Geir, landið ER stjórnlaust - það mun ekki versna við það að þú stigir frá

Þetta er þvaður og fyrirsláttur hjá sitjandi forsætisráðherra, landið ER stjórnlaust og bólar ekkert á neinum hugmyndum um úrbætur frá Geir og félögum. Hvað getur mögulega versnað meira en útlit er fyrir nú þegar Geir?

Við verðum að fá þetta fólk frá strax, við verðum að setja neyðarstjórn sérfræðinga meðan að næsta stjórn gerir afar nauðsynlegar úrbætur á stjórnarskránni til þess að endurheimta lýðræðið.

Kæru landar, látum ekki pólitískt þvaður villa okkur sýn frekar en orðið er, nú er kominn tími úrbóta!!


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Jú, það mun víst gera það. Ef við fáum VG til valda mun núverandi ástand líta út eins og lautarferð í samanburði. VG býður upp á skattpíningu, forsjárhyggjusamfélag, gríðarlega útþenslu ríkisvaldsins og endanlega aftöku verðmætasköpunar. VG mun leggja landið í auðn og útiloka alla uppbyggingu hér í áratug. Það MÁ ekki gerast. Ástandið er slæmt núna, en það getur BARA versnað ef við fáum hryðjuverkamennina í kommúnistaflokknum til valda.

Liberal, 21.1.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ekki að ég sé neinn sérstakur aðdáandi VG en þá langar mig að spyrja Liberal, hvað það er við lýsingu þína á VG sem á ekki við um núverandi ríkisstjórn?

Steinn Hafliðason, 22.1.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Reyndar ágætis punktur hjá Steini. Mig minnir að hlutur ríkisins í kostnaði hafi aukist um u.þ.b. 50% á síðasta kjörtímabili Sjálftökuflokksins, á sama tíma og áherlsan átti að vera á einkavæðingu. Merkilegt nokk.

En ég aðhyllist heldur ekki stjórn VG. VG hafa ekki frekar en aðrir núverandi flokkar bent á neinar lausnir en hafa þó haft nægan tíma til þess eða að verða 4 mánuði. Þeim tíma hafa þeir eytt í "sagði ég ekki" umræðu og finnst mér það afar ótrúverðug umræða. Það geta nánast allir sagt sagði ég ekki í dag. Meira að segja Davíð Oddsson getur það með réttu að einhverju leyti.

Liberal, ég aðhyllist það að skipta bara alveg inn á nýju liði, eða að miklum meirihluta. Best væri neyðarstjórn sérfræðinga sem eru hæfir til þess að koma fram með aðgerðaráætlun (sem stjórninni hefur ekki tekist á að verða 4 mánuðum) og meðfram neyðarstjórninni verði starfandi almanna þing eða stjórnlagaþing sem endurskoðar með hraði nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar með það að markmiði að endurheimta lýðræðið í landinu og endurreisa löggjafavaldið.

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband