Tillögur Borgarahreyfingarinnar að lausnum í atvinnumálum

Ég var fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar í kosningaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi sem að fjallaði um atvinnulífið og áherslur framboðanna í þeim málum. Þáttinn má sjá hér.

Ég var búinn að setja á blað það sem ég vildi segja þarna, en ákvað eftir að hafa horft á Össur Skarphéðinsson og Atla Gíslason tala á undan mér, Össur blaðlaust og Atli með einhverja punkta bara, ákvað ég að tala blaðlaust líka í þeirri von að það kæmi betur út. Er ekki viss um hvort hefði komið betur út, en held að þetta hafi bara verið nokkuð skýrt hjá mér.

Það sem ég hefði viljað koma betur inn á en kom ekki inn vegna tímamarkanna voru hugleiðingar um hvar störfin verði til. Það er svo algeng spurning þessa dagana að spyrja frambjóðendur að því hvar þeir eða ríkið ætli að skapa störfin.

Mér finnst það í raun lýsa skilningsleysi á atvinnulífinu, því það er ekki ríkið sem skapar störfin nema að litlu leyti og tekjurnar til að reka ríkið koma í öllum tilfellum frá einkaframtakinu og samfélaginu. Eins og Samtök Atvinnulífsins lögðu á áherslu á aðalfundi sínum í gær, það er atvinnulífið sem skapar störfin.

Þetta er skemmtilegt form á þættinum hjá þeim á Stöð 2 og mér finnst það til þess fallið að koma málum nokkuð skýrt á framfæri jafnvel þó að fæstir nái því að segja það sem þeir vilja koma fram á aðeins einni mínútu, en það er tíminn sem talsmenn fá fyrst til að segja frá sínum áherslum.

En ég skelli hérna inn með því sem ég var búinn að setja á blað fyrir þáttinn:

Borgarahreyfingin leggur á það höfuðáherslu að það verði að lækka hérna strax stýrivexti og að við verðum einnig að ná völdunum yfir vaxtastefnunni aftur hingað heim úr höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það verður að ganga strax í að leysa myntvandann sem hér ríkir. Fyrirtæki landsins eru í heljargreipum óvissunnar sem því fylgir að búa við gríðarlega óstöðugan gjaldmiðil og geta vegna hans ekki spáð fyrir um nánustu framtíð, sem er algerlega ótækt í öllum rekstri.

Fyrirtækin og heimilin í landinu eru órofa heild. Aðgerðir sem hægt er að fara í strax eftir kosningar til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað þurfa því að taka mið af ástandi heimilanna. Bráðaaðgerðir til handa heimilunum, sem felast í bakfærslu á skráningu vísitölu verðtryggingar aftur til janúar 2008, munu bæta verulega hag heimilanna. Bættur hagur heimilanna skilar sér strax til fyrirtækjanna í formi aukinnar neyslu og aukins sparnaðar.

Aukin neysla eykur hag fyrirtækjanna, sem í framhaldinu skapar fleiri störf. Bættur hagur atvinnulífsins er besta mögulega leiðin til þess að takast á við það mikla atvinnuleysi sem nú er á Íslandi.

Aukin sparnaður eykur hér líkurnar á fjárfestingu í nýsköpun og verður að styðja sérstaklega við þann geira og viljum við leggja áherslu á það.Það þarf að styrkja við stofnanir eins og Nýsköpunarsjóð, Frumtak og aðrar þær stofnanir sem að styðja við sprotana í landinu. Það verður að auðvelda aðgengi frumkvöðlanna að þessum stofnunum með því að bæði draga úr skrifræðinu og styðja vel við þá í gegnum allt umsóknarferlið.

Hlutverk Byggðastofnunar þarf að styrkja og gera alveg gagnsætt. Sterkt atvinnulíf er eina færa leiðin fyrir okkur öll til að vinna okkur út úr þessu ástandi sem nú ríkir.

Hlutverk ríkisins ætti fyrst og fremst að felast í góðu eftirliti og stuðningi við góðar hugmyndir. Við teljum það ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri í samkeppni við einkageirann. Ríkið og sveitarfélög sjá um rekstur velferðar- og menntakerfisins og hafa utanumhald um samgöngumálin og skapar þar í gegn fjölda starfa að sjálfsögðu. Megin hlutverk ríkisins á hins vegar að vera að skapa hér þá umgjörð og jafnvægi að atvinnulífið fái sjálft þrifist og nýsköpunin komi frá fólkinu en ekki stofnunum. 

Eins Samtök Atvinnulífsins hafa verið að leggja á áherslu, þá er það atvinnulífið sem skapar hér störfin og það er okkar hlutverk að styðja við það. Starf hjá ríkinu er alltaf greitt með framleiðni í einkageiranum.


mbl.is Fjórfalt fleiri í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst mjög góður í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær. Að tala blaðalaust er erfitt en kemst í vana þeirra sem það gera. Áhorfendur nenna ekki að hlusta á þá sem lesa textann.

Áfram Borgarahreyfingin!

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú komst vel að orði í gær,og ekki var að sjá að reynsluleysi hafi eitthvað hjáð þig.En auðvitað er það stressandi að koma sínu til skila á þeim tíma sem gefinn er í þessum þáttum stöðvar 2.

Ég vona svo sannarlega að ykkur í  borgarahreifingunni verði uppskera og fáið einhverja 3-4 á þin,slíkt yrði stórsigur og gæfi ykkur skilyrði fyrir að vaxa og dafna.

Gangi þér allt í haginn og hver veit nema þú hafir ástæðu til að fagna aðfaranótt Sunnudags.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.4.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Ómar Ingi

XD Baddi minn.

Ómar Ingi, 23.4.2009 kl. 18:19

4 identicon

Glæsilegt....koma svo Baldvin.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband