Afar góð byrjun - göngum alla leið og gerum samninga um samnýtingu húsnæðis sendiráða norðurlandanna

Það er beinlínis kjánalegt birtingarform óraðsíunnar sem verið hefur í gangi að sjá lista yfir öll þessi rándýru sendiráð sem Íslendingar eiga orðið um víða veröld. Á flestum stöðum á dýrasta eða afar dýrum stöðum, gríðarleg sýndarmennska smáríkis í birtingu.

Nú er mál að selja þessi rándýru hús og nýta fjármagnið til uppbyggingar hér heima. Ég efast ekki um að vinir okkar á norðurlöndunum muni verða okkur innan handar með að leigja okkur aðstöðu innan sinna sendiráða. Það er yfirdrifið nóg að vera með góða skrifstofu aðstöðu og samnýta fundaraðstöðu með öðrum.

Lærum núna að fara með peninga - sníðum okkur stakk eftir vexti.


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Breyttir tímar

Hörður Haldórsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband