Ólafur ræðumaður kvöldsins, engin samkeppni þar....

Dásamlegur drengur, kemur fram af þvílíkri einlægni og hispursleysi að frábært er að fylgjast með.  Hlýnaði líka verulega um hjartaræturnar íslendingnum í mér við að sjá strákana nánast alla (sumir gleymdu sér í geðshræringunni) faðma Forseta lýðveldisins þegar þeir gengu á sviðið. Hvar annarsstaðar þætti það við hæfi?

Tek heilshugar undir orð Ólafs, það er ótrúleg gjöf að fá að vera íslendingur.  Þrátt fyrir tímabundna niðursveiflu í hagkerfinu og genginu að þá höfum við það svo ólýsanlega gott samanborið við stærstan hluta heimsins. Það er nú bara þannig.

Ólafur hefur einmitt verið duglegur að koma því að hjá okkur, að vera þakklát fyrir það sem við höfum og að sameiginlega getum við breytt heiminum.  Ég trúi því sannarlega og hef meðal annars verið að starfa með ABC Barnahjálp því markmiði til framfylgis. Þar er það trú okkar að besta leiðin til að breyta heiminum sé að gefa fólki menntun og tækifæri til að breyta sér og sínum. Trúin á breytinguna þarf að sjálfsögðu líka að koma innan frá, að byggja upp fólk trúi ég að breyti heiminum hraðar en bein fjárframlög gætu nokkurn tímann.  Það er búið að vera að senda peninga til Afríkuríkja í yfir 100 ár með litlum árangri.

En árangurinn lætur ekki á sér standa þegar við förum að vinna með einstaklingum í uppeldi og menntun.  Ólafur er einn af sendiherrum ABC Barnahjálpar og þar erum við virkilega stolt af drengnum eðlilega.

En með þakklætið í huga er líka gott að minnast þeirra sem minna mega sín og koma þakklætinu í framkvæmd. Einhver sagði að þakklæti væri lítils virði ef af því hlitist ekki eitthvað gott.

Ef þú getur hjálpað til að þá þarf starf ABC Barnahjálpar svo sannarlega aðstoð núna, því vegna mikilla gengissveiflna hafa sjóðir starfsins þurrkast upp og starfið stendur afar illa.  Kíktu endilega inn á heimasíðuna og leggðu málinu lið ef þú ert aflögufær á peninga og/eða tíma.  Getur líka smellt hér beint til að fara beint í að styrkja barn.


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ólafur er einlægur og hrokalaus með öllu.  Frábær stemming, frábært allt saman !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Birgitta

Frábært að fá að taka þátt í þessu með þeim.

Birgitta, 27.8.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband