Jafnvel þó hann sé hreinræktaður og ættbókarfærður.

Björn I (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband