Vonbrigði að ekki sé horft til neyðarstjórnar - "gamli" hugsunarhátturinn ræður ríkjum - nú er bara að bjóða fram "hit&run"

Eins og eflaust flestir lesendur þessarar síðu gera sér grein fyrir nú þegar, er ég hluti þeirra sem að hafa verið að starfa við hugmyndavinnuna sem að er að fara fram á vefnum okkar http://lydveldisbyltingin.is

Þar inni er nú afar frjó umræða um möguleg stefnumál framboðs og hvetjum við alla til þess að taka þátt, þetta er málefni allrar þjóðarinnar augljóslega.

Það er búið að fjalla nokkuð um nýtt framboð í fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars viðtal við mig á eyjunni og svo viðtal við Egil Jóhannsson í Speglinum, ásamt því að tilkynnt var um framboð á RÚV en svo skemmtilega vill til að það var tilkynnt daginn áður en grasrótarhóparnir hittust formlega í fyrsta skipti og samþykktu að stefna að sameiginlegu framboði.

Lýðveldisbyltingar hópurinn (nafnið ekki formlegt, er enn bara vinnuheiti) er hópur sem varð til upp úr nokkrum smærri hópum sem allir voru að vinna í einhverjum hugmyndum um bætt lýðræði og endurreisn löggjafavaldsins. Vefsíðan varð til eftir bloggfærslu Egils um málið og hefur hún orðiði helsti starfsvettvangur okkar og passar afskaplega vel því markmiði okkar að allar umræður og vinna fari fram fyrir opnum tjöldum.

Við erum bara nýbyrjuð á þessu starfi og flest er enn afskaplega hrátt og ómótað, þú getur því haft veruleg áhrif á stefnuna hafirðu áhuga á því að vera með. Fyrsti fundur þessa hóps var haldinn þann
15. janúar þar sem leiddir voru saman nokkrir hópar sem höfðu rætt eða bloggað um breytingar á leikreglum í íslensku lýðræði og má með sanni segja að starfið hafi hreinlega flogið af stað.

Hit & Run Við viljum sem sagt byggja upp samtök með það að markmiði að ná í gegn ákveðnum grundvallar breytingum á stjórnskipulagi og kosningalögum með það að markmiði að endurheimta lýðræðið aftur til almennings og á sama tíma að endurreisa löggjafavaldið, en það virðist vera runnið alveg saman við framkvæmdavaldið eins og málum er háttað í dag. Við teljum það vera undirstöðu þess að slík vinna sé trúverðug, að samtökin ætli sér ekki að setjast á þing til langframa, að við eyðum okkur um leið og klárt er að a) markmiðið hafi náðst eða b) að ljóst sé að markmiðið náist ekki.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að móta stefnuna og starfið geturðu haft samband við mig, skráð þig á póstlistann á www.truth.is/samstarf eða gerst notandi á www.lydveldisbyltingin.is og gert beinar breytingartillögur á efni vefsins. Athugaðu að þetta er umræðuvefur og þar er margt að finna sem ekki er opinber stefna samtakanna.

Slástu endilega í hópinn.


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nú er talað mikið um stjórnlagaþing af komandi stjórnarflokkum. Ef komið verður á fót slíku þingi hefur lýðveldisbyltingin þá eitthvað að gera á Alþingi? Væri ekki farsælast fyrir þjóðina ef okkur sem landi tækist að aðgreina umræðuna um lýðræðiskreppuna frá þeirri um efnahagskreppuna á þann hátt að það verði rætt á tvemur aðskildum þingum? Ef þið komið með ykkar hugmynd um stjórnlagaþing sem væri nógu gott til að þið hættuð við framboð til Alþingis ef það væri samþykkt að þá er ég viss um að flokkarnir á þingi sæu sér hag í að koma því í gegn.

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Baldvin.

Þú talar um að nokkrir hópar hafi komið saman til að mynda þennan framboðslista. Getur þú sagt mér hvað hópar þetta voru og eru sem standa að framboðinu? 

kv, 

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég læt mér nægja að fylgjast með enn sem komið er.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Halla Rut

Við sjáum það svo vel einmitt núna að flokkarnir munu aldrei breyta þessu flokksræði.

Ég styð ykkur heilshugar.

Halla Rut , 27.1.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er með og styð - mér finnst vefurinn nokkuð flókinn og hef því ekki gefið mér tíma til að koma mér inní hann.

Arinbjörn Kúld, 27.1.2009 kl. 14:59

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arinbjörn - það er verið að vinna að því að skýra netmálin. Eru núna til dæmis komnir af stað umræðuvefir sérstaklega þar sem hægt er að fylgjast á auðveldan máta með framvindu hvers máls fyrir sig og taka þátt. Finnur þá á http://umraedur.lydveldisbyltingin.is

Svanur - þetta eru alls 13 mismunandi hópar sem hittust á fundi og ákváðu að stefna að sameiginlegu framboði. Allir hóparnir ganga óformlega undir einhverjum nöfnum en enginn þeirra heitir þó formlega neitt nema þau sem komu frá Nýjum Tímum.  Minn hópur, sem aftur varð til úr nokkrum minni hópum, gengur í dag undir nafninu Lýðveldisbyltingin, en enn sem komið er er það aðeins vinnuheiti, þó að líklegt verði að teljast að það nafni verði áfram notað fyrir a.m.k. alla vefumræðuna og vinnsluna sem er þar. Það sem skiptir máli er einfaldlega að við urðum til upp úr fjölmörgum grasrótarhópum sem hafa orðið til eftir bankahrunið.

Jenný mín kæra, það bráðvantar kraftmiklar konur í hópinn. Kýldu á það :)  Það er ekkert mál að snúa sér svo aftur að því að kjósa þinn flokk aftur þegar að búið er að koma þessum breytingum í gegn. Núna er endurheimt lýðræðisins öðru mikilvægara.

Héðinn, það er í umræðunni í dag vangaveltur um hvað við gerum ef að sýnt er að hugmyndir okkar muni fá brautagengi í gegnum aðrar leiðir en endilega framboð. Við höldum augunum opnum og þjóðlagaþing, þar sem að við fengjum aðkomu er vissulega heillandi hugmynd. Framboð er eins og oft hefur komið fram nú þegar, okkur ekki kappsmálið. Það er bara enn sem koið er að virðist eina leiðin til þess að hafa verulega áhrif á samfélagið og stjórnarskránna.

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 15:11

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Halla - takk fyrir hvatninguna. En endilega komdu bara og vertu með. Við ætlum okkur ekki að vera flokkur í hefðbundnum skilningi þess, við erum samtök opin allri þjóðinni. Allar hugmyndir og aðstoð eru velkomnar.

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 15:14

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Framboðsógnin virðist allavega vera að virka

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 15:19

9 Smámynd: Einar Sigvaldason

Sæll - gott framtak !

Mætti kannski skýra aðeins betur hver er munur á þessu og svo framtaki Njarðar og Ólínu Þorvarðardóttur.

Enn betra ef fólk getur sameinað kraftana.

Því einfaldari, skýrari og samhentari sem skilaboðin eru (t.d. það að það sé einn en ekki tveir hópar að berjast fyrir því sem virðist mjög svipað) því betra og líklegra að það takist.

Einar Sigvaldason, 27.1.2009 kl. 15:55

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gangi ykkur vel við að koma þessu þarfa verki á stað.   Eins og hefur sýnt sig nýtist samtakmátturinn aldrei betur en þegar flokks-pólitískar skoðanir eru ekki að þvælast fyrir fólki.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 16:05

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einar, Ólína (Samfylkingunni) og Gísli (Framsóknarflokknum) eru að safna undirskriftum til þess að samþykkt verði að setja á þjóðlagaþing. Njörður P. skylst mér að komi ekkert að síðunni að öðru leyti en því að þar er texti frá honum og mynd af honum.

Við erum hópur fólks sem að vill snúa frá þessu gamla þar sem t.d. eru alltaf einhverjir í forsvari fyrir eitthvað. Snúa frá flokksræði til persónukjörs og fleiri lýðræðisúrbóta sem við höfum talið fram. Þú sérð best hvað við viljum með því að skoða síðurnar okkar og svo að sjálfsögðu með því að taka þátt ;)

Þú ert hjartanlega velkominn að vera með.

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 16:40

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Einar, þetta er líka ágætlega skýrt margt í þessu viðtali hérna við mig: http://eyjan.is/blog/2009/01/26/21443/#comment-51882

Baldvin Jónsson, 27.1.2009 kl. 16:43

13 Smámynd: Ómar Ingi

Óvenju rólegt hjá þér núna

Ómar Ingi, 27.1.2009 kl. 18:49

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað eigið þið við með "persónukjör"? Ég hef heyrt ykkur tala um að fólk geti merkt við frambjóðendur þvert á lista þannig að þið hljótið að reikna með flokkslistum.  Einhvernvegin skil ég perósnuskoningar sem kosningar án flokka.  En það er náttúrulega ekkki hægt því menn leitast við að mynda hópa/flokka til að komast í meirihluta.  Það er eðli manna sem vilja hafa áhrif.  Eins hlýtur þetta kerfi að kalla á að ef þingmenn koma inn á þing ekki fyrir ákveðinn flokk þá er auðveldara fyrir lobbyista að hafa áhrif á þá. Þannig sæi ég fyrir mér að Úgerðarmenn mundu sita um landsbyggðarþingmenn. Og aðrir óvandaðri aðilar færu að reyna að kaupa sér aðgang að þeim sem viðkvæmir eru. Fyndist frekar að kjósendum væri gert auðveldara að raða fólki á kjörseðli. Þar mundu flokkar senda inn tilskilin fjölda nafna sem fólk raðaði í fyrstu 6  til 9 sætinn í kjörklefa. Það mundi spara líka mikið í prófkjörum og þessháttar bulli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband