Mismununin felst í langvarandi uppeldislegum muni kynjanna - það er stóri vandinn

Okkur hjá Borgarahreyfingunni hefur einmitt þótt afar erfitt að takast á við þetta í lista vinnunni hjá okkur. Við tókum strax í upphafi þá ákvörðun að vera ekki með handstýringu á listunum, að það væri ekki í anda þess lýðræðis sem við vildum vinna að. Listunum, sem við viljum enn fá að bjóða fram óraðaða en lítur ekki út fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að standa við, er þannig upp stillt að frambjóðendur tiltaka einfaldlega sjálfir í hvaða sæti þeir gefa kost á sér. Gefi fleiri en einn frambjóðandi kost á sér er fyrst reynt að leysa það með því að láta frambjóðendurnar ræða málin sín á milli og reyna þannig að úrskurða sjálf um hvert þeirra þau telji hæfara. Náist ekki sátt um málið þannig skal fara fram hlutkesti.

Til þess hefur ekki enn komið hjá okkur þar sem að frambjóðendur hafa í öllum tilfellum hingað til getað leyst málin lýðræðislega sín á milli.

Vandinn sem þetta er að skapa okkur er hins vegar sá að það er augljóslega körlum mun eðlislægara að trana sér fram en konunum. Konurnar virðast eðlislægt halda sig mikið til baka, leggja til frábæra punkta og hugmyndir í vinnunni en vilja síðan ekki leiða þá vinnu margar hverjar þegar til kemur. Körlunum er mikið meira í mun að "eiga" sína hugmynd, fylgja henni eftir og eiga af henni heiðurinn. Þetta finnst mér einhvern veginn tengjast mikið til til dæmis keppnisuppeldinu sem fylgir íþróttunum.

Ég er hérna auðvitað að tala heilt yfir, það eru alltaf til tilvik þar sem málum er allt öðruvísi háttað. Gallinn við þetta er hins vegar sá að vettvangur stjórnmálanna verður áfram mikið karllægur og skekkir það verulega myndina þar sem að kerfið verður þar með mikið til búið til utan um hugmyndir karla.

Það má segja að það hafi verið kerfi karlanna sem hrundi í byrjun október. Ég óska hér með formlega eftir frábærum konum til að gefa kost á sér í pólitískt starf.


mbl.is Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hjá Samfylkingunni t.d. er hlutur kvenna að mestu jafn og einnig hjá hinum flokkunum en kynjakvótinn er einmitt mikilvægur til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Hjá Borgarahreyfingunni virðist ríkja töluvert jafnrétti og verður spennandi að sjá framboðslistana ykkar. Er kannski búið að samþykkja og gefa þá út?

Það kemur mér þó ekki á óvart að það halli á konur hjá Frjálslyndum enda er þetta flokkur ójafnréttis og haturs.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hilmar, hlutur kvenna er því miður samt rýr að mínu mati hjá okkur og er það vegna þeirrar skýru stefnu að hafa ekki kvóta á lýðræðinu. Vandinn er þessi að konur eru ekki með sama hugarfar og karlar í því að koma sér á framfæri. Við gerum þó allt sem við getum til þess að hvetja þær fram, við viljum að sjálfsögðu sjá hlut kvenna sem mestan hjá okkur.

Við erum þó ekki tilbúin til þess að prútta með lýðræðið.

Baldvin Jónsson, 5.4.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel það ekki prúttun á lýðræðinu að tryggja jafnan hlut kvenna en kannski er rétt að áhuginn hjá þeim sé ekki hjá sami og hjá körlunum, skal ekki fullyrða um það. Það gleður mig þó alltaf að sjá jöfn kynjaskipti í flokkum.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki fylgjandi kynjakvóta, mér finnst hann oft misnotaður.  Hæfni verður alltaf að koma fyrst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband