Jón Baldvin að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir valdhrokann?

Jón Baldvin Hannibalsson hefur ákveðið að stíga aftur fram á forystuvöllinn í stjórnmálum. Þetta gerir hann að virðist miðað við yfirlýsingar, einungis til þess að refsa Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa ekki tilkynnt um afsögn sína í dag. Ef rétt reynist finnst mér það heldur vafasöm ástæða fyrir því að snúa aftur.

Það er mikið fremur að Samfó og þjóðinni reyndar vanhagi um leiðtoga sem hafa skýra stefnu og áherslur um hvernig eigi að bjarga þjóðinni á þessum erfiðu tímum.

Prinsipp barátta innan elítunnar í vel eða létt spilltum stjórnmálaflokkum er gríðarleg tímaskekkja.


mbl.is Jón Baldvin fer fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki öllum frjálst að bjóða sig fram Baldvin, án þess að það sé verið að hnýta út í það ?

Er það ekki frelsi eitt af grundvallarskilyrðum Nýja Íslands ?


Ég tel það vera.

Ég sé að þú hefur hug á því að bjóða þig fram sem fulltrúa þúsundir borgara á alþingi.

En gæti verið að við sem erum að leita eftir slíku framboði og fulltrúa okkar á hinu háa Alþingi  gætum hugsanlega verið að leita að manni eða konu sem er ekki sokkin í persónuskítkast, erlendar slettur í málfari og ásakanir eins og þær sem birtast hér í þinni færslu, en einbeitti sér að þeim málum sem virkilega skipta máli ?

Ég er það allavega.

Við þurfum breytingar hér Baldvin og þetta er ekki breyting.

Því miður.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það ER öllum frjálst að sjálfsögðu Hákon að bjóða sig fram. Þeir sem slíkt gera þurfa þó að sjálfsögðu að þola gagnrýni á það. Ég hef skoðanir á þessu framboði Jóns Baldvins og eflaust fleiri. Ég hef skoðanir á því vegna þess sem ég nefni hér að ofan, Jón Baldvin hefur ekkert gefið út um annað tilefni framboðsins en einungis það að vilja ekki að Ingibjörg Sólrún sitji áfram. Það er markmið í sjálfu sér, en ég leyfi mér að hafa skoðun á því.

Lýðræði er eitt af grundvallarskilyrðum "Nýja Íslands" án nokkurs vafa, frelsi til að bjóða fram verður þá enn við lýði.

Ef þú Hákon, því ég tel þig ekki geta talað fyrir nema sjálfan þig hér eins og við hin, ert að leita eftir frambjóðanda sem er skoðanalaus á annað fólk, frambjóðanda sem skrifar ætíð fullkomið íslenskt mál og frambjóðanda sem telur sig ekki knúinn til að benda á það þegar að undarlegar hvatir virðast ráða í framboði þjóðþekktra einstaklinga, þá er ég augljóslega ekki sá einstaklingur sem þú vilt fá fram. Ég er ekki og hef hvergi gefið mig út fyrir að vera hreinhjarta púrítani.  Satt best að segja vona ég reyndar innilega að svoleiðis fólk fái ekki inni á Alþingi, það hefur jú nefnilega verið "þannig" fólk sem í gegnum mannkynssöguna hefur staðið fyrir hvað verstum skaða sem mannkynið hefur orðið fyrir. Þvert á móti þá vona ég að inni á Alþingi fái nú fólk sem hefur einlægni og hugsjónir að leiðarljósi.

Ég og félagar mínir í Borgarahreyfingunni höfum alveg skýrt mörkuð stefnumál sem að við munum leggja okkur heilshugar fram um að framfylgja. Stefnumál sem að við erum tilbúin til að berjast fyrir af öllum okkar kröftum. Borgarahreyfingin er hins vegar ekki hreyfing þar sem að öllum ber að vera eins og með sömu skoðanir. Stefnumálin okkar, sem verða kynnt formlega eftir helgina, eru hins vegar málefni sem að við sameinuðumst um að væru okkar sameiginlegu hjartans mál.

Ábendingar eða persónulegar skoðanir sem líta að öðrum opinberum einstaklingum verða mér eflaust áfram hugðarefni, hugðarefni sem ég mun eflaust skrifa um hér aftur og þá jafnvel með slettum úr erlendum tungumálum sem eru algeng í málnotkun þjóðarinnar.

Borgarahreyfingin ætlar að standa fyrir lýðræðisendurbótum Hákon.

Endurheimt löggjafavaldsins inn á Alþingi, skýrt afmörkuð þrískipting valdsins, rétturinn til þjóðaratkvæðagreiðslu og fleiri mál sem snúa að almanna hag eins og ákveðnar hugmyndir um nauðsynlegar bráðaefnahagsaðgerðir eru þau mál sem við viljum standa fyrir.

Það er afar freistandi hér að eyða smá tíma í að leiðrétta málfars- og stafsetningarvillurnar í textanum frá þér, en það væri frekar mikið í andstöðu við það sem ég er að skrifa hérna og þá persónu sem ég vil fremur vera.

Gangi þér vel Hákon.

Baldvin Jónsson, 1.3.2009 kl. 12:04

3 identicon

Sæll Baldvin og takk fyrir greinargott svar.

Hafði mjög gaman af að mæta á umræðufundinn hjá ykkur um daginn. 

Ljóst má vera að mér leiðist ákaflega karp og ekki síst á þessum tímum núna þegar svo mikilvægt er að greina og einangra orsakir vandamála - og finna góðar, ásættanlegar leiðir til úrlausna þeirra.

Nú er að láta verkin tala landmönnum til heilla.  

Bíð spenntur eftir  tillögum ykkar að lýðræðisendurbótum, en að mörgu er að hyggja.

Þið skrifið á FacebookStjórnmálahreyfing sem ætlar sér að koma á breytingum. Við viljum hreinsa út spillingu, koma á lýðræði og skýrri þrískiptingu valdsins.Við viljum persónukjör en ekki bara flokkskjör.

Hvað með auðlindir þjóðar og lands, s.s. nýtingu og varðveislu þeirra ?

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband