Hvað eru eftirlitsstofnanir að fela og fyrir hverja? - Þarf að rannsaka sérstaklega gríðarlegt streymi fjármagns úr landi þennan dagpart sem opnað var fyrir það af fyrrum Seðlabankastjóra

Þetta er náttúrulega skammarlegt ef satt reynist, að embættismenn, framkvæmdavaldið, sé að standa í vegi fyrir því að hægt sé hefja alvöru rannsókn á efnahagshruninu hér á landi.

Auðvitað byrjar mann strax að gruna að ástæðan sé einfaldlega sú að eitthvað megi ekki líta dagsljósið.

Fyrir hverja er verið að fela mál?

Þennan dagpart sem að Davíð sem Seðlabankastjóri opnaði fyrir peningastreymi til og frá landinu runnu víst gríðarlegar upphæðir úr landi. Fyrir hverja var opnað og hverjum tengjast þeir?

Þetta eru ásamt hundruðum annarra, spurningar sem brenna á þjóðinni.


mbl.is Tregða við upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Hvernig væri að fá lýsingar á því hvaða eftirlitsstofnanir þetta eru?
Hverjir eru þar í forsvari?
Hvernig er þeim ætlað að starfa?

Kannski vantar bara smá spark í rassgatið. Ég segi svona.

Margrét Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 12:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftirfarandi er frásögn af fulkomlega sannreynanlegri tímalínu:

Árið 1998 kemur up "laxveðihneykslið" svokallaða í Landsbankanum, en viðriðnir það voru Sverrir Hermannsson þá bankastjóri og Halldór Guðbjarnarson, síðar forstjóri Visa/Valitor allt þar til hann var settur af í kjölfar opinberrar rannsóknar, en náin tengsl hafa lengi verið milli Visa og Landsbankans. Í kjölfar hneykslisins gerir "Eimreiðarhópurinn" svokallaði (Davíð, Geir, Kjartan, Hannes o.fl. boðberar einkavæðingar) í Sjálfstæðisflokknum aðför að Sverri sem segir sig úr flokknum og stofnar Frjálslynda flokkinn sem nær 4,2% og tveimur mönnum á þing í kosningum ári seinna. Í næstu kosningum árið 2003 juku Frjálslyndir fylgi sitt í 7,4%, fengu fjóra þingmenn og vantaði ekki nema 13 atkvæði til að ná þeim fimmta, en stór hluti af fylgi Frjálslyndra kom frá Sjálfstæðisflokknum sem hefur æ síðan átt undir högg að sækja hvað fylgi varðar. Þetta ár voru einnig í framboði hin nýstofnuðu samtök Nýtt Afl með Jón Magnússon fyrrverandi varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í forystusveit. Árið 2005 er Jónas Fr., sonur Jóns ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins, en nokkrum mánuðum seinna gengur Jón með Nýtt Afl í Frjálslynda flokkinn þar sem hann býður sig fram til þingmennsku og nær einu af fjórum þingsætum flokksins í kosningunum 2007. Hérna byrjar þetta fyrst að verða athyglisvert, því síðan þá hefur ekki ríkt friður um flokksstarf Frjálslyndra og á köflum hefur allt bókstaflega logað í innanflokksdeilum hjá þeim. Þar hafa spjótin ekki síst staðið á áðurnefndum Jóni Magnússyni fyrrverandi formanni Heimdallar og SUS annars vegar, og hins vegar Guðjóni Arnari Kristjánssyni arftaka Sverris Hermannssonar sem eins og áður sagði stofnaði Frjálslynda flokkinn í ónáð stóra hægri-flokksins í landinu. í febrúar 2009 fór Jón svo aftur yfir í Sjálfstæðisflokkinn, að því er virðist með nógu mikinn fjölda með sér til þess, að nú mælast Frjálslyndir varla í könnunum og verða líklega ekki einu sinni á þingi eftir næstu kosningar. Á sama tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokks náð sér grunsamlega vel á strik eftir að hafa hrapað í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar...

Það sem fer hér á eftir eru svo aðeins tilgátur eða vangaveltur:

Er möguleiki á því að Jón Magnússon hafi aldrei hætt að vera tryggur Sjálfstæðisflokknum? Ef svo er þá myndi það útskýra margt í þessari furðulegu sögu. Getur verið að Jón hafi í raun stofnað Nýtt Afl til höfuðs Frjálslyndum? Gekk hann svo í þann flokk gagngert í þeim tilgangi að setja þar allt á annan endann og tína af þeim fylgi? Ef svo er þá er það fylgi líklega komið með honum núna aftur á heimaslóðir til Sjálfstæðisflokksins. Getur verið að "Eimreiðarhópurinn" í xD hafi allan tímann gert Jón út sem flugumann í xF og hafi endurgjaldað greiðann með því að útvega syni hans forstjórastólinn í FME? Ég veit svosem að tilgátan er langsótt, en svei mér þá ef þetta er ekki samt efniviður í bitastæða samsæriskenningu...

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bofs, heldur þykir mér kenningin langsótt að minnsta kosti

Ég er mikið hrifnar af nýjustu samsæriskenningunni um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.  Gróa á leyti heldur því fram núna að nú séu þeir flokkar að bindast samstöðu á bakvið tjöldin og ætli sér að mynda meirihlutastjórn og aflýsa boðuðum kosningum.  Ég efast reyndar um þá kenningu líka þar sem að miðað við skoðanakannanir myndi Framsókn bæta verulega við sig ef gengið yrði til kosninga núna, en engu að síður þá einhvern veginn get ég samt á sama tíma trúað hverju sem er upp á Framsóknarflokkinn.

Ef satt reyndist að þá yrði nú allt endanlega vitlaust hér heima.....

Baldvin Jónsson, 1.3.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband