Veruleikafirring Sjálfstæðismanna er alger orðin

Þorgerður Katrín segir: 

Hún segir að stjórnvöld verði að sýna því skilning hverju sé verið að mótmæla. Margir séu eðlilega óöruggir við núverandi aðstæður, t.d. varðandi atvinnu- og efnahagsmál. „Maður sýnir því skilning. En um leið þá gerir maður þá kröfu að þeir sem hafa hátt um lýðræði og kjarna lýðræðisins verði að bera virðingu fyrir stofnunum lýðræðisins. Þar er Alþingi, löggjafarvaldið, algjört lykilatriði,“ segir hún.

Virðingin okkar nær mun lengra tel ég öruggt en virðing ríkisstjórnarinnar á Alþingi og störfum Alþingis. Virðingin mín nær svo langt að ég vill raunverulega að þar starfi fólk sem hefur hag þjóðarinnar í hug við störf sín, fólk sem hefur UMBOÐ þjóðarinnar til þeirra starfa.

Það umboð hefur verið afturkallað, það er búið að segja því upp!

20. janúar 2008 var dagur 1 í hinum raunverulegu mótmælum. Sjáumst á Austurvelli upp úr hádeginu.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andhverfa mótmæla eru meðmæli, getur verið að Þorgerður telji að þetta endi með alsherjar meðmælum með sjálfstæði og samfylkingu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:36

2 identicon

Þorgerður Katrín er orðin algert grín atriði út af fyrir sig og ég sem fyrrverandi xDisti er byrjaður að spá í hvers konar fólk maður hefur kosið í gegnum tíðina.

Björn bjarna, Þorerður Katrín, G.H.H, Sturla B,Bjarni B,Illugi, Guðlaugur, Árni M, Pétur B og flr. en þrátt fyrir vonbrigði mín með Dlista er ég ekki viss um hvern á að kjósa næst því Samfylkingin á ekki möguleika að fá mitt atriði bara út af ISG og hjá VG er S.J.S sem er ekki mín týpa og það virðast flest allir D-istar vera að fara yfir í Framsókn sem ég er ekkert svakalega hrifin af.

HRJ (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Verð þar

Ævar Rafn Kjartansson, 21.1.2009 kl. 09:40

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

HRJ - slástu í hópinn http://lydveldisbyltingin.is

Breytum bara kosningakerfinu þannig að við getum aftir kosið gott og traust Sjálfstæðisfólk sem dæmi. Fólk sem heldur enn sannfæringu sinni og hugsjónum.

Mætum svo saman í bæinn í dag!

Baldvin Jónsson, 21.1.2009 kl. 10:42

5 identicon

Það er vandfundið land þar sem allt er á suðupunkti og fólk tekur út reiði sína með hljóði en ekki ofbeldi. 

Hljóð almúgans virðist virka sem óhljóð í eyrum valdhafa sem sitja sem fastast og beita fyrir sig eiturefnum og bareflum.  

Umboð almennings nær víst bara til að koma þessu fólki inn, ekki út, enda verða þau sjálf að sjá að sér svo þau sjái ljósið.  Ef þau kæmu útúr sína háa alþingi sæu þau ljósið, og þar stendur fólkið, í hljóði.

Árni Sveinn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband