Ég bið þig kæri Hafnfirðingur, viltu muna....

......að þú ert að kjósa fyrir um nýtingu orkubús okkar fyrir alla íslensku þjóðina en ekki einungis íbúa Hafnarfjarðar.

......að þú ert að kjósa um möguleg framtíðar störf íbúa á t.d. Húsavík og Vestfjörðum.

......að þú ert að kjósa um hvort að þú samþykkir að auka gríðarlega útblástur koltvísýrings, sem já ER mengun þrátt fyrir villandi ummæli Alcan í kosningaslagnum þeirra. Koltvísýringur drepur ekki menn í einni svipan nei, það er rétt. En koltvísýringur er að drepa plánetuna okkar hægt og sígandi (og hraðar og hraðar að virðist undanfarin ár), er það ekki líka hættulegt mönnum?

......að þú ert að kjósa um framtíð afkomenda þinna hér á landi og jörðu.

......að þú ert að kjósa milli samhyggðar eða eigingirni.

Er réttlætanlegt að velja að nýta stóran hluta þeirra orku sem að þjóðin á eftir til brúks til þess að auka hagnað Alcan og fjölga örlítið störfum á markaðssvæði þar sem að atvinnulífið gjörsamlega blómstrar? Á markaðssvæði þar sem þarf að flytja inn erlent vinnuafl í þúsundavís til að fylla þau störf sem fæst ekki innlent vinnuafl í??

Af hverju ekki að kjósa gegn stækkun og með vel ígrundaðri framtíðar nýtingu?  Af hverju ekki að staldra við og taka yfirvegaða ákvörðun byggða á (vonandi) komandi rannsóknum um hagkvæma og réttláta nýtingu orkunnar okkar?

Hvitur krossÉg bið þig kæri Hafnfirðingur, mundu eftir okkur öllum þegar þú kýst í dag. Ekki bara Hafnfirðingum.......


mbl.is Yfir 10 þúsund höfðu kosið á kjörstað klukkan 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband