Hæstvirtur Forsætisráðherra Geir Haarde

Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til þess að biðla til þín í einlægni.

Þannig er mál með vexti að ég, eins og stór hluti þjóðarinnar, á skuldir meðal annars í erlendum gjaldeyri. Nú er svo komið að blessaður bíllinn sem að stendur sem veð að baki skuldinni hríðlækkar í verði sökum þess að það er nákvæmlega engin bílasala að mér skilst, á sama tíma og skuldin sjálf hækkar gríðarlega dag frá degi, og er ástandið reyndar orðið grátbroslegt bara. Á meðan að ég horfi á höfuðstólinn nálgast fasteigna skuldina mína les ég um að gengisvísitalan sé að slá ný met á hverjum degi. Það er efalaust alltaf gaman að slá ný met, en þetta eru þó án vafa met sem að koma að virðist engum vel.

Mig langar því að biðja þig, hæstvirtur forsætisráðherra, að stíga nú fram og gangast við hlutskipti þínu. Okkur vantar ekki góðan framkvæmdastjóra sem situr hjá og leyfir staffinu sínu að njóta frelsis til sköpunar. Okkur vantar Forstjóra sem stígur fram og tekur ábyrgð. Forstjóra sem að eigin frumkvæði leggur eitthvað til málanna (eitthvað annað en bankarán þ.e.a.s.).

Ert þú tilbúinn að vera þessi Forstjóri Geir?


mbl.is Gengisvísitalan yfir 190 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir með þér Baldvin. Spurning hvort að það vanti nýjan mann í brúnna ... eða eru þeir ekki tveir í brúnni þessa dagana? Dugar það ekki fyrir þig?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bankarán , ef einhver rændi bankann voru það starsfemenn hans í æðstu stöðum og skildu hann eftir gjaldþrota grow up Baddi minn , En broskallinn hann Geir má taka sig á það er annað mál.

Ómar Ingi, 30.9.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Kjartan, mér finnst það afar skrítið í ljósi atburðanna að ekki skuli skipt um stjórnendur ef að staðan var raunverulega svona slæm?

Ómar: "Grow up"???  Geturðu skilgreint fyrir mig hvað þú átt við?  Get ekki alveg séð í fljótu bragði hvað þetta mál hefur með minn þroska að gera? Það er alveg ljóst að stjórnendur sáu ekki fyrir hvað verða vildi og hafa að því leyti brugðist. Þeir sáu hvorki fyrir að Lehmann Brothers myndu rúlla né að stuðningur Seðlabankans yrði í formi þvingaðrar yfirtöku. Þannig að já, þeir brugðust með því og með yfirskotum undanfarin ár í útrásinni.

Stóra málið núna er hins vegar framkoma ríkisins. Þetta mál er ekki sambærilegt við Bandarísku dæmin undanfarið t.d. þar sem að þar var um að ræða yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðum sem að allir lánuðu með ríkisábyrgðum og ríkið var því í beinni ábyrgð gagnvart lántakendum þar.

Hér heima er þetta ekki ábyrgðarmál, heldur tryggingamál. Og það var í skjóli þess sem að ríkið keyrði í gegn þvingaða yfirtöku á bankanum.

Hér skiptir ekki máli Ómar (eða aðrir) persónulegar skoðanir okkar á bankanum eða framferði hans. Það sem skiptir megin máli hérna er spurningin um það hvort að okkur finnist rétt og eðlilegt að ríkið geti gert þetta svona í stað þess að leyta fyrst ALLRA annarra leiða sem að lágu mögulegar fyrir í stöðunni.

Baldvin Jónsson, 30.9.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnór vinur minn benti mér á þennan skemmtilega contrast við færsluna mína hér að ofan:
http://mengella.blogspot.com/2008/09/allir-vilja-mein-kampf-kvei-hafa.html

Ég hafði þessu við færsluna hjá Mengellu að bæta:

Daginn, er svo sem líklega ekki einn þeirra sem væli mikið yfir þessu, en langaði engu að síður til þess í dag loksins að pota aðeins í hann Geir okkar.

Ég er hjartanlega sammála þér með það að "við" komum okkur í þetta. Persónulega reyndar dró ég nú mikið saman 2006 og 7 frekar en hitt, en það var líka vegna ofþenslu í heimilisrekstrinum þar á undan. Ég er hins vegar ekki sammála þér með það að Geira beri ekkert að gera.

Hann bauð sig fram í verkið þegar að hann bauð sig fram til að leiða þjóðina. Ég er ekki að kenna honum um, er persónulega aðeins að velta því fyrir mér hvort að hann ætli í alvöru bara að horfa á áfram.
http://baldvinj.blog.is

Baldvin Jónsson, 30.9.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband