Var Frumvarp til laga um ábyrgðarmenn bara fjölmiðlasirkus?? Er enn bara verið að blekkja okkur?

Það eru ýmsar táknmyndirnar sem blasa við okkur um bæinn í dag. Lúxusjeppar sem ekki er til fyrir bensíni á, hvað þá afborguninni. Risabyggingar sem aðeins að litlum hluta eru eða munu fara í notkun á komandi árum.

En sorglegast finnst mér að stór hluti af öllum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar virðast aðeins vera hluti af blekkingarvef til þess að kaupa tíma, líklega í þeirri von að okkur muni renna reiðin. Ólíkt því sem hefð er fyrir, þar sem þjóðin gleymir gjarnan afar hratt, að þá erum við minnt á það núna að minnsta kosti mánaðarlega hver staða heimilanna er og hún er ekkert að verða fegurri, svo mikið er víst.

Þann 6. nóvember síðastliðinn var mikið úr því gert að það skyldi setja lög um takmarkaða ábyrgð ábyrgðarmanna í þeim tilgangi að ábyrgðarmaður myndi ekki missa ofan af sér og fjölskyldu sinni húsnæðið vegna persónulegra ábyrgða. Margir önduðu léttar og héldu að ríkisstjórninni væri raunverulega umhugað um velferð þeirra.

En var það svo? Nei, ég get ekki séð það. Frá því að frumvarpið var lagt fram þann 6. nóvember hefur ekki farið fram um það frekari umræða á Alþingi. Ekki orð!

Hér má sjá frumvarpið eins og það var lagt fram: http://www.althingi.is/altext/136/s/0135.html

Hér má síðan sjá feril þingskjalsins, en eins og sjá má hægra megin á síðunni hefur málið ekki enn verið tekið fyrir í 1. umræðu og er ekki á dagskrá. Sjá ferilinn hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=125

Eigum við að treysta þessari ríkisstjórn mikið lengur kæru landsmenn?


mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get sagt þér að ég hef persónulega rætt við Lúðvík um þessi mál og þetta er langt frá því að vera nýtt á nálinni hjá honum.

Ég átti fund með honum fyrir ca. 7 árum síðan þar sem við ræddum þessi mál og var hann ákafur að berjar fyrir þessu frumvarpi á þeim tíma.  Svo í ljósi þess þá er það með ólíkindum að hann hafi ekki tekið þetta mál fyrir ennþá, því þetta var hans hjartans mál þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Ef ekki núna þá aldrei segi ég. Nú er rétti tíminn til að minna hann á að hann er í vinnu fyrir okkur þjóðina en ekki flokkinn.

Legg til að við sendum honum áskorun í meili að standa fyrir sínu máli og sýna þjóðinni í verki að honum sé ekki sama.

kv.Gummi Hilberg

Guðmundur Hilberg Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:42

2 identicon

Þetta frumvarp miðar við samninga sem gerðir eru frá og með gildistöku þannig þetta hefði ENGINN áhrif á stöðu ábyrgðarmanna í dag en gæti haft það í framtíðini hinsvegar!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:43

3 identicon

Nei við eigum ekki að treysta þessari ríkistjórn lengur. Óli á að senda þingið heim og setja utanþings stjórn sem semur nýja stjórnarskrá´og tekst á við þann bráðavanda sem nú er. Og gerir eitthvað.

Davíð Karl Andrésson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband