Siðblinda og valdýrkun - hvað varð um Persónukjörið sem mér var lofað?

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til fjölmiðla í dag.

Yfirlýsing vegna persónukjörs

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing  átelur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna harðlega fyrir að ætla að ganga á bak orða sinna um persónukjör í komandi alþingiskosningum.

Boðað undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu byggir á einni ósannfærandi álitsgerð um að 2/3 hluta atkvæða þurfi til að samþykkja frumvarpið um persónukjör. Það bendir til þess að hugur fylgi ekki máli. Frumvarpið um persónukjör felur í sér eitt varfærnislegt en mikilvægt skref í átt til aukinna áhrifa almennra kjósenda á Íslandi. Auknu lýðræði. Rök sem tínd hafa verið til gegn frumvarpinu - fyrst af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en síðan af þingmönnum stjórnarflokkanna eftir að þeir höfðu sjálfir tryggt sér örugg þingsæti í lokuðum prófkjörum - eiga það sameiginlegt að vera veikburða. Íslensk stjórnvöld brugðust þjóðinni og í kjölfar efnahagshruns er brýnt að verða við kröfunni um aukin áhrif kjósenda.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing  krefst þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, og Framsóknarflokkurinn, efni sín heit við kjósendur, standi við orð sín og afgreiði frumvarpið um persónukjör með einföldum meirihluta á Alþingi eins og lög gera ráð fyrir. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing  mun láta almennum kjósendum eftir að raða frambjóðendum á sínum framboðslistum 25. apríl. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er að flokkarnir sem standa að ríkisstjórninni taki höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn og svíki þar með kjósendur um þann valkost sem persónukjör er.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing.

27. mars 2009


mbl.is Siðrof í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegr til kastanna kemur, þykir þeim of vnt um stólana sína. Aldrei að vita hvað gerðist ef farið væri út í persónukjör, það er ekki að treysta á þennan landa, hann gæti kosið þvert á flokkseigendahagsmuni.

Kolla (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:52

2 identicon

Ég hélt nú að málið lægi fyrir -- það þarf 2/3 meirihluta á þingi til að samþykkja breytinguna og hún liggur ekki fyrir. Stjórnarflokkarnir lögðu fram frumvarp í þessa átt en Sjálfstæðisflokkurinn var eindregið á móti. Þetta er sama og fyrir fólk sem styður aðild að ESB; það verður einfaldlega að sætta sig við að skoðun þeirra hefur ekki löglegt fylgi eins og er -- og reyna að afla skoðun sinni meira fylgis. En að sjá heiminn sem sífellt samsæri er út í hött.

GH (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

GH, takk fyrir innlitið.

Lagalega túlkun í tilfellum þar sem ekki liggur fyrir skýrt hver lögin eru þarf að láta reyna á. Þjóðin á líka skilið að fá að vita skýrt hverjir hefðu ekki kosið með slíku frumvarpi. Að leggja frumvarpið ekki fram OG láta á það reyna að fullu er fyrir mér algert hálfkák og rennir stoðum undir þá hugmynd að flokkarnir hafi í raun aldrei viljað breytinguna. Þeir fylgdu grasrótinni en urðu síðan dauðfegnir þegar að ekki þurfti að keyra málið í gegn.

Varðandi ESB skil ég ekki vel hvað þú ert að fara. Aðildarviðræður að minnsta kosti þurfa ekki meirihluta fylgi, ráðamenn á hverjum tíma hafa rétt til þess að fara í viðræður og sækja upplýsingar um kosti og galla. Það er síðan þjóðarinnar að kjósa um hvort að hún vill aðild eða ekki, þegar að skýrar upplýsingar um hverjir eru kostir og gallar liggja fyrir.

Baldvin Jónsson, 28.3.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband