Mér var bent á þessa hugleiðingu af félaga í Íslandshreyfingunni....

http://organisti.blog.is/blog/organisti/#entry-193803

Verður að teljast bara nokkuð vel af sér vikið með 0,9% fylgi í NA kjördæmi skv. nýjustu tölum (sem ég tel að sé ekkert að marka vegna þess hve stutt er síðan frambjóðendur byrjjuðu að kynna sig), að valda þvílíkum skjálfta hjá Samfó að þeir afpanti á síðustu stundi tónlistaratriði vegna þess að einhver sem er í "guðmávitahvaðasæti" lista Íslandshreyfingarinnar í NA Smile

Verður að teljast bara ansi sterk innkoma hjá henni þarna í kjördæmið ......

Kjósum með hjartanu fyrir budduna og framtíðina - setjum X við Í Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil líka benda þér á þessa hugleiðingu. Fyrst að þú ert í framboði hjá Íslandshreyfingunni og situr í áttunda sæti á framboðslista í Reykjavík Norður vil ég benda þér á að listabókstafur Íslandshreyfingarinnar græns framboðs er I ekki Í. Þetta átt þú að vita Baddi minn – svona flugskarpgreindur maður sem þú ert. Nú veit ég að Í er líkt I en munurinn sem öllu skiptir er komman sem breytir ii íí. Þetta lærðum við báðir í barnaskóla.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:48

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvaða ótrúlega þus er þetta Axel?  Leiddist þér eða fannstu bara fyrir gremju?

En jújú, þar sem ekki eru notaðir séríslenskir stafir að þá fengum við úthlutuðum listastafnum I, það er hárrétt.  Vonandi bara að fleiri taki jafnvel eftir og þú og seti X við I í staðinn fyrir að kjósa t.d. B fyrir spillingu eða V fyrir gríðarlega forræðishyggju. Já eða jafnvel D fyrir valdhroka og yfirlæti. Svo kæmi líka til greina S fyrir sundrungu.

Endilega takið vel eftir og setjið X við I, það stendur fyrir heiðarlega nauðsyn þess að standa upp og verja landið sitt. I stendur fyrir að hafa kjark til að fylgja sanfæringu sinni í stað þess "að þora ekki öðru en að kjósa eins og síðast".

Baldvin Jónsson, 1.5.2007 kl. 14:47

3 identicon

Afsakið, ætlaði ekki að styggja þig Baldvin. Bara benda þér á að listabókstafur þinn er I. Þú verður að vera með smáatriðin á hreinu fyrst þú ert í framboði. Þá þýðir ekkert að vera með einhverja sálfræðifroðu – það er ekki fólki bjóðandi.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband