Ótrúlegur ræðumaður - kröftug útgeislun...

ObamaHljóma heldur dramatískur, en eftir þessar rétt um 2 mínútur úr ræðunni langar mig nánast að flytja til Bandaríkjanna og verða þegn til þess að geta kosið Barack Obama sem forseta.

En við getum treyst því að eftir þessa innblásnu ræðu verður nú allt vitlaust hjá þeim sem "stýra" bakvið tjöldin í Bandaríkjunum. Sérstaklega í olíu iðnaðinum. Þessi stefna Obama að kalla herinn heim frá Írak er til að mynda ekki í velvild stórra afla í Bandaríkjunum, afla sem sjaldan eða aldrei eru nefnd, en eru þó talin nánast stjórna forsetanum hverju sinni.

Obama ætlar að lækka skatta á venjulega fólki og hætta að verðlauna fyrirtæki með lægri sköttum sem eru hægt og rólega að flytja framleiðslu sína úr landi. Ég veit ekki hversu miklu það muni breyta í rekstri þeirra fyrirtækja, hvort að þau breyti einhverju í stefnu sinni. Flytji jafnvel höfuðstöðvar sínar úr landi eins og við virðumst óttast mest með stór íslensk fyrirtæki a.m.k. En það er ljóst að þessar skatta hugmyndir Obama munu vekja hjá honum miklar vinsældir hjá venjulegu fólki, vekja von um að ameríski draumurinn geti aftur orðið raunveruleiki.

Gaman að sjá líka að í raun er Obama að hegða sér ekki ósvipað íslenska landsliðinu í handbolta gerði á Ólympíuleikunum. Hann er að hegða sér í framkomu eins og hann sé orðinn forseti nú þegar. Kallast jákvæðar staðhæfingar og er nánast sjálfsdáleiðsla. En virkar afar vel yfirleitt, sáum það best í silfri hér heima. Vonandi skilar það Obama Gulliverðlaunum í kosningunum.

 


mbl.is Obama fellst á útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

And an all around good guy

Ómar Ingi, 29.8.2008 kl. 21:16

2 identicon

...og þá er bara að sjá hvort varaforsetaefni McCain breyti einhverju...ansi kröftugt útspil!

Bára (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband