Borgarahreyfingin komin inn með 4 þingmenn samkvæmt skoðanakönnun Gallup!

Frábærar fréttir og algerlega í anda þeirrar tilfinningar sem að ég hef haft undanfarna daga eftir samskipti við fólk um allan bæ. Og það sem meira er, það eru enn 4 heilir dagar fram að kjördegi og ennþá eru aðeins 60% sem taka afstöðu þannig að við gætum enn átt mikið inni til viðbótar.

Þetta er frábær byrjun á þessum baráttudegi - takk fyrir stuðninginn kæru landar. Samkvæmt þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 10 þingmenn frá síðustu kosningum og má við meiru. Það eru enn eftir 15 þingmenn þar sem má alveg án þess að skammast sín kroppa meira í.

Verði þetta niðurstöðurnar lofa ég áfram því einu að ég mun segja bara satt og við munum taka til óspilltra málanna Cool

Borgarahreyfingin býður fram krafta sína fyrir þig

xo_plakot_lokadrog copy


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kálið er ekki sopið þó ausuna sé komið.  Gangi ykkur vel.  Munið að dropinn holar steininn.

Marinó G. Njálsson, 21.4.2009 kl. 08:18

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk Marinó :)

Geri mér grein fyrir því að skoðanakannanir eru ekki niðurstöður, en eins og við höfum rætt okkar á milli meðal annars eru þær engu að síður afar skoðanamyndandi og það veitir okkur verulegan meðbyr að vera komin þetta vel yfir 5% - alveg klárlega :)

Nú tökum við, öll - XO, Hagsmunasamtökin og allir aðrir sem vilja vinna að bættum hag heimilanna - höndum saman og tökum til Óspilltra málanna!

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Innilega til hamingju með skoðanakönnunina.Frábært,vonandi eykst fylgið enn meir.Eg er í Borgarahreyfingunni. Var hafnað á  Suðurlandi sem frambjóðandi vegna athugasemda Egisl Bjarnasonar blaðamans.

Árni Björn Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 08:45

4 identicon

Rétt hjá Marínó, en ég sé ekki annað en að við fáum rödd inn á þing. Finnst mér það mikill sigur og sýnir okkur að við höfum verk að vinna.

Í Borgarahreyfingunni er svo margt gott fólk sem ég hef kynnst og það hefur aukið mér bjartsýni um fagurt Ísland með fólki sem líður vel.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Árni Björn, var þér hafnað af hverjum? Hver er Egill Bjarnason blaðamaður?

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 09:16

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

trallalalalala ....ég er sko að dansa gleðistríðsdansinn minn!!!

Heiða B. Heiðars, 21.4.2009 kl. 09:18

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Til hamingju með þetta ... og koma svo.

Og takið til óspilltra málanna, ekki veitir af mótvæginu.

Haraldur Hansson, 21.4.2009 kl. 10:15

8 identicon

Frábært!!

sandkassi (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:19

9 identicon

Þetta eru bara góðar fréttir. Ég ætla að kjósa X-O vegna þess að ég vil ekki sjá hrunaflokkana. Brá því heldur betur þegar einhver benti á að ef þetta yrðu úrslit kosninganna gæti Borgarahreyfingin farið í stjórn með Samfylkingu og Framsókn. Vona svo sannarlega að þið gerið það ekki þar sem þetta eru tveir af þremur hrunaflokkunum og þá myndi ég gráta mitt atkvæði til ykkar. Ekki gleyma að það eru þrír flokkar sem bera ábyrgð á hruninu, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Framsókn átti stóran þátt í spillingunni og Samfylkingin fóstraði baneitruðu aðgerðarleysisstjórnina.

Kolbrún (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:37

10 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Meiriháttar!!

Konráð Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 13:20

11 identicon

Frábært

Kolla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:49

12 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Glæsilegt hjá ykkur Baldvin og ég óska ykkur til hamingju.

Hilmar Gunnlaugsson, 21.4.2009 kl. 16:52

13 identicon

Ég held og vona að Borgarahreyfingin komi sterk út úr þessari kosningu,fólki hlítur að blöskra spillingin sem hefur viðgengist hér árum saman hjá gömlu flokkunum,þess vegna eigum við að standa saman  og setja X við O i komandi kosningum.

Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband