Lýðveldisbyltingin á fullu skriði - en verður ekki byggð á gömlum hugsunarhætti

Ok, ég viðurkenni að allar nýjar hugmyndir eru byggðar á einhverri sögu. Það er ljóst, allt miðast við það sem hefur þegar gerst, nýjar hugmyndir þar meðtaldar.

Það er kannski einmitt kosturinn, við erum ekki að berjast fyrir því að henda öllu þessu gamla. Við erum einfaldlega að berjast fyrir því að fólkið í landinu fái að hafa meira með þetta allt að segja.

Ég til dæmis hef aldrei fellt mig almennilega við flokkaframboðs hugmyndina. Þekkið þið einhvern (sem enn hefur eftir örlítið af frjálsum vilja) sem getur sætt sig við stefnumál einhvers flokks í heild sinni?

Ég er að minnsta kosti þannig innréttaður að oft hefði ég viljað fá að kjósa um fólk úr mismunandi flokkum með áherlsu á þau málefni sem ég tel mikilvægust hverju sinni. Þess vegna er persónukjör eitt af mínum helstu baráttumálum. Það er lýðræði að fá að framselja umboð sitt með atkvæði hverju sinni án afarkosta um að þurfa þá að samþykkja einhver önnur stefnumál á sama tíma sem mér hugnast bara alls ekki. Það er ekki lýðræði - Það ER flokksræði sem þróast hefur í alræði.

Tökum stefnuna til gegnsæis og heiðarleika - opnum kerfið   http://lydveldisbyltingin.is


mbl.is Uppfært í Ísland 2.0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Fulltrúa Lýðræði: Lýðurinn ræður til hvaða Fulltrúa hann afsalar sér völdum á nokkurra ára fresti.

Handhafa Lýðræði: Lýðurinn ræður hvaða Handhafa hann afhendir völd sín, án þess að afsala réttinum til að taka þau aftur.

Beint Lýðræði:Lýðurinn ræður hvenær skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvörp, og borgararnir geta lagt fram frumvörp til stjórnarskrárbreytinga og komið þannig Beint að ákvörðunartöku í ríkinu. (Svisslendingar hafa þennan stjórnarskábundna rétt).

Ísland 2.0 getur orðið fyrsta Beina Handhafa Lýðræði heims.
Taktu þátt í að koma okkur þangað: www.lydveldisbyltingin.is
Meira um Beint Handhafa Lýðræði hér: Kjósum Beint Handhafa Lýðræði

Jón Þór Ólafsson, 28.1.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband