Skyldi hér vera mögulegur hluti ástæðunnar fyrir því að Árni Matt og fleiri fyrrum ráðherrar eru að draga sig til baka?

Það verður vissulega forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Sama hvað verður, verður allt meira en ég hef trú á að komi frá þessari nefnd.

Ég hef allan tímann hallast að því að nefndin starfi bara í sína tíu mánuði og komi svo fram með fréttatilkynninguna: "Það fór allt í klessu - vissulega afar óheppilegt en lítið við því að gera héðan af"

Ég vona svo sannarlega að nefndarfólk og aðrir sem að málum koma afsanni orð mín algerlega.


mbl.is Ráðamenn í skýrslutökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ansi hræddur um það Baldvin.

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Verður þetta ekki bara hugguleg kaffisamkoma í þessum skýrslutökum. Þetta bara úpps gerðist!!!

Arinbjörn Kúld, 28.2.2009 kl. 01:23

3 identicon

Það er ömurlegt að vera með svona helbláan mann í nefndinni, þetta er innanbúðarmaður úr Sjálfstæðisflokknum, fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs oddssonar og þannig innmúraður og gegn Valhallarpostuli. Ég treysti ekki Páli Hreinssyni til að taka á þessum málum. Svo vaknar ein spurning, verður þetta fyrir opnum tjöldum eins og víðast hvar í öðrum Vestrænum löndum?

Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband