Kæri Jón Ásgeir...

... fái Borgarahreyfingin einhverju ráðið er þetta aðeins toppurinn af ísjakanum. Við munum hins vegar í öllu leitast við að farið verði fram með réttlæti og siðferðislegri uppbyggingu að leiðarljósi. Það mun hins vegar því miður nokkuð örugglega fela í sér að þú og flestir þínir vinir munið lenda í ítarlegri rannsókn.

Vonandi mun sú rannsókn leiða í ljós að allt hafi verið með felldu. Fari hins vegar ekki svo mun allt verða gert til að leiða fram réttlæti í málinu. Rannsóknin mun hins vegar ekki einungis beinast gegn litlum hópi manna. Við munum einnig setja mikinn fókus á óheiðarlega framkomu ráðamanna og "hvítu lygina" sem er falin í því að upplýsa þjóðina ekki um ástandið

Úr stefniskrá Borgarahreyfingarinnar:

Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigendur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.

Meira á borgarahreyfingin.is

X við O stendur fyrir nýja tíma - endurheimt lýðræðis og sjálfsvirðingar okkar í alþjóðasamfélaginu.


mbl.is „Skipulögð rógsherferð“ gegn fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband