Ég bið Guð að gefa þér skjótan bata Geir - krafa þjóðarinnar er að Neyðarstjórn taki við strax

Mög leiðinlegar fréttir af Geir og ég bið Guð að gefa honum bata. Gef líka Geir kredit fyrir að hafa það fram yfir Ingibörgu að átta sig á alvarleika ástandsins og fara í veikindaleyfi. Það er engin leið að farstýra stjórnmálaflokki og ríkisstjórn í miðri meðferð við æxli eða krabbameini.

Fyrir ykkur öll sem blásið nú um að við "skríllinn" eigum að hætta að mótmæla að þá er vert að benda á að mótmælin snúast um að koma algerlega vanhæfri ríkisstjórn frá stjórn landsins hið allra fyrsta.

Málið í mótmælum snýst ekki einungis um að kjósa, enda þarf ýmislegt að skýrast þar að mínu mati áður en einhverjir raunhæfir kostir koma fram.

Mótmælin snúast um algert vantraust á núverandi ríkisstjórn og eru krafa um að hún fari frá strax. Að mínu mati er besti kosturinn í stöðunni að setja á neyðarstjórn til þess lærðra sérfræðinga, manna og kvenna sem hafa mikla þekkingu og reynslu af rekstri og eru afar vel læs á efnahagsreikninga.

Neyðarstjórn sem að einbeitir sér fyrst og fremst að efnahagsástandinu og lausna á því. Á meðan myndi þá starfa almanna þing eða stjórnlagaþing fram að næstu kosningum, sem hefur það markmið að endurskoða þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem þarf til þess að endurheimta lýðræðið til fólksins og endurreisa löggjafavaldið.

Ekki láta deigan síga kæru landsmenn - appelsínugula byltingin þarf að halda sér vakandi.

Ég vil einnig benda á að á sunnudaginn næstkomandi, 25. janúar 2009 kl. 15:00 Lækjartorgi, er búið að skipuleggja mótmæli gegn ofbeldi. Ég mæli með því að appelsínugula fólkið flykkji sér þangað líka. Við verðum að halda uppi málstað okkar á sem flestum stöðum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvernig ætlar þú að skipa fólk í svona neyðarstjórn? Fá forsetan til þess? Ef það væri einhver konkret hópur af góðu fólki sem byði sig fram til að stýra landinu fram að kosningum væri vert að skoða það en að meðan slíkt er ekki í boði er varla annað í stöðunni en að einhverjir úr núverandi þingliði stjórni landinu fram að kosningum. Ertu ekki sammála mér í því að tími mótmælendafundanna liðinn og tími vinnufundanna hafinn? Nú gildir fyrir þá sem treysta núverandi flokkum að hella sér í þá vinnu að búa til stefnumál og skifta út innan þeirra og þeirra ekki treysta núverandi flokkum að stofna nýja. Hvað gerist fram að 9. maí er smámál miðað við það sem gerist eftir 9. maí.

Héðinn Björnsson, 23.1.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Ómar Ingi

Guð er ekki til, en ég vona að Geir nái fullum bata af veikindunum.

Ómar Ingi, 23.1.2009 kl. 19:21

3 identicon

Burtséð frá því hvort Guð sé til þá er ég mikið sammála þér Baldvin.  Eftir dapurlegar fréttir dagsins er enn meiri ástæða til að leysaK upp stjórnina.  Hún er hvort sem er stjórnlaus vegna veikinda Geirs.  Eina leiðin fram að kosningum í apríl eða maí.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er ekkert mál að finna gott fólk í neyðarstjórn, t.d. Lilju Mósesdóttur, Þorvald Gylfason, Ólaf Ísleifsson, Gylfa Magnsússon, Vilhjálm Bjarnason, Gylfa Zoega, Egil Helgason og marga aðra mætti nefna. Ofurbloggarar eins og Jakobína, Lára Hanna, Ólína Þorvarðar og fleiri góðar konur, fá til aðstoðar og ráðlegginga erlenda sérfræðinga t.d. þá sem vöruðu við hruninu. Ég hef engar áhyggjur af manneklu í þessu samhengi. Verðum bara að tryggja að engin af núverandi þingmönnum, stjórnarliðum og ráðherrum komi þar nálægt.

Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 22:59

5 identicon

Passið ykkur bara á því hvernig þið orðið samúðarkveðjurnar til Geirs...því áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins hérna á moggablogginu svoleiðis rífur í sig hvern einasta sem minnist á veikindi Geirs og áframhaldandi mótmæli í sama pistli. Snúa því uppí það að þeir sem mótmæla séu núna hjartalaus, ómanneskjuleg, fífl ogfrv. Dæmin eru mörg..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mótmæli gegn ofbeldi er án vafa á vegum Sjálfstæðisflokksins, Andrés Pétur fyrrum fasteignasali og núverandi laganemi hefur verið að promotera þetta.

Baldvin Jónsson, 24.1.2009 kl. 00:44

7 identicon

Arnbjörn: Hefur þú skoðað hvað kom fyrir efnahag Zimbabwe? Það var tekin "pólitísk ákvörðun" sem olli algjöru hruni á efnahagnum. Þetta er ekki hræðsluáróður; landinu er ekki betur borgið undir stjórn Sjálfstæðisflokksins (það sjá nú allir) heldur bara ábending um að ofsafengnar pólitískar ákvarðanir eins og þessi sem þú ert að lýsa er ekki langt frá þeirri ákvörðun sem Mugabe tók

Hetjan (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband