Ætli þeir staldri lengi við aðeins 150.000 tonn?

Mér finnst þetta skammsýni. Skil vel hugmyndina, en hún er skammsýn.

Skv. tölum sem ég sá Ósk Vilhjálmsdóttir vitna í, þá skapar hver ferðamaður að m.t. 98.000.- í tekjur meðan hvert heilt tonn af áli skapar ekki nema 28.000.- í ríkiskassann á sama tíma.

Hvers vegna ekki að eyða peningum frekar til langtíma í heilbrigða uppbyggingu ferðaþjónustunnar? Þar þarf fjármagn til rannsókna. T.d. til rannsókna á sorphirðu málum og öðru slíku sem fylgir óhjákvæmilega vil fjölgun ferðamanna.  En getum við ekki verið því sammála flest að fjölgun ferðamanna væri skemmtilegri kostur?  Skapar fleiri störf og hefur á sér mun skemmtilegri blæ en reykjarmökkur við sjóndeildarhringinn.

Eigum við ekki að láta þetta nægja í bili?  Er ekki tími núna til að staldra við og meta stöðuna í heild?


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ferðamannaiðnaður sem og annar umhverfisvænn iðnaður er stórlega vanmetinn í þessu landi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband