Lítið nýtt svo sem hér á ferð - hefur verið í umræðunni allt frá yfirtöku ríkisins á Glitni

Það hefur verið í umræðunni allt frá yfirtöku ríkisins á Glitni að sjóður 9, sem var peningamarkaðssjóður, hafi verið misnotaður til kaupa á nánast eingöngu bréfum í Stoðum undir restina í stað þeirra nokkuð öruggu fjárfestinga og dreifingar sem sjóðurinn var auglýstur fyrir.

Það liggja því fyrir a.m.k. mjög sterkar grunsemdir í því tilfelli og verður gaman að sjá hvað kemur út úr störfum rannsóknarnefndarinnar um málið. Þar er nú þegar talað um að bankaleynd muni verða aflétt með lögum til þess að nefndin fái aðgang.

Verður líka gaman að sjá hvort að "auðmennirnir" fylkjist í skjól af landi brott þegar að nefndin tekur til starfa.


mbl.is Notuðu peningamarkaðssjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ársreikningur: Glitnir Sjóður 9, 2007, sjá bls 33:

http://www.glitnir.is/servlet/file/glitnir_sjodir_arsreikningur2007.pdf?ITEM_ENT_ID=6460&COLLSPEC_ENT_ID=156

Eiríkur Jónsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband